Til skammar

Frammistaða dómarans í gær var ekki upp á marga fiska, það er bara þannig. Hann gaf Eric Abidal fáránlegt rautt spjald og sleppti svo tveimur vítaspyrnum sem Chelsea átti að fá.

Það breytir því þó ekki að hegðun leikmanna Chelsea var gjörsamlega til skammar. Didier Drogba og Michael Ballack fóru þar fremstir í flokki og þeir eiga báðir skilið að fá 4-5 leikja bann að mínu mati. Þar með er ég ekki að draga úr mistökum dómarans, en hegðun þeirra var gjörsamlega óafsakanleg. Það munaði hreinlega litlu að Ballack myndi ganga í skrokk á blessuðum Norðmanninum.

Annars var niðurstaðan sigur fyrir knattspyrnuna og það verður eflaust frábær úrslitaleikur á milli Barcelona og Manchester United. Ég hef þá allavega lið til að halda með fyrst mínir menn eru dottnir út...


mbl.is Övrebo laumað úr landi í lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þessu alveg sammála þessi hegðun manna er til mikila skammar,og þetta á alls ekki að líðast.Því miður er þetta svona víða meia að segja hér hjá okkur og eru þar sumir þálfarar ekki undanteknir bæði í hand og fótbolta

hannes (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:08

2 identicon

Þið gleymið því alveg að menn eru búnir að vera í þessari keppni síðan í ágúst og berjast í þessu alla þessa mánuði og svo kemur svona dúd og eyðileggur drauminn, að ég tali nú ekki um peningalegt tap.

Sigur fyrir knattspyrnuna my ass. Hvernig getur það verið? Sannarlega mikill ósigur fyrir knattspyrna í heild sinni. Vonlaust mál að dómarar hafi þetta vald að geta ákveðið hver fer áfram í svona leik.

ERGO= Fullkomlega eðlileg viðbrögð hjá Chelsea mönnum.

Kalli (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Andri Ólafsson

Já, Chelsea þarf að hafa miklar áhyggjur af peiningum.

Andri Ólafsson, 7.5.2009 kl. 14:56

4 identicon

Eðlileg viðbrögð hjá leikmönnum Chelsea. Dómarinn var til skammar !

Geiri (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:33

5 identicon

Ég skil gremju Chelsea mann nokkuð vel þótt það afsaki ekki hegðun þeirra. Það er auðvitað allt á fullu á þessu andartaki og menn hafa bara ekki stjórn á sér. Fyndið að sjá dramadrottninguna og hræsnarann Drogba tala um disgreis þegar hann reynir að pikka upp vítaspyrnur eða aukaspyrnur í hverjum einasta leik:S

En sammála að þetta sé sigur fyrir knattspyrnuna að í úrslitum séu lið sem spila sóknar bolta, síðustu ár (fyrir utan síðasta ár) hafa þetta verið lið sem pakka í vörn og spila upp á 0-0 eða 0-1. Óþarfi að nefna einhver lið í því samhengi....;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eðlileg viðbrögð? Ég skil líka alveg að Chelse menn hafi orðið reiðir því dómarinn dæmdi illa og það bitnaði á þeim, en það gefur þeim samt engan rétt til að haga sér eins og þeir gerðu. Þannig að allt tal um að þetta séu eðlileg viðbrögð er fáránlegt. Skiljanleg kannski, en ekki eðlileg...

Drogba er bara Drogba. Frábær knattspyrnumaður en skítakarakter.

Sigur fyrir knattspyrnuna er þetta svo sannarlega, tvö frábær í úrslitum en það hefði verið gaman ef mínir menn væru þarna enda spilað skemmtilegan sóknarbolta í vetur - eitthvað sem maður hefur ekki séð nógu mikið af undanfarin ár hjá þeim...

Smári Jökull Jónsson, 8.5.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband