12.11.2007 | 14:53
Refsing
Eflaust verið að refsa manni fyrir að hafa skemmt sér svona vel um helgina með því að hafa svona erfiðan mánudag. Krakkarnir hafa örugglega tekið sig saman um að fara seint að sofa, borða svo sælgæti í morgunmat bara til að gera daginn erfiðari. Allavega meirihluti þeirra...
En eins og ég segi þá var helgin frábær og fékk Austurland að njóta nærveru minnar í þetta skiptið. Flugum til Egilsstaða á föstudag og vorum komin þangað um klukkan 18. Kuldaboli tók á móti okkur og fylgdi okkur alla helgina. Föstudagskvöldinu var eytt á Egilsstöðum og kíktum við m.a. á hinn geysiskemmtilega stað Pepe´s, eða Herpes eins og sumir kusu að kalla hann !
Á laugardeginum var svo ferðinni heitið í Neskaupstað. Eftir að hafa keypt nauðsynlegar veigar fyrir dvölina þar var haldið á hinum íðifagra Nissan bíl sem systir Sigrúnar Þallar lánaði okkur til fararinnar. Þar sem ég var í fyrsta skipti að keyra niður á Austfirði þá var ég alveg heillaður af landslaginu og sérstaklega fannst mér flott að horfa neðan úr Oddskarði og sjá bæði inn Eskifjörð og Reyðarfjörð - þó svo að eitt stykki álver hafi skemmt útsýnið töluvert.
Á Neskaupstað tók heimasætan Iðunn Pála á móti okkur. Staða hennar í heimabænum er svipuð og staða mín í Eyjum - hún þekkir svona næstum því hvern einasta mann. Eftir að hafa prófað Jump-fit tíma hjá Iðunni og borðað svo fylltar kjúklingabringur var haldið í Egilsbúð þar sem við hlustuðum á raddfagra Austfirðinga þenja rödd sína. Tónlistarshowið var virkilega flott og þeim til sóma sem að því stóðu, mjög gaman að prófa eitthvað svona. Hópurinn fór svo aftur heim til Iðunnar, skellti þar í sig nokkrum köldum drykkjum áður en við héldum svo aftur í Egilsbúð á dansiball. Þar skemmtum við okkur frameftir með skemmtanaglöðum Austfirðingum.
Fyrir utan Egilsbúð voru svo teknar nokkrar salíbunur á náttúrulega skautasvellinu sem hafði myndast á götum bæjarins. Brekkan fyrir utan Egilsbúð var sérstaklega vinsæl og spariskórnir einkar hentugir til að renna sér enda með frekar sléttum sóla
Á sunnudeginum var svo komið að heimferð eftir vel heppnaða helgi. Ég get ekki neitað því eftir öll ferðalögin undanfarið, að kærkomið verður að eyða einni helgi heima að gera ekki neitt...
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 865
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.