Eitthvað sem Eimskip ætti að athuga fyrir Herjólf ?

Spurning hvort Eimskip ætti að auglýsa svona fyrir Herjólfsferðir. Efast þó um að það myndi auka líkurnar á að fólk drifi sig í Herjólfinn eins og hann er núna. Held að það þurfi meira til.

Í framhaldi af þessu. Ég hef nú verið fullur efasemda þegar Bakkafjara hefur verið í umræðu. Ég var viss um að þetta væri algjör vitleysa, það yrði oft ófært fyrir blessaða ferjuna og það væri nú ekki það sem þyrfti á að halda. Þannig að ég var á því að við ættum að pressa frekar á nýjan Herjólf sem sigldi til Þorlákshafnar á styttri tíma en núverandi bátur gerir.

Undanfarið hef ég hins vegar aðeins verið að snúast í aðra átt í þessu máli. Ýmsir hafa komið fram og sagt að það yrði alls ekki svona oft ófært eins og sumir höfðu haldið fram, og þegar maður hugsar til þess að geta valið á milli 30 mínútna bátsferðar eða 2 tíma bátsferðar þá er engin spurning hvað maður velur. Allavega er það engin spurning hjá mér eftir að ég eyddi 3 og 1/2 tíma í einni skelfilegustu Herjólfsferð sem ég hef lent í.

Ekki ætla ég að reyna að trana fram mínum fróðleik í þessum málum, því hann er nánast enginn. En það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í þessu samhengi að skipið og höfnin sem ákveðið verður að byggja séu nógu öflug mannvirki til að þola vond sjóveður. Ef það er tryggt, þannig að á hverjum degi verði hægt að sigla frá Eyjum og upp á fastalandið á 30 mínútum - þá skal ég glaður greiða atkvæði með væntanlegri Bakkafjöruhöfn.


mbl.is Sprænir í tebolla til að auglýsa London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband