12.5.2009 | 14:29
Hvað vill Svandís gera ?
Ég hef töluverðar mætur á Svandísi Svavarsdóttur og hlynntur því að hlutfall kynja sé sem jafnast í stjórnunarstöðum, eins og til dæmis í ríkisstjórn, án þess þó að þar sé hæfari einstaklingum hafnað bara til að jafna út kynjahlutföllin.
Nú má skipta ríkisstjórninni í þrjá hópa. Ráðherra Samfylkingar, ráðherra VG og svo utanþingsráðherra. Utanþingsráðherrarnir eru tveir, karl og kona. Svo hafa ráðherrar VG og Samfylking 5 ráðherra hvor flokkur og það gefur auga leið að í 5 manna hópi er fleira af öðru kyninu en hinu.
Það gefur því auga leið að nema flokkarnir ætli að fara að vesenast í kynjahlutföllum hins flokksins (að SF krefjist að VG verði með 3 konur, eða þá öfugt) þá er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði eins og hún er nú, 7 af öðru kyninu en 5 af hinu.
Hvaða leið vill hin ágæta Svandís Svavarsdóttir fara í þessu máli?
Reyndar hefði ég alveg verið til í að fórna einum karlmanni í ráðherrahópi VG, því það finnst án nokkurs vafa hæfari kvenmaður í þeirra þingmannahópi en sá einstaklingur sem er Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Karl stendur upp fyrir konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Formannsslagur hafin.
JK (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:37
Það hefði verið hægt að sleppa því að gera Kristján Möller og Jón Bjarnason að ráðherrum, málið leyst.
BB (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:48
Ef bæði Möller og Jón Bjarnason hefðu verið látnir fara, og tvær konur settar í staðinn þá væri staðan alveg eins - bara á þann veg að fleiri konur væru en karlar.
Er það eitthvað betra ?
Smári Jökull Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.