Við hverju bjóst fólk?

Það var vitað mál eftir hrunið í haust að mæta þyrfti auknum skuldum með því að hækka skatta og önnur gjöld. Það eru aðgerðir sem enginn er ánægður með. Hélt fólk virkilega að við kæmumst í gegnum þetta án þess að það kæmi við pyngjuna hjá hinum almenna borgara? Það var því miður aldrei möguleiki.

Að tengja þetta sérstaklega við það að vinstri flokkarnir séu við völd er svo mjög ósanngarnt. Ef nú væri við völd ríkisstjórn B og D, sem blessunarlega er ekki, þá þyrftu þeir að ganga í sömu verk. Að hækka skatta og hækka gjöld, jafnvel þó þeir reyni að ljúga að þjóðinni um að þeir myndu aldrei ganga þannig til verks. Lýðskrum af versta tagi.

Svo kemur auðvitað líka til sársaukamikils niðurskurðar, sársaukameiri en fólk gerir sér grein fyrir - sérstaklega hjá þeim sem lifa ennþá í 2007.

En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.

Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.

Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 04:37

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Veistu nei, ég held ekki...

Smári Jökull Jónsson, 29.5.2009 kl. 04:40

3 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Láttu mig heyra það, ekki málið, allt sem ég seigi eða skrifa.. Ég hef fundið meira en eina heimild. Það er ótrúlegt hvað mikið efni er þarna úti sem skýrir hlutina rétt.

ef þú efast eithvað, þá skal ég gera mitt besta að finna heimildir sem bakka upp hvað ég er að rugla um.. En þangað til reyndu að lesa þessa bók, hún virkilega oppnar augun hjá mannni.

http://www.scribd.com/doc/6249521/Synagogue-of-Satan-with-Colour-Photos-Andrew-Carrington-Hitchcock

Kveðja, Svenni

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 04:49

4 identicon

Hvernig væri að leita peninganna í skattaskjólin, sem að búið er að veita heimild til að gera?. Hvernig væri að draga útrásarvíkingana til ábyrgðar með sín þúsunda milljarða stuldur?

Allt um þetta og meira til í þætti á RÚV næstkomandi miðvikudagskvöld þar sem að verður ítarlegt viðtal við Evu Joly. Skori á ykkur að horfa á það.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 06:22

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

þessar hækkanir eru afar illa ígrundaðar svo veikt verði að orði komist.  Þær hækka skuldir heimilana um 8 miljaðra en eiga að skapa á þessu ári tekjur fyrir ríkissjóð uppá 2.7 miljarða.  nær lagi væri að hækka tekjuskatt uppí svona 45% sem myndi jafnast betur, ríku borga meira og hækkar ekki vísitöluna og þar með verðbólguna. og við myndum líklega geta slepp hækkunum í heilbrygðiskerfinu. 

En best væri að taka verðtrygginguna ur sambandi allavega rétt á meðan svona gjöld og neysluskattar eru hækkaðir, þ.e. ef slíkt er hægt.

Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 08:49

6 identicon

byrja allir vinstri bloggararnir að afsaka þetta og bla bla bla, talandi um hvað þetta er erfitt og bla bla bla, ropa út úr sér sömu rullunum og jóhanna og steingrímur eru að fara með.

Það hefur verið bent á hversu yfirnátturulega heimskuleg þessi aðgerð er, ekki nóg með að hún skili minna í kassan en fyrst var haldið að þá eru þessi liðir vísitölutengdir og gera það að verkum að þetta ekki bara minnkar í buddunni hjá fólki heldur hækkar þetta lánin þeirra líka, snilldar útfærsla hjá þessum flokkum eða þannig. Og með hækkandi álögum á áfengi gerist hvað?? Jú, núna spretta aftur fram allir landabruggarar landsins eins og í denn og fara að brugga enda komin næg eftirspurn eftir ódýrum landa, þannig að á endanum mun líklega áfengishækkunin aðeins skila sér í minni verslun við átvr og hækkandi lánum landands, og það þarf ekkert að taka það fram hvað hækkun á hæsta bensínverði í heimi gerir fyrir fólk. Vinstri flokkarnir eru mættir.

Hákon (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Nú kenur sykurskatturinn að góðum notum til að ná nokkrum krónum í fyrirsjáanlegri aukningu á heimabruggi.

Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 09:28

8 identicon

Þarna er ríkisstjórnin, að níðast á þeim, er hlífa skyldi, rónum og ræflum, sem ekki hafa ofan í sig og á og  hafa einhverra hluta vegna ekki þann viljastyrk, sem þarf  til að hætta að reykja og hætta að fá sér  í tána. Þetta fólk kvartar aldrei, og á sér fáa málssvara. þessi hópur  er ekki fastagestur í fríhöfnum eða getur orðið sér út um ódýran neysluvarning af þessu tagi, nema þá að betla af betur hafandi. Að betla verður vafalítið  hlutskipti æ fleirri í nánustu framtíð. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar er  lákúrulegt og ber vott um málefnafátækt og raunverulegt úrræðaleysi. þarna er, enn einu sinni og enn og aftur verið að nota sér  eymd annarra í sinni ömurlegustu mynd.  Var skjaldborgin um heimilin og fólkið í landinu, kanski bara skýjaborg? 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:06

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þórkatla: Ætli menn reyni ekki að sækja pening þangað líka. Það er nefnilega það sem menn þurfa að gera sér grein fyrir, að það er ekki nóg að sækja sér pening á einn stað þar sem gatið er ansi stórt sem þarf að brúa.

Hákon: Já, vinstri flokkarnir eru mættir til að þrífa upp skítinn sem Sjálfstæðisflokkurinn með aðstoð Framsóknar hefur skilið eftir. Það er því miður ansi kostnaðarsamt að þrífa upp þennan skít og það mun almenningur þurfa að borga.

Auðvitað er eðlilegra að hækka neysluskatta frekar en þjónustugjöld, því ef mönnum finnst eldsneytið og áfengið orðið of dýrt fyrir sig þá er einfaldlega hægt að breyta sinni neyslu hvað þetta varðar.

Smári Jökull Jónsson, 29.5.2009 kl. 10:14

10 identicon

En er það réttlátt að velja úr eina vörutegund sem margir kaupa aldrei, frekar en að t.d. bara hækka virðisaukaskatt eða tekjuskatt. Þessi andskotans forræðishyggja er óþolandi.

Óli (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:18

11 identicon

Það væri líka hægt að einkavæða þjóðkirkjuna, þá myndi mikið sparast. Fólk sem hefur sjálfstæða hugsun myndi þá ekki borga neitt til þessarar óþörfu stofnunar.

Óli (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:22

12 identicon

Sæll frændi, því miður verð ég að hryggja þig með því að þetta er bara heimsk Excel stærðfræði!  Alveg er það óþolandi, og um leið sorglegt, hvað fáir þingmenn (ef einhverjir) spá í hvað hækkun þessarra gjalda hefur á sölu, og þar með heildarmyndina. 

Ef sala á eldsneyti og áfengi dregst saman vegna þessarra hækkanna (sem hún mun og gera), þá minnka líka tekjur ríkisins.  Hver er þá raunverulegi ágóðinn af þessum hækkunum?  Hann er enginn!  Ríkið situr eftir með mun minni skatttekjur, jafnvel töluvert minni en áður.  Frábært.

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:08

13 identicon

SKJALDBORGIN???

Steini (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:23

14 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Gott og vel frændi, það getur vel verið að þetta sé rétt hjá þér. En það sem fer í taugarnar á mér er ábyrðgarleysi minnihlutans sem heldur því fram að þeir færu ekki í þessar aðgerðir (þá meina ég hækkun skatta og gjalda) ef þeir væru við völd. Það er því miður nauðsynlegt að hækka einhverja skatta og einhver gjöld.

Auðvitað er hægt að rífast um hvar er "best" að hækka með tilliti til tekna ríkisins og hvernig það snertir almenning. Það snertir t.d. ungt fólk ef ríkið ætlar að afla peninga með því að setja á skólagjöld í háskólanum eða ef sveitarfélögin hækka leikskólagjöld (eins og meirihlutinn í Reykjavík er búinn að gera). Er það eitthvað sem við viljum frekar?

Ég held einfaldlega að menn verði að reyna að afla tekna hvar sem er, hvort sem það er með hærra áfengisgjaldi, með því að sækja peninga útrásarvíkinga, aðskilnað ríkis og kirkju, niðurskurði í utanríkisþjónustu eða með hækkun tekjuskatts.

Eitt er víst, sársaukafullar verða þessar aðgerðir og óvinsælar.

Smári Jökull Jónsson, 29.5.2009 kl. 21:39

15 identicon

Sæll frændi, það er EINMITT málið!  Það þarf að VITA hvar á að hækka tekjur ríkisins.  Hækkaðar skatttekjur sem verða til af neysluvörum eins og eldsneyti og áfengi munu ekki skila neinu í Ríkiskassann, BARA hækkunum á lánum okkar þar sem þau eru tengd neysluvísitölum.  Þetta EIGA menn að vita!  Lærðu menn aldrei neitt um BESTUN?  Sjá menn ekki heildarmyndina?  Það að lækka skatta getur líka HÆKKAÐ skatttekjur Ríkissjóðs!  Svipað gerðist t.d. þegar hátekjuskattur var lagður af (hvað sem menn vilja væla um það), þá sáu margir fram á að það var ekki þess virði að fela háar tekjur fyrir Ríkinu og tilkynntu því fullar tekjur => Ríkið græddi!  Ef neysla eykst, aukast tekjur Ríkissjóðs af neyslusköttum.  Menn þurfa því að leita að skurðpunktum sem HÁMARKA tekjur Ríkisins, EKKI horfa í heimska prósentutölu í Excel skjali sem ekki er tengt umheiminum og neyslumynstri fólks.

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband