Óhugnalegt

Það er óhugnalegt að hugsa til þess að beitt sé táragasi á sárafáa friðsamlega mótmælendur hér á Íslandi. Það væri gaman að sjá hvernig Björn "Die-Hard" Bjarnason myndi bregðast við ef alvöru uppþot yrði ? Myndi hann bara senda kjarnorkusprengju á liðið - eða jafnvel bara leyniskyttur ?

Finnst ykkur þetta eðlileg viðbrögð hjá yfirvaldinu ?


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er lítið annað hægt að segja en að þetta voru 100% lögmæt viðbrögð, punktur. Ég er MJÖG feginn að löggan drullaðist loksins til að gera eitthvað í þessu og sýna þessum skítalýð hreðjarnar, það eru takmörk fyrir því hvernig fólk má haga sér á Íslandi, og þegar fólk brýtur lög hvað eftir annað finnst mér það skylda stjórnvalda að taka á því og beita valdi. Finnst þér eðileg viðbrögð að grýta lögregluna?

Það er ekki hægt að flokka þetta sem 'ólögmæt' viðbrögð lögreglunnar eða dómsmálaráðherrra (ef hann kom eitthvað nálægt þessu, sem ég stórefast um). Loksins sýnir lögreglan að það er ekki hægt að gera það sem manni sýnist hérna á Íslandi, dómstólarnir eru hins vegar búnir að gefa þau skilaboð að mínu mati, en ég er búinn að fá nóg af þessu persónulega. Að mínu mati þarf að flengja helming Íslendinga reglulega og láta þá vita að þeir geta ekki látið eins og fífl endalaust og röflað svo um fasisma eða 'ólögleg' viðbrögð yfirvalda og lögregu þegar þeir drullast loksins til að gera eitthvað

Hafiði ekki tekið eftir því að þessir blessuðu bílstjórar líta allir út eins og þeir séu nýkomnir út af hrauninu? það kæmi mér ekki á óvart ef helmingur þeirra væri á sakaskrá.

helvítis skítalýður sem þarf að segja að halda kjafti í eitt skipti fyrir öll.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Blessunarlega erum við laus við að þú stjórnir landinu, þá væri nú allt í hers höndum hérna og ofbeldi beitt til að almúginn hlýði yfirvaldinu.

Auðvitað er ekki eðlilegt að grýta lögreglu en ofbauð mönnum ekki bara hvernig var verið að taka á mótmælendum ? Spyr sá sem ekki veit...

Svo held ég að við ættum að sleppa því að koma með fordóma á vörubílstjórana, jafnvel þó þú teljir þá líta út eins og glæpamenn. Myndir þú vilja fá svona stimpil á þig ef þú ynnir á löglegan hátt, værir löghlýðinn borgari en litir út eins og einhver staðalímynd af glæpamanni ? Því meirihluti vörubílstjóranna eru jú löghlýðnir borgarar...

Smári Jökull Jónsson, 23.4.2008 kl. 13:45

3 identicon

ég hafði ekkert á móti þeim þegar þeir voru bara löghlýðnir borgarar, ég missti allt álit á þeim þegar þeir byrjuðu að haga sér eins og hálfvitar. og já, það fylgir því að fá stimpil á sig þegar maður lætur eins og nautheimskur maður.

tek það fram að ég er ekki að tala um alla bílstjóra, besti vinur minn er vörubílstjóri, ég er að tala um þessa nokkra einstaklinga sem ættu heima í fangelsi en ekki á götum borgarinnar.

það er nauðsynlegt að mótmæla, en þegar mótmælin eru komin út í ofbeldi og lögbrot þarf ríkisvaldið og lögreglan að grípa í taumana! ertu ósammála því eða? megum við haga okkur eins okkur sýnist og kvarta svo þegar einhver gerir eitthvað í því? erum við smábörn?

Hannes Valur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað má ekki haga sér eins og maður vill, það segir sig sjálft. Eina sem ég var að velta fyrir mér var hvort lögreglan hefði brugðist of harkalega við - fólk hefur rétt til að mótmæla, svo framarlega sem það er gert á friðsamlegan hátt. Einhverjir gengur yfir strikið í dag í sínum mótmælum og sá sem kastaði steininum í lögreglumanninn hann á auðvitað bara að fá fangelsisdóm.

Smári Jökull Jónsson, 23.4.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Andri Ólafsson

Já þetta er dapurleg skipting á taktík hjá löggunni... þeir hefðu átt að halda sig við neftóbaksgjafir og spjall um meistaradeildina.

Andri Ólafsson, 23.4.2008 kl. 16:38

6 identicon

Mér finnst fyndin spurning dagsins í Fréttablaðinu í dag, "Þekkir þú kröfur vörubílstjóra?" Kannski lýsandi fyrir þetta ástand. Held þessi mótmæli séu búin að missa marks og farin að snúast um allt annað en kröfur þeirra!

Hvað varðar þetta ástand í gær þá er þetta aðeins of dramatískt af beggja hálfu. Lögreglan er að æsa upp lýðinn með því að kalla út einvherja sérsveit eða hvað það var og vopnaðir piparúða. Af myndum að dæma þá fannst mér lögreglan fara heldur út fyrir strikið, líkt og þessi lögreglumaður sem kallaði 50 sinnum gas og sprautaði því óspart, án þess að einhver ógnun hafi verið í kringum hann! Algjörlega óþarfi að mínu mati og í rauninni misnotkun á valdi af hálfu lögreglunnar!

Á hinn bóginn þá voru þessir mómælendur stór hluti unglinga sýndist mér sem voru að leita að vandræðum og æstust upp við aðgerðir lögreglunnar og sumir vörubílstjórar tóku virkann þátt. Og hvað er með þennan talsmann vörubílstjóra, Sturla. Þessi maður er ekki viðræðuhæfur í málefnalegar umræður og snýr út úr eins og honum hentar. Fullyrðir hægri vinstri að þjóðinn standi á bak við þá, síminn hleraður o.s.v.fr. Hlýtur að vera til betri talsmaður í þeirra röðum sem er hægt að ræða við á málefnalegum grunni á rólegu nótunum sem leiðir til lausna.

En annars er ég þannig séð hættur að styðja þetta. Var sniðugt hjá þeim fyrst, öflug og sjáanleg mótmæli sem höfðu áhrif en hefur farið út í öfgar sem enginn veit fyrir hvað þau standa lengur.

Hjálmar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:23

7 identicon

ekta íslenskt viðhorf : "ég styð þetta ekki lengur" og að geta ekki haldið út neinar mótbárur

 Ef þetta voru ekki bílstjórar þarna í gær heldur mest megnis krakkar - hvað er það þá sem bílstjórar hafa gert sem er svona hræðilegt?

Annars finnst mér lögreglan frekar hafa farið yfir strikið en hitt - vöruðu t.d. við gasinu eftir að þeir byrjuðu að úða í allar áttir - röltu inn í hópinn og hirtu nokkra útvalda af því að þeir sögðust eiga rétt á að mótmæla - og rifu svo burt bíla (skemmdu suma) sem ekki einu sinni voru á götunni heldur í löglegu stæði og voru því ekki "ógn við almannaöryggi "eins og þeir vildu meina. Þessi vinnubrögð skil ég ekki og finnst að lögreglan hafi gert margt sem þarfnast úrskýringar.

Annars mætti löggan líka alveg fara að færa helvítis bílinn af bílastæðinu mínu sem er nota bene einkastæði!!! Ég ætti kannski að láta draga hann í burtu???? svo lekur bensín úr druslunni líka - Allt gert til að vernda mannréttindabrjótana í Kína!!

kv. Erla

Erla Guðrún (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:09

8 identicon

Mótbárur segiru, hefði kannski átt taka fram afhverju maður er hættur að styðja þetta:S Svona er saga þessarra mótmæla:

Þeir byrja á því að loka gatnamótum Kringlumýrarbrautar og öðrum götum innanbæjar (enginn verulegur skaði skeður, fólk mætir í versta falli of seint í vinnu. Á þessum tíma fannst mér þessi mómæli í lagi og saklaus)

Þeir loka Reykjanesbraut( enginn skaði skeður í rauninni, nema að fólk sem á bókað flug sem það hefur greitt vænan pening fyrir missir af fluginu. Ég yrði ekki hress með þetta, en þú?:)

Þeir aka á 20-30 km hraða inn á Reykjavíkurveg þar sem bílar keyra á 80-100 km hraða og svína fyrir þá. ATH þetta eru ökutæki upp á nokkur tonn með tengivagna og allur pakkinn. Vísvitandi eða ekki, hef ekki hugmynd. (enginn skaði skeður en hefði getað endað með slysi, jafnvel banaslysi. Ég vil ekki taka þátt eða samþykkja slík mótmæli, en þú?)

Svo í gær fara þeir og loka götunni út úr bænum. Endar með múgæsing og lögreglan tekur til dramatískra aðgerða. Eins og ég sagði þá fannst mér þetta vera mikið af unglingum en líka vörubílstjórar (vildi einfaldlega setja alla undir sama hatt þar sem að mér sýndist á viðtölum að það voru einhverjir sem stóðu utan við þetta en hafa tekið þátt í mótmælunum). Menn hendandi grjóti og spreyjandi WD-40 (sem er smurning) í lögguna. Miðað við það sem ég sá í fréttum þá getur svona grjót drepið mann!

 Svo í þessum töluðu þá eru vörubílstjórar að veitast að lögregluþjónum sem voru að afhenda (voru reyndar ekki afhentir vegna óláta) þeim bílanna sem voru teknir í gær.

Hvar endar þetta? Þetta kallast allavega ekki friðsamleg mótmæli eins og þau byrjuðu fyrst og þau sem maður studdi!

Síðan kemur Sturla í Kastljósinu í gær og finnst þetta allt saman eðlilegt.....:S Hann gat þó reyndar beðið afsökunar þegar þeir svínuðu á bílanna á Reykjavíkurveginum, má eiga það. En fyrir alla muni, menn hljóta geta fundið annan mann innan vörubílsstjórastéttarinnar til að vera í málssvari fyrir sig!

Hjálmar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:11

9 identicon

Þetta mál hefur verið blásið ansi mikið upp og málefnið sem slíkt hefur að mestu leiti gleymst. En frá mínum bæjardyrum þá grunar mig að lögreglan hafi beitt þeim aðferðum sem þeir eru þjálfaðir í að beita. Þeir voru marg oft búnir að biðja vörubílstjóra og vegfarendur að yfirgefa svæðið/götuna. Ekki varð múgurinn við þessari beiðni og þá þurfti frekari aðgerðir. Fólk sakar lögregluna um að egna og æsa upp mannskapinn, en hvað gerðu vörubílstjórar og vegfarendur, jú bílstjórarnir höfðu í hótunum og vopnuðust spreybrúsum (sem eru að öllum líkindum mun hættulegri en mace-ið sem lögreglan notar) og vegfarendur grýta steinum, glerflöskum og eggjum í lögregluna sem er jú nota bene að sinna sínu starfi.

Aðferðir lögreglunnar við handtökur eru viðurkenndar, líta líklega illa út en að öllum líkindum er þetta besta leiðin til að hemja fólk sem er orðið æst og líklegt til alls. Vörubílstjórar og vegfarendur eru ekki alsaklausir eins og margir segja, því þeir voru að egna lögrelunni en ekki öfugt (að mæta í óeirðar búningi er ekki ögrun, bara skynsemi þegar mótmæli eru farin að ganga of langt, betra að vera viðbúinn heldur en ekki).

Hinsvegar ef við skoðum myndbrotið þar sem sýður uppúr milli þessara tveggja hópa þá sýnist mér að um misskilning sé að ræða hjá báðum hópum. Bílstjórinn ákveður að verða að bón lögreglunnar og ætlar að færa bílinn sinn, en í oforsi troða sér fleiri bílstjórar að bílhurðinni (gæti verið að múgæsingurinn sé orðinn svo mikill þarna að menn berast bara með flaumnum) og þá metur lögreglan aðtæður líklega þannig að nú sé kominn tími til að taka í taumana.

Löggæsla er erfitt, hættulegt og vanþakklátt starf sem ber að virða. Ég er ekki að segja að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin, enda eru allar þeirra aðgerðir skoðaðar gaumgæfilega í hvert skipti til að finna út hvað mátti betur fara, en þegar vegið er að lögrelunni á þennan hátt þá finnst mér Íslendingar verða sér til skammar.

Mótmæli eru nauðsynleg lýðræðinu, en það þarf að velja sér stað, stund og málefnanlegt málefni til að mótmæla. Svo þarf að standa að mótmælunum á málefnanlegan og gáfulegan hátt, ekki með hita og æsingi. En svo getur vel verið að ég sé hlutdrægur þar sem ég á skyldmenni innan lögreglunnar, en að mínu mati verður maður að láta skynsemina ráða ekki tilfinningarnar.

Takk fyrir, lifið heil!

Zindri Feiti (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:39

10 Smámynd: Andri Ólafsson

Vel að orði komist Zindri, eins og venjulega. Raggi yrði ánægður að heyra þetta. Ég fíla þetta

Andri Ólafsson, 26.4.2008 kl. 18:54

11 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Vel að orði komist Zindri !

Smári Jökull Jónsson, 26.4.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband