Völd eða málefni ?

Sjálfstæðismenn gagnrýndu fyrrverandi meirihluta óspart fyrir að vera, að þeirra mati, ósammála í mörgum mikilvægum málefnum. Nú er ekki komin vika síðan nýr meirihluti er tekinn við og þá kemur í ljós eitthvað sem allir reyndar vissu ; djúpstæður ágreiningur á milli aðila meirihlutans um staðsetningu flugvallarins. Um leið og Ólafur F las upp úr samkomulagsplagginu á blaðamannafundinum um daginn þá vissi maður að Sjálfstæðismenn myndu hafa eitthvað annað en hann að segja um gang mála.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Ólafur F verður tilbúinn í þá vinnu með Sjálfstæðismönnum að finna nýjan stað fyrir flugvöllinn. Það efast ég um þegar maðurinn hefur lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að flugvöllurinn skuli vera þarna um ókomna framtíð. Það er því ljóst að annaðhvort þarf Ólafur F að éta orð sín sem mun endalega rýja hann öllum trúverðugleika, eða þá að hin 7 fræknu, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fórni einu sína stærsta máli fyrir völdin og sannfæri okkur því endanlega um að þau telji að völdin séu mikilvægari en málefnin.

Mun nýi meirihlutinn endast í 100 daga ? Sjáum hvað setur...


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvursu lengi ætla íslendingar að láta bjóða sér, í pólítík,  vanhæfa krakkakjána, sem aldrei hafa dýft höndum sínum í kalt vatn? Mér sýnist þetta vera komið út yfir allan þjófabálk. Krakkarnir sem standa eins og fjarstýrðir apar, einu sinni í mánuði, fyrir aftan menn sem ekki vilja viðurkenna óheiðarleika sinn. Þessir menn eru, eins og aparnir sem fyrir aftan þá standa, afsprengi málfundafélaga eins og Morfís...þar sem áhyggjulausir unglingar bulla eintómar rökleysur um samfélag vort.

Kristján (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband