Ánægður, en...

Ég er sáttur með þetta, nú komast mínir menn að og Sjálfstæðisflokkurinn farinn frá. Ég verð nú samt að segja eins og er að miðað við hvernig Björn Ingi hefur hagað sér í samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum er nokkuð ljóst að það verður ekkert auðvelt að vinna með honum.

Það er nú honum ekki til eftirbreytni að tilkynna veikindi á fund hjá meirihlutanum og senda svo tilkynningu á fundinn að samstarfinu sé slitið og að hann sé búinn að mynda nýjan meirihluta. Væri miklu trúverðugra að koma bara hreint fram. En ég vona að þetta eigi eftir að ganga. R-listinn breytti borginni til hins betra á sínum tíma og nú má segja að flokkarnir sem mynduðu hann séu komnir aftur til valda - ásamt reyndar F-listanum sem hefur lengi sóst eftir að komast í meirihluta í borgarstjórn. Nú er tími fyrir Margréti Sverris til að sýna sig og sanna.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit það ekki félagi þetta virðist ekki ætla að vera styrkur meirihluti, Samfylkingin ætti að fara með xD. Þeir flokkar eru saman í stjórn og eiga miklu betur saman en VG og frjálslindir ég tala nú ekki um framsókn. Ætli Alfreð fari aftur í Orkuveituna?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:47

2 identicon

Mér finnst nú Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ekki staðið sig illa í borgarstjórninni hingað til. Einnig skil ég afstöðu Sjálfstæðisflokkssins mjög vel að ríki eða sveitarfélög/borgin eigi ekki að vera í slíkum einkarekstri og samkeppni eins og talað er um. Á móti kemur að Vilhjálmur hefur ekki staðið vel að þeim málum sem hafa verið í umræðunni undanfarna daga og kannski ekki valdið sínu starfi í því máli, ég skal ekki dæma um það!

En því miður virðast menn vera tilbúnir að leggjast afar lágt í þessu máli þar sem ágreiningurinn milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er ekki það djúpur eða  mikill að það sé ástæða til að slíta samstarfi, hefði verið hægt að ná lendingu án alls drama. Hins vegar virðist Björn Ingi vera (og það er að koma á daginn) tilbúinn að tala við þá sem sleikja hann mest upp og eru það Samfylkingin sem sleikir mest ásamt öðrum...

Hjalmar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 19:24

3 identicon

hehehe, þetta er nátturulega kostulegt, vinstri mennirnir kætast allir sem einn nú, fyrir örfáum dögum var það krafa minnihlutans í Reykjavík að Dagur og Villi segðu af sér, svo var valdasprotanum flaggað fyrir framan nefið á Dag og kó og allt í einu er Bingi orðinn "besti" vinur þeirra, þvílíkur farsi, minnihlutinn búinn að ásaka Björn inga um spillingu ofl, krafa um að segja af sér og fleira en nú er hann allt í einu orðinn besti vinurinn, þvílík hræsni í Dag og kó, en "frábært" að þessi hörmung sem nú er tekin saman skuli vera mynduð á svikum, því líklega gefur það fyrirheit um hvernig vinnubrögðin verða þarna. Hvernig væri svo að Dagur færi að gera eitthvað af viti annað en að reyna að remba sem flestum fallegum orðum útúr sér per sek, það væri líka ágætt víst þú segir að borginn hafi verið vel stjórnað í tíð R-listans að hann fari þá og efni amk eitt af fjölmörgum loforðum sem hann gaf á c.a 12 ára tímabili og það er að þurrka út listana, þ.e biðlista eftir leikskólaplassi, dagmömmuplássi, félagslegum íbúðum ofl, en það þarf varla að taka það fram að allir þessir listar lengdust í tíð R-listans ásamt skuldahalanum þeirra, en skuldahalanum verður líklega núna náð niður með því að "hlutabréfa snillingurinn" Dagur B ætlar núna að nota skattpeningana okkar í orkumálum á indónesíu ofl stöðum, þvílík snilld, borgin komin í áhættufjárfestingar langt langt langt útí heimi, var ekki hugsjón ykkar vinstri manna að einbeita sér að félagslega þættinum en ekki vera að grúska með peninga almennings í einhverjum gæluverkefnum útí heimi??? Dagur virðist ætla að verða nýr Alfreð Þorsteins. En gaman að fylgjast með Dag í síðustu viðtölum en hann hefur séð verðmæti REI vaxa í hverju einasta viðtali sem hann fór í, í fyrsta viðtalinu var áætlað 20 milljarða verðmæti en var svo komið í allt að 50 milljarða í síðustu viðtölunum, hvernig fór þessi upphæð að því að hækka svona mikið á milli viðtala????

 Farsi og ekkert annað og því miður fyrir Reykvíkinga er hugsjónalaus borgarstjórnarmeirihluti tekinn til þar sem meirihlutinn var samþykktur áður en málefnin voru samþykkt, það eina sem samþykkt var var valdaskipting milli flokka, hvað segir það þér????

Súsanna (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hvar hefur þú þessar tölur um að leikskólalistar hafi lengst í tíð R-listast ? Þeir byggðu fjöldann allan af leikskólum í sinni valdatíð og ég veit ekki betur en að vel hafi verið séð um þessa málaflokka þegar þeir voru við völd síðast - þetta er allavega í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern segja þetta.

Varðandi Björn Inga þá er ég alveg sammála að mér finnst svolítið spes hvað álit oddvita minnihlutans var fljótt að breytast - en auðvitað vill þetta fólk komast í stjórn og nú hlýtur Björn Ingi að reyna að vinna inn traust þeirra.

Varðandi það sem þú segir Hjálmar með að leggjast lágt þá eru þeir Vilhjálmur og Björn Ingi þeir einu sem hafa lagst lágt í þessu máli, ef þú ert að vísa til Dags B þá átta ég mig ekki á hvað þú meinar - hann auðvitað vill komast í stjórn en ég efast stórlega um að hann hafi stundað það að sleikja upp Björn Inga til að komast í stól borgarstjóra, með þennan meirihluta blasir það auðvitað við að DBE verði borgarstjóri. Þannig að fullyrðing þín um að SF sleiki upp mest af öllum á engan vegin við rök að styðjast að mínu mati...

Smári Jökull Jónsson, 12.10.2007 kl. 11:47

5 identicon

Þú segir það sjálfur að hann vill komast í stjórn, og þar sem að Björn I er sýna hversu mikill tækifærissinni hann er þá eru Samfylkingar menn fljótir að átta sig á stöðunni og tala við Björn! Það vita það allir að Björn hefði aldrei getað orðið borgarstjóri vegna þess lága fylgis sem hann hefur og því liggur það beinast við að "aðal" kallinn í flokknum með næst mesta fylgi verði borgarstjóri.

En það sem mér finnst flottast í þessu ef svo má segja þegar þau voru í viðtali í Kastljósinu í gær, þ.e þessi "4 fræknu":S Þar tók Sigmar þau hvert af öðru og gjörsamlega valtaði yfir þau á málefnalegan og afar smekklegan hátt... hvert af öðru og það í beinni útsendingu!! Þau höfðu engin svör við því sem hann spurði þau úti og hvernig þau eru búin að haga sér við hvort annað. Ekki bara undanfarna daga heldur allt frá kosningabaráttunni fyrir hvað 16-18 mánuðum. Svei mér þá ef þau hafi öll verið með sitthvorar skoðanir og þær breyttust jafnt og þétt í sitthvora áttina sitt á hvað innan hópsins (hver í sínum huga að sjálfsögðu) á meðan viðtalinu stóð!!

En það er alveg merkilegt að það virðist ekki skipta nokkru máli hver sé í borgarstjórn. Veit svo sem ekki hversu hlynntur þú ert þessum meirihluta Smári en þú ert auðvitað ánægður að þinn flokkur er kominn í meirihluta, en almáttugur að setja saman meirihluta þar sem aðeins eru ræddir hvaða starfstitil hver á að hafa segir allt sem segja þarf! Það hefur enginn hugmynd um hvernig þau ætli að stjórna borginni. Hver á rauði þráðurinn í samstarfinu að vera. Eru menn sammála um einhver málefni o.s.v.fr. Það kom upp eitt ágreiningsefni upp hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum sem var jafnvel hægt að leysa með smá vinnu, en núverandi meirihluti veit einusinni ekki hvort hann sé sammála a.m.k í grunninn:S

Hvað ætla menn að gera ef þau verða ekki sammála, stofna nýjann meirihluta með öðrum?? Ég er sammála þér því að Framsókn og Sjálfstæðismenn lögðust ansi lágt í dramatíkinni, þó aðallega Björn I en að hinir skuli dottið niður á sama plan lýsir þeim best! Held það hefði verið best fyrir Samfylkinguna og hina að láta þá um að sjá um það sjálfir að gera sig að fíflum í staðinn fyrir að hjálpa þeim og gera sig sjálfir að fíflum!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Greinilegt að þið sjálfstæðismenn eruð svekktir yfir þessu sem gerst hefur ! Ég skil ekki alveg hvernig þú færð það út að SF hafi gert sig að fíflum ? Er það ekki bara merki um góðan stjórnmálamann að grípa tækifærið þegar það gefst ? Auðvitað ræddu þau við Björn Inga og athuguðu grundvöll fyrir samstarfi - ef þau hefðu ekki gert það þá væri hlegið að þeim sem fíflum en nú eru aðrir sem fengu það hlutverk. Helstu stjórnmálafræðingar landsins voru einmitt að minnast á það hversu ótrúlega sofandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu verið í öllu þessu máli.

Varðandi þennan Kastljósþátt þá get ég nú ekki sagt að ég sé sammála þér með að Sigmar hafi valtað yfir þau, mér finnst þetta nú bera vott um smá biturleika hjá þér að sjá nýja meirihlutanum allt til foráttu - sama hvað það er. Verður kannski næst sett út á fötin þeirra ?

Það voru nú ekki margir sem höfðu trú á að SF og D myndu ná saman í landsmálunum en sú er nú samt raunin í dag og virðist ganga vel. Því hef ég nú enga trú á öðru en að þessir flokkar geti myndað samstarf sín á milli. 16-18 mánuðir eru mjög langur tími í pólitík og þó svo að menn hafi verið ósammála þá, geta þeir myndað meirihluta núna. Þannig að þetta orðalag þitt "hvernig þau hafa hagað sér hvort við annað" finnst mér ansi sérstakt og satt best að segja hef ég nú ekkert sérstaklega tekið eftir einhverri ósæmilegri hegðun hjá þeim "fjórum fræknu" eins og þú kýst að kalla þau.

Svo finnst mér þú opinbera ansi einfalda skoðun þína á störfum borgarstjórnar þegar þú heldur því fram að meirihlutinn hafi aðeins rætt um starfstitla og hver fær hvaða titil ? Heldur þú virkilega að það sé þannig ? Auðvitað ræða menn það líka því eðlilega sækist SF eftir borgarstjórastólnum. En það er í nefndunum sem fólkið hefur aðallega völdin og störf þeirra byggjast á málefnasamningnum sem flokkarnir fjórir munu klára von bráðar.

Eitt er allavega víst að hér er kominn meirihluti sem hefur meirihluta kjósenda í Reykjavík á bakvið sig - eitthvað sem gamli meirihlutinn hafði ekki. Þannig að það má eiginlega segja að lýðræðið sé komið aftur á í Reykjavík

Smári Jökull Jónsson, 16.10.2007 kl. 00:39

7 identicon

Tja vill nú benda á að ég er ekki sjálfstæðismaður frekar en samfylkingarmaður o.s.v.fr. Hef kosið að standa frekar utan við alla flokka og flokkadrætti, bara svo það sé á hreinu;)

En nei ég sé nú ekki meirihlutanum allt til foráttu, finnst t.d yfirleitt mjög gaman að hlusta á Dag þar sem að hann talar yfirleitt af mikilli innlifun...

En varðandi allt þetta mál þá er þetta allsherjar klúður frá öllum hliðum og hjá öllum aðilum að mínu mati. Þú hlítur að geta tekið niður SF gleraugun og a.m.k viðurkennt það að það er ekki eðlilegt að stofna meirihluta án þess að ræða menn og málefni?? Það hlítur að vera grundvöllur samstarfs að það sé einhver grundvöllur... er það ekki??:S

Og varðandi þennan Kastljós þátt þá ætluðu þau að búa til eitthvað málþóf og tala ofan í hvort annað, einfaldlega vegna þess að þau höfðu ekkert um að tala um.. jú nema bara hver hefði hvaða titil! En með frábærri þáttastjórn og þekkingu á málinu náði Sigmar að taka þau hvert fyrir sig og gerði lítið úr þeim... eða þau gerðu lítið úr sér sjálf!!

Varðandi að D og SF samstarfið gangi vel. Þá er ég ekki að segja að menn geti ekki myndað samstarf þótt þau hafi verið ósammála í ár eða nokkra mánuði. Er bara að benda á að það hafa stór orð flogið undanfarið sem er nú ekki vanin. Minnir að Svandís (eða hvað hún heitir aftur) hafi sagt að Björn Ingi væri vanhæfur í borgastjórn og ætti að segja af sér líkt og Vilhjálmur. Viku seinna er hann allt í einu hæfur í borgarstjórn því hann vill fara í samstarf með henni!!:S Finnst þér það eðlilegt Smári? Fólk skiptir um skoðun eftir vindi en gleimir öllum hugsjónum og virðast ekki starfa að neinum heilindum.

Ég held samt sem áður að Dagur geti orðið ágætur borgarstjóri. En honum finnst örrugglega mjög flott að geta titlað sig borgarstjóra Reykjavíkur... algjörlega óháð hugsjón og málefnum sem hann ætlar að vinna að! Enda veit hann ekki hver málfnin eru... en borgarstjóri er hann og það skiptir mestu:S 

Hjálmar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:58

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég heyrði hana aldrei tala um að hann væri vanhæfur í borgarstjórn en það eru auðvitað stór orð og hún þarf að verja þau sjálf.

SF gleraugun hafa aldrei verið neitt sérstaklega föst á mér þannig að ég vndi mér bara beint í málið  Hvernig getur þú fullyrt að þau hafi ekkert rætt málefnin ? Þau hittust á fundi kvöldi fyrir daginn stóra, þar sem samstarfið var ákveðið og mér finnst nú mjög líklegt að þau hafi rætt helstu punkta samstarfsins og helstu málefnin áður en þeim fundi lauk. Málefnin eru auðvitað grundvöllurinn og auðvitað hafa þau verið rædd.

Svo held ég að öllum þætti svolítið flott að geta titlað sig sem borgarstjóra Reykjavíkur - hvort sem það er Dagur B eða einhver annar, en ég efast stórlega um að það skipi stærri sess í huga hans en hugsjónin og málefnin. Þú ert mér greinilega ósammála þar...

Smári Jökull Jónsson, 16.10.2007 kl. 13:59

9 identicon

Það er einmitt það sem ég er að benda á Smári. Að mér finnst asnalegt að þau virtust frekar hugsa um annað en málefnin, þ.e hvað hefðu þau fram að færa sem hópur!

Ég er nú ekki að fullyrða neitt! Þetta er það sem þau sögðu sjálf. Nánast orðrétt "við höfum ekki rætt samstarfið eða málefnin. Við hittumst til að skipa hvort öðru í stöður. En við förum nú á fullu eftir helgi að búa til nýja stefnu fyrir nýjann meirihluta". Þetta er það sem þau sögðu m.a kom það fram í viðtalinu í Kastljósinu ef mig minnir rétt!

En annars óþarfi að vera að tíunda þetta frekar:) Þetta er, eins og ég hef sagt áður, algjört klúður frá öllum hliðum! Ýmislegt sem hefur ekki komið upp á yfirborðið og annað sem hefur verið ósanngjarnt gagnvart ýmsum aðilum í bland við óhóflegu magni af breyttum skoðunum!

Hjálmar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:15

10 identicon

hmm sko... mér finnst þetta mál hreinn farsi frá upphafi til enda... en hvað getur maður svo sem sagt ... þetta er jú póliTÍK.

En það var eitt sem stakk mig við lesturinn ... leikskólamálin. Kynntu þér stöðu mála Smári minn áður en þú hváir. Staðan er hryllileg fyrir barnafólk í Reykjavík í dag. Ég veit um marga foreldra sem eru að bíða eftir leikskólaplássi en borga á meðan formúu til dagmæðra og ekki er nú staðan betri þar. Veit t.d. um par sem sótti um dagvistun hjá dagmömmu nánast við fæðingu. Þau þurfa á dagvistun að halda frá og með janúar 2008. Ein hafði samband við þau núna 1.okt og átti laust pláss um næstu mánaðamót og þau þáðu það og borga því fyrir plássið hjá henni í rúma tvo mánuði áður en barnið fer fyrst í vistun hjá henni.

Vonandi nær þessi meirihluti að gera góða hluti eins og fögur orð gefa til kynna ... svona alla vega áður en litla Ólöf Margrét kemur í heiminn og þarf á dagvistun að halda

Lauga (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband