Hólmsteinninn í stuði

Hálf pínlegt að horfa á Hannes Hólmstein í föstudagsspjallinu í Kastljósinu. Hann er m.a. að reyna að verja Davíð Oddsson og segir þorra þjóðarinnar treysta honum mjög vel. Einmitt.

Svo er hann dónaskapurinn uppmálaður við Helga Seljan fréttamann (enda gat Helgi nú ekki annað en skellt upp úr nokkrum sinnum í spjallinu, greinilega gáttaður á Hannesi). Hann sleppti því t.d. ítrekað að svara spurningum, talaði niður til hans og svo þegar Helgi var að koma með spurningar inn í tal Hannesar (eins og nær allir fréttamenn gera í samtölum sem þessum), þá ítrekað beindi hann spurningum Helga burt með þeim orðum að hann hlyti að fá að klára mál sitt - klára þá eitthvað sem hann varð að koma á framfæri, eitthvað sem enginn vildi vita og hvað þá var búinn að spyrja um.

Svo klikkti hann út með því að spyrja Helga : ,,Ertu ekki sammála mér?," þegar hann hafði lokið einni af einræðum sínum um einn þátt þessa stóra bankamáls. Mjög eðlilegt að spyrja fréttamanninn hvort hann sé ekki sammála manni þegar hann er ekki í stöðu til að lýsa skoðun sinni.

Þetta var í versta falli vandræðalegt fyrir Hannes, en lýsir honum að ég held ágætlega. Hrokinn skein allavega í gegn.


mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mæn gott, hvað ég er ánægð að hafa misst af þessari hörmung.  Lýsing þín á viðtalinu vekur hjá mér ógleði!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.10.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 688

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband