Færsluflokkur: Pepsi-deildin
9.8.2008 | 20:36
Mogginn að klikka !
Mogginn lýgur aldrei var sagt. Það er nú bara ekki rétt, allavega ekki ef við miðum við þessa grein.
Markvörður Blika heitir ekki Anna Birna Þorvarðardóttir, heldur Elsa Hlín Einarsdóttir. Anna Birna er útileikmaður og hefur leikið sem slíkur nokkuð lengi.
Fixa þetta Moggamenn !
Dramatík á Kópavogsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 10:48
Stuðningsmenn Vals
Valsmenn eiga marga góða stuðningsmenn, eins og mörg önnur félög. Það sem hefur þó oft vilja loða við suma stuðningsmenn Vals, er að eitthvað tilefni þarf til að þeir fjölmenni almennilega. Það þarf helst að vígja nýjan völl, nýja stúku, halda afmælishátíð tja eða hreinlega fagna Íslandsmeistaratitli til að fólk mæti á svæðið. Kampavínið þarf helst að vera fljótandi úti um allt.
Til dæmis var frekar fámennt meðal Valsmanna í gær, Íslandsmeistaranna sjálfra, á Kópavogsvelli þegar þeir töpuðu gegn HK (enda ekkert kampavín í boði. Auk þess fór stór hluti stuðningsmannanna áður en leikurinn var úti þar sem útséð var um að Valur myndi tapa. Sumir voru þó áfram og kláruðu leikinn, og sungu meira segja stuðningssöngva þegar leikmenn gengu af velli. Það er gaman að því, en fellur þó í skuggann af því þegar hin 90% gengu af velli áður en leikurinn kláraðist.
Miðað við það hversu stór klúbbur Valur er þá myndi maður ætla að styrkleiki stuðningsmannahópsins væri í samræmi við það. En svo virðist ekki vera, og þetta er meira segja nokkuð altalað meðal íþróttaáhugamanna því ég hef heyrt talað um þetta oft og mörgum sinnum áður.
Nú er ég alls ekki að segja þetta til að móðga einn né neinn, bara svona að útskýra mína upplifun.
Stíflan brast með stæl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar