Gleði

Sætur sigur hjá mínum mönnum helgina, þó umdeildur sé. Get alveg fallist á rök Everton manna um að þeir hefðu átt að fá víti undir lok leiksins - en það breytir því ekki að bæði vítin og bæði rauðu spjöldin sem þeir fengu voru verðskulduð. En svona er þetta, dómararnir gera mistök...

Svo er spurning hvar hetjan Kuyt lærði karate spark líkt og hann tók á laugardag. Kannski Cantona sé með hann í einkakennslu á milli þess sem Frakkinn knái sigrar heim strandfótboltans ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að Rauði Herinn okkar verði líka svona ,, heppinn " í Tyrklandi

Stefán (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:40

2 identicon

Það er aldeilis sem Liverpool er að hala inn stiginn á dómaraskandölum! Það eru greinilega fleirri lið en United sem fá dómanna með sér, munurinn er að United fær líka dómanna á móti sér annað en sum lið;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ertu með einhver fleiri dæmi í vetur þar sem þeir hafa "halað" inn stigum á dómarasköndulum ? Ég greinilega man ekki svona langt aftur. Aftur á móti man ég mjög vel þegar 2 stig voru höfð af Liverpool í upphafi móts, þegar dómarinn ákvað að gefa Chelsea víti á Anfield - nokkuð sem myndi aldrei gerast á heimavelli þinna manna United.

Þannig að ég held að þið United menn ættuð nú bara að hafa ykkur rólega hvað varðar það að gagnrýna dómara á Englandi þar sem þið eruð nú bara í alveg hreint ágætri stöðu hvað varðar þeirra góðgerðastarfsemi - jafnvel bara betri stöðu en flestir aðrir og þá á ég bæði við hversu oft United fær dómara með sér og á móti miðað við önnur lið

Smári Jökull Jónsson, 23.10.2007 kl. 10:07

4 identicon

Þetta var nú bara kaldhæðni hjá mér:) En held að United sé nú ekki að fá fleirri dóma með sér heldur en önnur lið, þá er ég að meina þessi 4 "topplið". United fékk svo sem ekki neitt gefins gegn Chelsea heldur þannig að...

En mér skilst að það séu leikirnir gegn Wigan og að mig minnir Aston Villa eða West Ham sem þið fenguð heldur ódýrar vítaspyrnur eða dóma með ykkur sem var til þess að þið fenguð 3 stig!

 En annars er þetta ekkert til að vera rífast um. Þetta jafnast allt út yfir tímabilið að mínu mati og eins og þú hefur marg oft sagt, "dómarinn er hluti af leiknum":)

En að United fái meira gefins frá dómurum en önnur lið vísa ég á bug, getum nefnt síðasta tilvik gegn Chelsea. Síðan var 1 leikur nú í haust þar sem að United átti að fá 2 vító, undanúrslit gegn Porto á sínum tíma sem var til þess að United komst ekki í úrslitin og tækju dolluna o.s.v.fr. Eins og ég segi, þetta jafnast allt út;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:30

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já líklega endar það nú alltaf þannig, you win some you lose some.

En ég held nú að vítið gegn Aston Villa hafi verið rétt, en sá reyndar ekki leikinn gegn Wigan þannig að ekki get ég dæmt um það.

Smári Jökull Jónsson, 23.10.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband