Við erum slöpp

Ég hef komist að því að við Íslendingar erum lélegur þrýstihópur og lélegir neytendur. Við létum Olíufélögin komast upp með þeirra skandal án þess að þeir gerðu nokkuð fyrir okkur í staðinn. Við látum tryggingafélögin og bankana taka okkur í nefið hvað ýmis mál varðar án þess að múkk heyrist.

Nýjasta dæmið er auðvitað borgarstjóri. Ef þessi maður væri borgarstjóri í einhverri annarri borg í heiminum þá væri löngu búið að neyða hann til að segja af sér. Það er ekkert flóknara en svo. En á Íslandi þá virðist sem fólki sé sama, því hann situr sem fastast.

Hver er til í að mótmæla með mér ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Bankanna taka okkur í nefið"?? Hvað meinaru, skírðu mál þitt!! Með hitt er ég nokkurnveginn sammála...

Hjálmar (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þeir eru með þjónustugjöld og önnur aukagjöld þar sem þeir hirða af okkur pening og svo skila þeir milljörðum í hagnað ár hvert. Væri ekki nær að skera af launum yfirstjórnenda sem eru með mun hærri lönd en kollegar þeirra í sambærilegum bönkum á Norðurlöndunum...

Smári Jökull Jónsson, 11.10.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þó svo að þú vinnir hjá banka er óþarfi að verja allt sem þeir gera

Smári Jökull Jónsson, 11.10.2007 kl. 10:05

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Svo er ég búinn að skíra mál mitt, ákvað að skíra það Jóhannes

Smári Jökull Jónsson, 11.10.2007 kl. 10:06

5 identicon

Hehe rólegur Smári:)

 En nei er nú ekki að verja bankanna (held að þú myndir vilja fá rök fyrir því ef ég myndi segja að skólar landsins væru lélegir og takmarkað starf sem þar væri unnið;) ) finnst samt sem áður gagnrýnin á bankanna heldur ósanngjörn. Það hlítur að segja sig sjálft að fyrirtæki sem er með rekstur í fleirri fleirri löndum og á almennum markaði verði að skila hagnaði til að geta stækkað og dafnað!

Skulum ekki gleima því að þessir kallar sem eru að fá þessi laun eru þeir sem hafa lagt grunnin að þessarri velgengni bankanna og tekið án efa ýmsa sénsa. Ekkert óeðlilegt að þeir séu í góðri samningsstöðu um að semja um laun sín hversu há sem þau eru...

 En hver hefur svo sem rétt á að tala um og gagnrýna laun annarra? það er nú bara þannig að öllum finnst að þeim sjálfum ætti að fá hærri laun og mörgum finnst sumir ættu ekki að fá lægri laun... Og afhverju ættu þeir að miða sig við kollega sína á Norðurlöndum? Út af því að þeir hafa verið að standa sig verr? Eða svipað jafnvel betur.

 Ps. Þú getur farið inn í hvaða banka sem er og fengið fjármálaþjónustu í hæsta gæðaflokki án þess að borga nokkuð fyrir það, allt frá lántöku upp í sparnað eða hvernig er best að ávaxta peninginn þinn!! En þú borgar auðvitað fyrir þá þjónustu sem þú notar eins og allstaðar annarsstaðar, það eru ekki bara bankarnir sem eru að "rukka"...

Hjálmar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Enda finnst mér svolítið mikill munur á því að segja "að bankarnir séu að taka okkur í nefið" og svo á hins vegar "að skólar landsins væru lélegir og takmarkað starf sem þar væri unnið". Sagði aldrei að slæmt starf væri unnið í bönkunum eða að starfið þar væri lélegt.

Hins vegar hefur oft sprottið þessi umræða um ýmis gjöld sem bankarnir leggja á t.d. lántökukostnað og FIT-gjöldin umdeildu. Að sjálfsögðu hljóta þeir að stefna á að skila hagnaði eins og önnur fyrirtæki, annað væri óeðlilegt en ég var einna helst að benda á þessi ósanngjörnu álagningargjöld sem viðskiptavinir þurfa að greiða. Eða er hætt að rukka fyrir lántökugjald ? Ekki vissi ég það...

Smári Jökull Jónsson, 11.10.2007 kl. 14:58

7 identicon

Nei en þú skilur samlýkinguna þarna á milli...

En FIT gjöldin finnst mér að einhverjum hluta eiga rétt á sér. Þau eru t.d há svo að fók sé ekki að fara yfir á reikn! Enda finnst mér ekkert að því að fólk sé rukkað fyrir að taka lán í heimildarleysi. Svona svipað og að ég myndi taka 5.000 kr sem eru á borðinu heima hjá þér í heimildarleys þegar ég væri í heimsókn og skila svo nokkrum dögum síðar, þér fyndist það ekki eðlilegt. Eða hvað...? En svo er það aftur á móti verslunum yfirleitt að kenna að fólk fer yfir á reikn. hjá sér, þ.e verslanir taka posann úr sambandi hjá sér og gera upp seinna... kostnaðurinn lendir á bankanum. Lántökukostnaðurinn veit ég ekki um. Finnst eðlilegt að rukkað sé fyrir þá vinnu sem lögð er í að gera skuldabréfið sem þarf að gefa út, hvort hann sé of hár veit ég ekki en er ekki allur kostnaður hár. Sama hver hann er? Ég er sammála þér því að ég myndi alveg vilja losna við hann, engin spurning! En stimpilgjaldið myndi ég einna helst vilja losna við stimbilgjaldið sem er næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að afnema skilst mér. Býst við að það verði gert í lok kjörtímabilsins.

En varðandi þessar ósanngjörnu álagningar má endalaust deila um. Krafan (tek fram að hún er af hálfu neytenda) er að í bönkunum sé sérfræðiþjónusta fyrir hendi sem almenningur getur nýtt sér til að fá hagstæðustu lausnir á fjármálunum sínum! Þessi sérfræðiþjónusta kostar að það þarf að ráða viðskiptafræðinga eða fólk með mikla þekkingu og það kostar sitt!

Það er bara þannig að almenningur mótar umhverfið og af því stjórnast markaðurinn!

Ps. Þess má geta að pizzurnar sem þú pantar af pizzu stöðunum eru með 200-400% álagningu!! Talandi um ósanngjarnar álagningar....

Hjálmar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband