Good job guys

Vel gert hjá ykkur nýr meirihluti, vel gert. Um að gera að eyða 600 milljónum í að kaupa hús sem á svo eftir að gera upp. Þar fyrir utan hafa þeir sett nýjan standard fyrir verð húsa í miðbænum þannig að fordæmið er gott, nú þurfa þeir að kaupa öll hús sem þeir vilja ekki láta rífa og miða við verðið sem þeir greiddu fyrir þetta.

Hefði ekki verið nær að nota peningana í eitthvað annað ? Er í alvörunni einhver þarna úti sem er sáttur við að borgin sé að eyða skattpeningum borgarbúa í að kaupa niðurnídd hús ?


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Hvert ætli brunabótamatið á þessum húsum sé?

gummih, 31.1.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: gummih

Brunabótamat:
Laugavegur 4 = 25.240.000
Laugavegur 6 = 30.959.000

gummih, 31.1.2008 kl. 15:44

3 identicon

Ekki hægt

Að greiða starfsfólki á leikskólum, grunnskólum, lögreglu o.s.frv. sómasamleg laun.  Fjársvelti starfsemi tengdri öldruðum, fötluðum, sjúkum og einstæðum foreldrum o.s.frv. 

Hægt

Að kaupa upp hundakofa við Laugaveg fyrir hundruði milljóna til að friða miðbæjarmafíuna.

Manngæskan sem borgarstjórn og miðbæjarmafían sýna í verki verður vonandi minnisvarði sem verður öðrum þeirra falli.  Mér sem skatta og útsvarsgreiðanda er ekki skemmt. 

Vonandi kviknar í kofunum þegar enginn er nærri!

Björn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ekki gleyma því að þessi kaup eru fordæmisgefandi fyrir önnur hús á Laugaveginum og jafnvel í næsta nágrenni. Nú geta "fjárfestar" farið að kaupa upp hús, láta þau standa auð og í niðurníðslu og vera svo bara vissir um að borgin kaupi kofana á hundruðir milljóna!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.1.2008 kl. 18:20

5 identicon

Já það er ekki öll vitleysan eins:S

En keyrði framhjá þessum húsum í gær og satt að segja eru þetta ekki merkilegir kofar, ef kofa skildi kalla! Hins vegar held ég að þeir séu nú ekki að kaupa húsin sjálf eða að þau séu svo dýrmæt. Heldur er það lóðin sem þau standa á.

Ég held að venjuleg einbýlishúsalóð sé um 500-600 fm og eru slíkar lóðir að fara á um 11-12 milljónir sem gera um 20.000 kr  - 23.000 kr á hvern fm.

Ef við færum þetta yfir á þessar lóðir og án þess að ég viti hvað þær eru stórar, segjum bara 3.000 fm til samans þá er hver fm á 200.000 kr, u.þ.b tífalt á við það sem einbýlishúsalóð fer á.

En þetta er auðvitað mikill peningur á að líta en á móti kannski ekki svo mikill þegar það er búið að sneiða þetta aðeins niður þannig séð. Ég er þá að tala um að hægt er að byggja u.þ.b 2.500 fm skrifstofubyggingu á 5-7 hæðum jafnvel sem er talsvert.

 Annars eru þetta auðvitað getgátur varðandi stærð og annað þannig að meðan óvissan er til staðar og þekkingin lítil þá er best að leyfa núverandi borgarstjórn að vinna sína vinnu og leyfa svo kjósendum að dæma:)

En sammála því að skítt að geta hent 600 milljónum í þetta til að gæta einhverja skitinnar götuímyndar sem er einu sinni ekki til staðar og er frekar illa sjándi ef hún er þá til staðar meðan ekki séu leikskólar full mannaðir og ekki borguð almennileg laun!!:( 

Hjálmar (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband