Klúður hjá RÚV - glæsilegt hjá Jóhönnu.

RÚV átti frekar neyðarlegt klúður á vefsíðu sinni í kvöld. Þar var birt frétt um að Ísland hefði orðið í 7.sæti í undankeppninni í kvöld af þeim tíu þjóðum sem fóru áfram. Ég var nú svolítið hissa enda þóttist ég vita að úrslit úr undankeppnunum sjálfum væru ekki tilkynnt fyrr en eftir lokakeppnina á laugardaginn, nema auðvitað að því leyti hvaða lönd færu áfram, en ekki í hvaða röð þau voru kosin áfram.

Þegar ég kíkti svo hingað á mbl.is og á vísi.is þá sá ég hvernig var í pottinn búið. Á báðum þessum síðum voru fréttir um að Ísland væri númer sjö í röðinni á svið á laugardaginn. Greinilegt er að fréttaritari Rúv.is hefur misskilið erlendar fréttir svona svakalega, enda er búið að fjarlæga fréttina af vefsíðu RÚV.

Annars var flutningur Jóhönnu Guðrúnar alveg sérstaklega glæsilegur í kvöld og greinilegt að fólkið í salnum kunni sömuleiðis vel að meta söng hennar, enda heyrði maður ánægjuhróp áhorfenda á meðan á laginu stóðu, og svo sömuleiðis var hrópað "Iceland, Iceland" þegar verið var að tilkynna hvaða þjóðir færu áfram.

Spurning hvort þetta sé ár "Jóhönnunar" ? Jóhanna Sig, Jóhanna Guðrún...


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Jóhönnu Guðrúnu

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband