Á bara eftir að verða betri...

Markið hans um helgina sýndi af hverju Liverpool henti svona mörgum peningum til Atletico Madrid svo þessi magnaði leikmaður gæti hafið leik í Bítlaborginni. Hann á bara eftir að verða betri og við skulum muna að það tók Henry sinn tíma að komast inn í enska leikstílinn. Vonandi að hann nái sér bara af þessum meiðslum sem hafa hrjáð hann og þá hef ég trú á að hann hjálpi Liverpool að breyta þessum jafnteflum sínum í sigra.

Annars er enska deildin jöfn og spennandi sem er auðvitað gott mál. Mínir menn taplausir þó jafnteflin séu óhóflega mörg. Arsenal spilað best það sem af er en gaman verður að sjá hvaða áhrif Afríkukeppnin hefur áhrif á þá. Kolo Toure, Adebayor og Eboue verða allir fjarverandi á meðan það er í gangi og svo mun Chelsea missa menn eins og Drogba, Essien, Kalou og Obi-Mikel í sama mót. Spurning hvað þessi lið gera þá - þó svo að reyndar séu þau nú með það breiða hópa að maður ætti að geta komið í manns stað ?

Manchester menn virðast ógnarsterkir og verða það í allan vetur. Reyndar slæmt fyrir þá að missa Rooney og Scholes næstu vikurnar en þar er nóg af leikmönnum. Liverpool er að fá menn til baka eftir mikla meiðslahrinu en Agger, Alonso, Torres, Kewell, Pennant og Benayoun hafa allir meiðst undanfarið eða eru ennþá meiddir. Vonandi að liðið sé þá bara búið að taka sinn pakka út og mæti tvíeflt til leiks á næstu vikum Smile


mbl.is Benítez ánægður að Torres var ekki valinn í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Það eru akkurat miklar vangaveltur um það hvernig Arsenal muni ganga að fylla þessi skörð þar sem þeir eru með einn minnsta hópinn af þessum efstu liðum! Mega lítið við meiðslum og hvað þá að þeir megi við Afríkukeppninni.

Fyrir mér er þessi Afríkukeppni æði, Sissoko mun vonandi þurfa að fara á hana!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 15:54

2 identicon

Já hann kemur á óvart hann Torres, vildi einmitt ekki fá hann til United þegar þeir voru bendlaðir við hann vil hann reyndar ekki í dag heldur þar sem að United eru þegar með öflugri leikmenn, en það er allt annað mál:)

En held að það þurfi meira til en Torres til að breyta þessum jafnteflum í sigra þar sem mennirnir fyrir aftan eru einfaldlega ekki nógu góðir margir hverjir, þá tek ég Gerrard ekki inn í þetta! Líka spurning um að skipta um stjóra, að mínu mati er hann ekki nógu öflugur en það getur verið að menn séu til í að gefa honum einhver ár í viðbót:)

En varðandi það að Arsenal sé búnir að spila best þá verð ég að bæta United við þetta. Þessi tvö lið búin að vera afburða skemmtileg:)

Í lokin þá held ég að United verði meistari í vor, Sir Alex kann þetta fyrir utan að hann er kominn með ansi öflugt lið sem á eftir að verða betra tel ég ásamt því að munurinn á United og Arsenal er að United er mun massívara... en við sjáum til í vor:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Arsenal er að mínu mati búið að spila skemmtilegri bolta en United, enda efstir og það hlýtur að segja ýmislegt - en United hafa auðvitað spilað mjög vel en það koma down punktar hjá öllum liðum og vonandi er Liverpool búið með sinn hluta en hin tvö eiga sína eftir !

En þegar Liverpool er með sitt sterkasta lið þá standa þeir hinum ekki langt að baki, ef þeir gera það á annað borð, þannig að ég held að þeir séu alveg með nógu gott lið til að berjast á toppnum. Rafa fær tímabilið í ár og ef Liverpool gerir ekki alvarlega atlögu að titlinum í vor þá hljóta menn að skoða hans stöðu - en ég hef fulla trú á hans verkum í vetur og við sjáum hvað gerist...

Smári Jökull Jónsson, 13.11.2007 kl. 16:30

4 identicon

Sitt sýnist hverjum í þessu svo sem:)

En held að United sé að mestu búið með sitt down tímabil sem kom í upphafi leiktíðar ásamt leiðinda meiðslum. Sem eru reyndar ennþá í gangi.

 En hvað varðar Liverpool þá finnst mér þeir eiga svolítið í land hvað varðar ferskleikann en það getur svo sem verið að þeir séu komnir á eitthvað skrið núna miðað við tvo síðustu leiki, en við sjáum til:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:39

5 identicon

Andri "Ian Wright" (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:18

6 identicon

Það er ansi frjálslega með farið hvað er besta félagslið heims eða hver er besti leikmaður heims.

Það var nú einn leikmaður Blackburn sem tjáði að United væri besta liðið (ath. Blackburn er búið að leika við öll þessi svokölluð topp lið) og að United yrði meistari í vor, samkvæmt honum hlítur United að vera besta lið heims;)

 Hérna er linkurinn: http://www.gras.is/content.aspx?n=27949&c=1 

Ég tek meira mark á honum en einhverjum Reading gaur:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband