Gott framtak

Þetta er auðvitað það sem þarf að gera, ekkert flóknara en svo. Það þyrftu að vera til harðari refsingar við brotum sem þessum. Ég væri til í að vita á hvaða stað það var þar sem neyðarútganginum var læst með lykli, ég myndi athuga vel hvort mig langar þangað í bráð.

Annars hefur maður nú stundum spáð í þegar maður er úti að skemmta sér, hvernig fólk færi eiginlega að ef það myndi kvikna í. Á sumum stöðum sér maður ekki alveg fyrir sér að allur skarinn geti yfirgefið staðinn á sama tíma, ég tala nú ekki um ef meirihlutinn þarf að koma sér niður einn lítinn stiga til að komast út - eins og t.d. er á Bar 11. Ég tek samt fram að ég þekki nú ekki alveg brunaútgönguleiðirnar á þeim stað og getur vel verið að einhver önnur leið sé heldur en niður blessaðan stigann. En maður ímyndar sér allavega að með suma staði gæti verið flókið mál að koma öllum út.

Þetta minnir mig annars á það að ég þarf að rifja upp neyðarplanið með krökkunum í bekknum ef svo illa færi að það kviknaði í. Það er svosem ekki flókið í framkvæmd því við erum í sömu stofu og í fyrra, samt betra að hafa þetta á hreinu...


mbl.is Dauðagildrur fundust í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband