Ögmundur !

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-Grænna, er í miklum metum hjá fjölda manns. Enda hefur hann margt gott verk unnið.

En áttar hann sig á því að um leið og hann bendir á að ríkisstjórnin sem umboðslaus og þar krefjist endurnýjunar, þá er það krafa fólksins að einnig sé stokkað upp í hans flokki. Að honum sé stokkað burt og nýju fólki gefið færi á að komast að.

Ég hef ekki mætt á mótmælin við Austurvöll, aldrei staðið til og ég býst ekki við að mæta þangað. Samt sem áður tel ég nauðsynlegt að kjósa upp á nýtt, skipta þurfi um fólk í ríkisstjórn og hjá ríkisstjórnarflokkunum. En þá er það jafnframt mín krafa að flokkar í stjórnarandstöðu stokki upp hjá sér, sjálfsögð krafa finnst mér.

Framsóknarflokkurinn er búinn að stokka upp hjá sér og á eftir að koma í ljós hversu mikil uppstokkunin í hugmyndafræðinni verður í raun og veru, menn eru ekki sammála um það.

Vinstri-Grænir verða að fylgja í kjölfarið ef taka á mark á þeim í komandi umræðu. Áttaðu þig á því Ögmundur Jónasson !


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega er þingflokkur VG sá yngst á sem á setu á Alþingi í dag. Flest þeirra komu inn í síðustu kosningum.

Skil ekki alveg af hverju þarf svona mikla uppstokkun á þeim bænum. 

Án þess að ég sé að taka upp hanskann fyrir VG sérstaklega þá finnst mér þessi krafa svolítið skrýtin. 

Á Ögmundur að fara bara vegna uppstokkunar. Á Jón Magnússon hjá Frjálslyndum að fara bara vegna uppstokkunar.  Á Grétar Mar að fara bara vegna uppstokkunar.  Á Katrín Jakobsdóttir að fara bara vegna uppstokkunar.

Þetta er alltaf spurning um hvaða rödd menn tala á þingi og hvaða verkum þeir hafa komið að og ekki komið að. 

Hélt við værum að krefjast kosninga til að fá breytt valdahlutföll á Alþingi og í framhaldinu betri ríkisstjórn en nú situr. 

Verðum að vara okkur á því að "það eru margir lýðskrumarar á götum úti en mjög fáir leiðtogar". 

101 (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:21

2 identicon

Ég skil ekkert í því að maður eins og þú Smári Jökull skulir gera kröfu á eitt eða neitt. Ef þú átt hæg heimatökin og gætir mætt á mótmælafundi, þá gætir þú krafist einhvers af Ögmundi.  En þar sem þú virðist ekki vilja eða þora að mæta þá skalt þú láta af öllum kröfum .  Enginn þingmaður/kona getur borið sig saman við Ögmund.  Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælanna, ef við tölum um mann með sterka siðferðisvitund og þroska. 

Ögmundur Jónasson er eina græna tréð á alþingi.

J.þ.A (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Gott að tala um að ég þori ekki að mæta á fundi, svo getur þú/þorir þú ekki að skrifa undir fullu nafni. So be it.

Ég er bara alls ekki sammála þér með að Ögmundur hafi sína hæla þar sem enginn kemst með tærnar, með fullri virðingu fyrir honum. Hann ber líka ábyrgð (þó hún sé önnur en þeirra sem stjórna), búinn að vera í stjórnarandstöðu og hann er t.d. einn af þeim sem hefur verið lengur en síðan í síðustu kosningum. Það má alveg stokka honum eins og öðrum. Svo eru auðvitað sumir sem gætu alveg átt erindi lengur. Þetta snýst um að við, kjósendur, fáum að velja upp á nýtt og að nýtt fólk fái tækifæri til að komast að. Líka hjá Vinstri-Grænum - allavega virðist vera nóg af fólki úr þeirra röðum sem er tilbúið að segja sína skoðun.

Svo er auðvitað fáránlegt að halda því fram að ég geti ekki krafist neins af þingmönnum þar sem ég mæti ekki á mótmælafundi. Hvaða vitleysa er það ! Það er alveg rétt hjá þér að mig langar ekki að mæta á þessa fundi og hefur það ekkert með þor að gera. Það er hins vegar fáránleg röksemdafærsla hjá þér að þar sem ég mæti ekki á þessa fundi þá geti ég ekki komið með kröfur og óskir til þingmanna.

Krafa fólks um kosningar er ekki bara til að eiga möguleika á að skipta út þeim flokkum sem þar eru. Þeir sem eru í stjórnarandstöðu hafa allavega ekki gefið mér ástæðu til að ætla að þeir séu verðugir eftirmenn. Krafan um kosningar snýst í mínum huga um það að fólkið í landinu fær þá tækifæri til að velja, bæði með því að velja fólk á framboðslista (að því gefnu að prófkjör verði opin, sem mér finnst nauðsynlegt) og svo með því að kjósa í kosningum.

Ef fólkið nýtir sér þann rétt, þá hlýtur lýðræðið að sigra - ekki satt ?

Smári Jökull Jónsson, 20.1.2009 kl. 22:11

4 identicon

S.J.

Jú, ég er þér alveg sammála um að það er lýðræði. Ég get líka verið sammála um að það þurfi að stokka upp í öllum  þessum roðhænsnum sem kalla sig þingmenn/konur.  Ein undantekning, það er Ögmundur Jónasson, hann er eins og perla á skítahaug.

J.þ.A (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:45

5 identicon

Þú segir: "Krafan um kosningar snýst í mínum huga um það að fólkið í landinu fær þá tækifæri til að velja, bæði með því að velja fólk á framboðslista (að því gefnu að prófkjör verði opin, sem mér finnst nauðsynlegt) og svo með því að kjósa í kosningum." Er það ekki nákvæmlega þetta sem Ögmundur er að segja Smári, skáfrændi minn.. Hann krefst í það minnsta aðgerða. Svo skil ég ekki þessa afstöðu gagnvart ábyrgð stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega gagnvart VG sem hefur hvorki fyrr né síðar komið að þessum málum barist og "röflað" og vitna í þig aftur Smári Jökull : Samt sem áður tel ég nauðsynlegt að kjósa upp á nýtt, skipta þurfi um fólk í ríkisstjórn og hjá ríkisstjórnarflokkunum. En þá er það jafnframt mín krafa að flokkar í stjórnarandstöðu stokki upp hjá sér, sjálfsögð krafa finnst mér."

Hverja langar þig að kjósa?

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Perla á skítahaug !  Góður þessi. Vissulega er skítahaugurinn til, en hvort Ögmundur er perla á við aðra þingmenn það ætla ég að minnsta kosti ekki að skrifa undir.

Vissulega hefur stjórnarandstaðan sagt ýmislegt og "röflað" nóg, og hafa m.a. bent á að breyta þurfi til - sem er vel. En ástæðan fyrir því að margir vilja endurnýjun hjá þeim líka, er sú að það treystir ekki þeim sem eru í forystu fyrir stjórnarandstöðuna til að stjórna landinu. Allavega geri ég það ekki. Þess vegna er nauðsynlegt að stokka upp hjá öllum - til að nýtt fólk hafi möguleika á að komast að.

Stjórnarandstaðan ber vissulega ábyrgð, en eins og ég tók fram þá er sú ábyrgð önnur en hjá þeim sem stjórna. En alþingismenn minnihlutanst hljóta líka að bera ábyrgð. Það hefur aftur á móti sýnt sig vel undanfarnar vikur hversu veikt Alþingið er og vald stjórnarandstöðu er auðvitað ekki mikið. Hvert finnst þér vera hlutverk stjórnarandstöðu Jórunn ?

Varðandi það hverja mig langar að kjósa þá kaus ég Samfylkingu síðast en það þarf að eiga sér stað uppstokkun þar eins og annars staðar. Ég veit allavega hverja mig langar ekki til að kjósa, en mér finnst í raun erfitt að gefa hreint svar fyrr en maður sér hver uppstokkunin verður.

Smári Jökull Jónsson, 21.1.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: besservissinn

Sælir,

Það er kannski furðuleg krafa að stokka uppí VG þar sem flokkurinn virðist nú samanstanda af tiltölulega nýju fólki. En ef maður horfir til þess hverjir stjórna þessum flokki, Ögmundur og Steingrímur, þá hafa þeir nú verið ansi lengi á sjónarsviðinu og vægast sagt fengið orð á sig sem nöldrarar. Eftir allt þá var þetta nöldur kannski bara réttlætanlegt, en eru það ekki einmitt algjörlega þeirra mistök að láta sín málefni eilíft hljóma eins og nöldur?

Ef VG myndi stokka upp eins og framsókn hefur gert er það væntanlega gert í sama tilgangi og hjá framsókn, til að auka fylgið - enda var fylgið hjá framsókn orðið álíka mikið og eiginfé bankanna mánuðina fyrir hrun. Þegar uppi er staðið er maður að kjósa fólk held ég. Stefna flokksins skiptir ekki máli ef maður hefur ekki trú á fólkinu sem flytur hana. Held það séu mjög margir sem kjósa EKKI VG útaf einmitt þeim tveimur, Steingrími og Ögmundi. Hinsvegar held ég að það séu margir líka sem kjósa VG bara útaf þeim tveimur. Þannig það er ekkert auðséð að það borgi sig hreinlega fyrir VG að stokka upp eins og framsókn hefur gert. Það er ekki ólíklegt að þeir missi fleiri kjósendur en þeir græða...

besservissinn, 21.1.2009 kl. 00:21

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Held það sé þannig hjá öllum flokkum, fólk kýs hann útaf einhverju ákveðnu en svo eru aðrir sem kjósa hann ekki, útaf sama máli/einstaklingi.

Það eru margir innan raða VG, eins og Katrín, Árni Þór o.fl. sem eru ný á bekkjum Alþingis. Þau eiga eflaust eftir að vera þar áfram og orð mín um uppstokkun beindist nú ekki endilega að þeim. Ég vil einfaldlega uppstokkun hjá öllum - fólk sem telur sig eiga erindi áfram getur þá boðið fram krafta sína og fólkið hefur valdið til að hafna eða ekki.

Smári Jökull Jónsson, 21.1.2009 kl. 00:26

9 identicon

Ég er einn af þeim sem kýs VG vegna Ögmundar en ekki þrátt fyrir hann. Hann hefur manna mest barist gegn einkavæðingunni á alþingi og kannski er það þess vegna sem hann er kallaður nöldurseggur. En það var einmitt glórulaus sala bankanna sem hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í í dag.

Alveg er mér sama hvernig Samfylkingin tekur til í sínum ranni, ég ætla ekki að kjósa hana, einkum og sér í lagi vegna stefnu hennar en ekki vegna þeirra sem hún býður fram til að fylgja henni á alþingi. 

Þeir sem ekki ætla sér að kjósa VG ættu bara ekki að vera að pæla í því eða leggja á ráðin hverja VG býður fram til að fylgja sínum stefnumálum.

101 (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: besservissinn

"Þeir sem ekki ætla sér að kjósa VG ættu bara ekki að vera að pæla í því eða leggja á ráðin hverja VG býður fram til að fylgja sínum stefnumálum." Þessu er ég algjörlega ósammála því það skiptir öllu máli hvaða fólki maður treystir til að fylgja eftir stefnumálum flokksins. Sjáum t.d. samfylkinguna, ekki fer nú mikið fyrir að þeirra stefnumálum sé framfylgt - og það er engum öðrum að kenna en fólkinu sem fer fyrir flokknum...

besservissinn, 21.1.2009 kl. 00:55

11 identicon

Ég er nú svolítill "besserwisser" líka.

Þessi athugasemd um Samfylkinguna er athyglisverð fyrir síðuhaldara að draga lærdóm af.

Þar er kannski meiri þörf á endurnýjun og uppstokkun úr því núverandi fulltrúar stefnu þess flokks hafa algjörlega gengið undan merkjum. 

Það hefur Ögmundur allavega ekki gert ennþá og því treysti ég honum þangað til hann verður ber að einhverju öðru.

Og Steingrími líka jafnvel þó hann hafið verið lengi á þingi.  Það er nefnilega ekki lengd þingsetunnar sem skiptir máli heldur hvernig menn rækja þann málstað sem þeir eru kjörnir útá.

101 (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:05

12 identicon

Steingrím J. þekki ég ekki neitt ég tel hann svona miðjumann í öllu moðinu þarna niðr'í alþingi. Aldrei skyldi ég kjósa Samfylkinguna. Kratar eru og verða allaf kratar.  Bittlingasinnaðir pota sér á þá staði sem möguleiki er að þeir geti fótað sig. Og þar sitja þeir svo lengi sem sætt er. T.D. tryggingastofnun Ríkisins.   Hvað eru kratar búnir að drottna lengi þar?  Og hvað svo. fólk sem á réttindi  að sækja  þangað lepur dauðan úr skel.  En laun forstjóra og annara  möppudýra er sótt til erlendra fyrirmynda, með þeim skilaboðum "annars missum við allt hæft fólk úr landinu" ef við borgum ekki mannsæmandi laun.  Þetta eru þjófar og  svindlarar upp til hópa og eiga  að fara bak við lás og slá.

J.þ.A (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:18

13 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég byrjaði á því að segja að Ögmundur hefur unnið að mörgum góðum verkum, þó svo að ég sé ekki sammála því að hann sé einhver heilagur guð inni á Alþingi eins og sumir þeir sem skrifa hér virðast halda. Ég hef t.d. ekki séð neinar almennilegar lausnir um það hvað hann og félagar í VG myndu gera, ef þeir væru í stjórn akkúrat núna. Og þá er ég ekki að tala um, hvað þeir hefðu gert, heldur hvað þeir myndu gera núna til að reyna að bæta úr ástandinu.

Það getur vel verið að maðurinn sé perla, en ekki hef ég áhuga á að kjósa hann - hvorki út á hans persónu né vegna þeirra mála sem hann hefur reynt að fylgja eftir.

Smári Jökull Jónsson, 21.1.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband