Ææææiii hvernig er hægt að haga sér svona

Þetta náttúrulega nær engri átt. Þorsteinn kallinn á eflaust eftir að standa sig ágætlega í þessu starfi en maður veltir fyrir sér af hverju í ósköpunum er verið að óska eftir áliti nefndar á hæfi einstaklinga, ef löngu er búið að ákveða að ekki verður farið eftir því áliti. Nefndarmenn, sem eiga að vera sérfræðingar í þessu máli, töldu að þrír umsækjendur væru hæfari en umræddur Þorsteinn en samt velur hæstvirtur fjármálaráðherra hann í starfið.

Hver ætlar að reyna að segja mér það að það skipti ENGU máli að hann er sonur Davíðs Oddssonar ? Mín skoðun er sú að það er ástæðan fyrir því að hann fékk starfið, burtséð frá því hversu hæfur hann er.

Ég vona að það eigi eitthvað eftir að heyrast í mínu fólki í ríkisstjórn varðandi þetta mál, þetta vinnulag Sjálfstæðismanna er auðvitað verulega ámælisvert.


mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þau bara ekki orðin jafn spillt og hin??

 Nei án þess að reyna skapa leiðindi þá er voðalega skrítið að leita álits sérfróðra manna en velja svo 4 fjórða "hæfasta":S

En er það ekki dómsmálaráðherra sem skipar í þessa stöðu en ekki fjármálaráðherra eins og þú tekur fram en mbl.is tekur fram að dómsmálaráðherrann hafi skipað í þessa stöðu og að hann sé Árni M. Er ekki Björn Bjarna ennþá dómsmálaráðherra? Þetta fer allt í hringi:D

En er reyndar nánast viss um að dómsmálaráðherra skipi þessa stöðu þannig að....

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvorki Davíð né Þorsteini er greiði gerður með svona óskapnaði?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:45

3 identicon

Dómsmálaráðherra skipar í stöðuna. Björn taldi sig vanhæfan (því Þorsteinn var aðstoðarmaður hans) og Árni var því settur dómsmálaráðherra í þessu máli.

SBB (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:12

4 identicon

Rétt er það. Las það í dag að Björn hefði beðist undan að ráða í stöðuna þar sem að hann teldi sig óhæfan. En spurning hvort að Árni hafi ekki verið óhæfur líka... alltaf gott að vera vitur eftir á:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Svolítið fyndið líka að Þorsteinn sótti um héraðsdómarastöðu í fyrra og þá áleit Björn sig vera hæfan til að skipa í stöðuna. Hann hefur greinilega fallið svona svakalega í áliti hjá sjálfum sér síðan þá

Smári Jökull Jónsson, 22.12.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband