Ég segi nei nei, ekki í landslið...

Virðist ætla að vera þrautin þyngri að finna þjálfara fyrir blessað handboltalandsliðið. Persónulega hefði ég viljað sjá Geir Sveinsson með liðið. Sagði það strax frá upphafi og ekki hefði verið verra ef hann og Dagur hefðu verið settir saman, þá hefði Geir tæklað varnarleikinn og Dagur séð um sóknarleikinn.

Nú er hins vegar spurning hvað þeir gera. Einhvers staðar las ég að ef Aron segði nei þá myndu þeir leita út fyrir landssteinana. Það eru nú svosem ekki margir eftir hér á landi sem eru verðugir að taka við þessu liði. Hugsanlega Óskar Bjarni eða Júlíus Jónasson þjálfari kvennalandsliðsins. Svo nefndi einhver Heimi Ríkharðsson. Held samt að þessir aðilar séu allir frekar ólíklegir og sérstaklega Heimir.

Síðan er spurning hvaða erlendi landsliðsþjálfari hefur áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. Þeir eru jú komnir í umspil bæði fyrir næstu Ólympíuleika og fyrir næsta HM þannig að það er ekki eins og það sé verið að taka við rjúkandi rúst. En það þarf að fara að drífa í þessum málum, það er ljóst...


mbl.is Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér með Óskar Bjarna, hann er rétti kosturinn í stöðunni. Ótrúlega flinkur þjálfari og ég held að hann hafi eldmóðinn sem þarf í starfið!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þá held ég að hann þyrfti að hafa einhvern góðan með sér, reynslubolta sem þekkir alþjóðlegan handbolta.

Smári Jökull Jónsson, 22.2.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband