Barack

Ég held að sjaldan hafi einn maður haft jafn gott tækifæri til að breyta einu þjóðfélagi eins og Barack Obama hefur núna. Auðvitað breytast hlutir eins og þjóðarfjármálin (sem eru í rusli), lélegt heilbrigðis- og menntakerfi og viðhorf til minnihlutahópa ekki á einni nóttu. En það að svartur maður hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna vekur held ég það mikla trú og von hjá stórum hluta Bandaríkjamanna - að mörgum þeirra virðist allt mögulegt. Meira segja að bæta hluti sem þessa verulega, þannig að þeir geti talist viðunandi.

En um leið er ábyrgðin mikil og því miður verður erfitt fyrir Obama að standast þær gríðarlegu væntingar sem til hans eru gerðar. Enda held ég að enginn maður gæti staðið undir þeim væntingum. En hann hefur tækifærið til að breyta, eins og hann benti svo eftirminnilega á í slagorði sínu fyrir kosningarnar, og við skulum vona að hann nýti það vel.

Þessu skylt. Það kæmi mér mjög á óvart ef sú staða kemur upp eftir 4 ár, þegar kosið verður að nýju til embættist forseta, að engin meiriháttar tilraun hafi verið gerð til að myrða Barack Obama. Árás þar sem hann særist eða þaðan af verra.

Við skulum vona að ég hafi rangt fyrir mér hvað það varðar.


mbl.is Gríðarleg öryggisgæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 688

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband