Ókeypis skólaganga

Fólk sem greiðir tekjuskatt til sveitarfélagsins er í leiðinni að borga hluta af þessari milljón sem kostar fyrir sveitarfélögin að mennta barn yfir árið. Er sanngjarnt að sumir borgi ekkert fyrir skólagöngu barnsins síns ?

Þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, en ekki tekjuskatt, þeir greiða ekkert í útsvar til sveitarfélagsins. Því eru þeir ekki að borga neinn hluta af þessari milljón og börn þeirra fá því ókeypis skólagöngu. Oft er það þannig að þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, eru þeir sem hafa það gott peningalega séð.

Það er eitthvað bogið við það að hópur sem borgar ekkert til samfélagsins (a.m.k. í formi tekjuskatts) fái þjónustu frá samfélaginu frítt.

Sorry Hjördís - stal þessari umræðu aðeins frá þér Smile


mbl.is Grunnskólanemendur kosta milljón á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki svolítið svoleiðis í þessu þjóðfélagi að þeir sem hafa það best þurfa að borga minnst og þeir sem eiga minnst og þurfa að puða fyrir hverri krónu þeir þurfa að borga mest?????

Þetta er svolítið öfugsnúið.

Bjarney (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:54

2 identicon

sammála, það er alltaf bogið við það að borga ekki neitt en fá eitthvað í staðinn.

Eygló Egils (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, og ekki bara grunnskólagöngu barna sinna heldur líka niðurgreidda leikskólavist, sundferðir og allt annað sem sveitarfélögin reka!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 21:24

4 identicon

Hinsvegar má alltaf líta á þetta þannig að þessi peningur skilar sér alltaf til okkar borgaranna! Þá er ég að meina að þá hefur ríkið pening milli handanna, annars myndi þetta fólk sem getur lifað af fjármagnstekjum (sem ég býst við að eru all flestir mjög efnaðir einstaklingar) fara úr landinu með peninginn!

En annars væri í lagi að sveitarfélögin fengju eitthvað af þessum peningum til sín!

Hjálmar (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:02

5 identicon

Hihi... allt í góðu. Ég er alltaf fegin að fólk sé tilbúið að tala um mikilvæg málefni sem skipta okkur öll máli!! :)

Hjördís (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:39

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað eiga sveitarfélögin að taka eitthvað af peningunum til sín ! Þau standa flestöll mjög illa fjárhagslega og auðvitað hlýtur hluti vandans að vera sá að fólk er að fá ókeypis þjónustu frá sveitarfélaginu...

Smári Jökull Jónsson, 30.9.2007 kl. 19:40

7 identicon

Reyndar er þetta ekki rétt varðandi sveitarfélögin að þau standi illa. Hvort það hafi verið í gær eða fyrradag að þá standa þau nokkuð vel að mér skildist en misjafnlega vel eins og gengur og gerist!

En það breytir því ekki að það hlýtur að teljast eðlilegt að það borgi allir sína skatta bæði til ríkis og sveitarfélaga...

Hjálmar (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:26

8 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Nei, Hjálmar nú ertu alveg.... það eru örfá sveitarfélög sem standa vel fjárhagslega, sum standa ágætlega en allt of mörg geta varla þjónustað íbúa sína með lögbundundinni þjónustu öðruvísi en að taka lán fyrir halla á rekstri sveitarfélagsins!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 1.10.2007 kl. 12:04

9 identicon

Nú hef þá heyrt og horft eitthvað vitlaust. horfði reyndar með öðru auganu á þetta:) Fannst eins og það hefði verið nokkuð margar grænar tölur á skjánum;)

En eru það þá ekki þessi stærstu sem eru að skila vel af sér, t.d Akureyri, kópavogur, Hafnarfjörður ooog Vestmannaeyjar.

Hjálmar (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:29

10 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hafnarfjörður og Kópavogur eru þau sveitarfélög í hvað bestri stöðu held ég, enda fjölgun íbúa verið mikil og auknar tekjur í kjölfarið. Við skulum líka athuga það að rekstur Vestmannabæjar hefur verið gríðarlega erfiður undanfarin ár og einungis sala á hlut bæjarins í HS sem hefur breytt einhverju þar um.

Þannig að það er svolítið mikið að fullyrða að Vestmannaeyjar skili vel af sér...

Smári Jökull Jónsson, 1.10.2007 kl. 15:36

11 identicon

Er nú ekki að fullyrða um það, las viðtal við Elliða um daginn og þar sagði hann að staðan væri góð. T.d hefur ekki verið tekin nein lán á þessu ári til að halda rekstrinum áfram. Þannig að ég álykta það sem svo að reksturinn standi undir sér og að ekki hafi salan á HS verið tekin þar inn í eða gert ráð fyrir henni þar sem að hún fór í gegn í sumar eða nú á haustdögum.

Þannig að reksturinn virðist ganga vel að mér skilst, allavega þokkalega! Og held ég að það megi þakka ónefndum fyrrverandi bæjarstjóra grunninum af því þar sem að hann leit á bæjarsjóð sem rekstur en ekki eitthvert opinbert apparat þar sem endalaust er að steipa í skuldir. Einnig virðist núverandi bæjarstjón byggja og fylgja þessum grunni sem hefur verið byggður af vorverum sínum sem er gott!

Hjálmar (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:24

12 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Enda er búið að skera niður mikið af þeirri þjónustu sem ekki er lögbundin! Annars er kannski ekki bara verið að horfa á Vestmannaeyjar í þessum efnum... heldur sveitarfélög í heild sinni. Og sanngirni þess að sumir leggi ekkert til sveitarfélagsins sem er að þjónusta þá...!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 1.10.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband