Ekkert væl

Ánægður með Beckham ! Þó svo að hann hafi nú aldrei verið í efsta sæti hjá mér þá átti hann góða innkomu í gær, lagði upp mark með stórbrotinni sendingu og kemur svo í fjölmiðla eftir leikinn, með bakið beint og tekur þessu eins og maður.

Nú þurfa enskir bara að einbeita sér að undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Væri skandall ef þeir kæmust ekki á tvö stórmót í röð...


mbl.is Beckham: Ég er alls ekki hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Beckham er klárlega lang besti leikmaður Enska landsliðsins og hefur verið það undanfarin ár!

 En ég skil samt aldrei neitt í þessu enska lansliði, með þónokkuð af frambærilegum knattspyrnumönnum en geta oftar en ekki ekki neitt, eða þannig séð:S

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Heyrðu við skulum ekki fara fram úr okkur Hjalli minn  Held það sé erfitt að styðja það með rökum að hann sé besti lang besti leikmaður landsliðsins -af hverju spilar hann þá ekki með almennilegu liði í almennilegri deild ?

En hann stóð sig vel í gær, átti góða innkomu og ég var mjög hissa á því fyrir leikinn þegar ég sá að hann væri ekki í byrjunarliði. En Englendingarnir voru klaufar í gær, því er ekki að neita því þeir höfðu þetta í höndum sér. Vantaði auðvitað gríðarlega mikið í liðið - Terry, Ferdinand, Rooney og Owen sem eru allir lykilmenn í liðinu. Svo er ég viss um að Carragher sér eftir því núna að hafa hætt með landsliðinu, því hann hefði verið fyrsti hafsent í gær - ekki voru þeir allavega sannfærandi þeir félagar Lescott og Campbell !

Smári Jökull Jónsson, 22.11.2007 kl. 14:32

3 identicon

Ástæðan fyrir að ég skrifa að hann sé búinn að vera lang besti maðuirnn í enska landsliðinu er að hann hefur sýnt mestan stöðugleikann og hann berst alltaf eins og vitleysingur, og en meira þegar á móti blæs. +

Það sést bara best þegar sagan er skoðuð að hann t.d tryggði þeim þáttökurétt á EM fyrir 3 árum að mig minnir úr auklaspyrnu, hann kom inn á í gær og lagði upp mark með en einni magnaðri sendingu. En ég hef að sjálfsögðu ekki séð alla landsleikina sem England hefur spilað. Þrátt fyrir það er þetta leikmaður sem stendur alltaf upp úr og berst fyrir heildina. En það getur svo sem verið að það standi einhver annar upp úr, veit svo sem ekki hver það ætti að vera. Rooney brilleraði á HM fyrir einhverjum árum Owen H brilleraði líka á síðasta HM. En báðir þessir leikmenn hafa ekki sýnt neinn stöðugleika eftir það held ég eða borið af!

En ástæðan fyrir því að hann er ekki í "betra" liði en raun ber vitni tel ég nú ekki ástæðuna vera að hann sé ekki betri en það. Samanber endurkomuna hjá honum með Real Madrid síðasta vetur sem varð til þess að hann tryggði þeim titilinn! Ástæðuna held ég frekar að hann er að koma að lokum ferils síns og langar að slá í gegn í Hollywood. Og er þ.a.l tilbúin að fórna síðstu árunum að spila í U.S.A og skapa sér nafn þar.

En er svo sem að fatta núna að M. Owen stendur alltaf fyrir sínu og er alveg merkilegt hvað hann kemur alltaf til baka eftir meiðsli, en stöðugleikinn og áreiðanleikinn er ekki mikill þar sem að hann er alltaf meiddur orðið.

En þú nefnir Carrager, held að hann hefði nú ekki gert neinn gæfumun! Gerir fleirri mistök en men vilja sjá ásamt því að hann er þessi leikmaður sem myndi deyja fyrir liðið sitt (Liverpool) en er ekkert meira en það. Að mínu mati ekkert spes varnarmaður og eflaust nokkrir sem eru ofar í goggunarröðinni en hann.

 Ég hinsvegar held að það hefði breytt miklu hefði Steve M. tekið Lampard eða Gerrard úr liðinu og sett Owen H. í staðinn til að stoppa allar sóknir Króata, en það má víst ekki taka stjörnunar út úr enska landsliðinu. En Owen H. er reyndar eitthvað tæpur þannig að...

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hjálmar ég er ekki að meina þetta illa, en í alvöru þá þarftu stundum að taka Liverpool haturs-gleraugun af þér   Þú hlýtur nú að sjá, þó svo að þér sé meinilla við Liverpool, að Carragher sé sterkari varnarmaður heldur en þeir Sol Campbell og Joleen Lescott. Í svona leik er nokkuð ljóst að hann hefði lagt sig 150% fram, sem hann gerir í hverjum einasta leik fyrir Liverpool - tvö af þessum mörkum má að einhverju leyti skrifa á vörnina. Í annað skiptið voru þeir alveg úti á þekju og voru yfirspilaðir og í hitt skiptið voru þeir alltof lengi að mæta skotmanninum.

Hargreaves var náttúrulega meiddur og svo held ég að það hefði ekki breytt miklu, Englendingar þurftu alltaf að sækja og það hefði ekkert þýtt að ætla að verjast allan tímann. Gerrard stóð sig ágætlega í leiknum en Lampard var auðvitað ekki svipur hjá sjón.

Varðandi Beckham þá er ég alveg sammála um að hann hafi staðið sig vel með landsliðinu, en mér finnst hann ekki hafa verið besti maðurinn - hvað þá lang besti. Svo finnst mér svolítið mikið að fullyrða að hann hafi tryggt Real Madrid titilinn. Vissulega átti hann fína endurkomu en ég held að fleira hafi spilað þar inn í heldur en góður leikur hans. En kannski er bara málið með enska landsliðið að það vantar einhvern sem stendur upp úr ?

Smári Jökull Jónsson, 26.11.2007 kl. 14:01

5 identicon

Ekki illa tekið:) En þetta kemur Liverpool ekkert við!

Það er rétt að hann hefði lagt sig 150% fram í leiknum engin spurning en að mínu mati þá er hann ekki nógu góður og ekkert sem bendir til að hann hefði komið í veg fyrir þessi varnarmistök, eða gert önnur mistök. Það er náttla bara ef sem ég nenni ekki að blanda í umræðuna.

Sannleikurinn er sá að Carra er ekkert spes varnarmaður, leggur sig allann fram alltaf en gerir mörg mistök sem menn líta framhjá, eflaust út af því að hann er Púllari út í gegn og því betra að benda á annann... En það getur verið að hann ætti að vera nr. 3,4,5 eða hvað sem er í röðinni, en hann gefur ekki kost á sér í landsliðið þannig að hann var ekki valmöguleiki Steve í þessum leik. En varðandi annað skiptið sem þú nefndir þá er spurning hvort það hefði ekki átt að vera miðjumaður til að fara út á móti, Gerrard eða Lampard. Þeir hafa eflaust verið og latir að koma til baka eða hver sem ástæðan er. Tvær stjörnur sem líta stórt á sig, að mínu mati verður önnur að víkja til miðjann "fúnkeri". Samt sem áður báðir frábærir leikmenn sem kannski er ekki hægt að líta framhjá....

En England hefði aldrei þurft að verjast, þeim dugði jafntefli. Hefðu getað drepið leikinn með þéttum miðjuleik og jafnvel freistast til að setja eitt mark seint í leiknum án þess að hætta á að fá mark á sig. En af einhverjum ástæðum þurftu þeir að sækja stíft sem var ekki svo skynsamlegt. Sá reyndar ekki leikinn en sá mörkin og mig minnir að það hafi ekkert verið of margir sem voru þarna fyrir aftann boltann.

Það er bara mitt mat að hann sé búinn að vera lang bestur. Eins og ég hef sagt þá er það stöðugleikinn sem hann sýnir og baráttann, fyrir utan að hann er sá eini sem virðist ekki hafa gleimt hvaðan hann kemur. En það er mitt mat ásamt mörgum að hann hafi tryggt Real titilinn. Það fór ekkert að ganga fyrr en Capello setti hann aftur í liðið og það sást berlega úr hverju hann er gerður, fagmaður fram í fingurgóma. Í staðinn fyrir að fara í fýlu þá lagði hann harðar af sér þangað til hann komst í liðið og kom með nýja vídd í leikinn hjá þeim, baráttu og hungur hjá hinum leikmönnunum að taka titilinn.

En hvað varðar landsliðið þá kannski hitti Capello naglann á höfuðið að það þarf að breyta hugarfarinu í liðinu! Held að vandamálið sé að það eru of margir sem líta of stórt á sig, þier þurfa að læra að vinna hver fyrir einn. Því gæðin eru svo sannarlega til staðar í liðinu. En jú ég er sammála þér að það þarf kannski einhvern sem stendur upp úr, þá er það spurning hver það eigi að vera. Ég tel best að verði miðjumaður og þá koma Gerrard eða Lampard til greina. Ég persónulega treysti Gerrard best til þess. En á móti kemur að hann hefur ekki sýnt það sem hann sýndi fyrir 2-3 árum, standa upp sem sannur leiðtogi.

 Æii maður getur svo sem snúið þessu fram og til baka:) 

Hjálmar (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:42

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hef nú ekki séð að menn hlífi Carragher eitthvað þegar hann gerir mistök - ég held að þú sért bara að sjá mistök sem enginn annar sér. Hann hefur spilað frábærlega með Liverpool síðustu tímabil og það er engin tilviljun að Liverpool vörnin hefur verið sú sterkasta síðustu tímabil, hafa m.a. fengið á sig fæst mörk hingað til í ensku deildinni. Þannig að auðvitað er hann frábær varnarmaður og synd að hann hafi ekki getað nýst enska landsliðinu gegn Króötum.

Annars held ég að stærstu mistökin hjá McClaren hafi verið að nota reynslulausan markmann í þessum leik, fyrst hann ákvað að henda Robinson út þá átti James að taka hans stöðu, búinn að spila mjög vel í vetur fyrir Portsmouth. En það er alltaf gott að vera vitur eftir á - auðvitað átti Beckham líka að byrja inná.

En það getur vel verið að þeir nái ekki saman þeir Lampard og Gerrard - spurning hvort Owen H. væri betri með Gerrard, eða þá hreinlega tígulmiðja með Owen H. fyrir aftan, Lampard og Beckham þar fyrir framan og svo Gerrard fyrir framan þá ? Svo hefur G. Barry spilað mjög vel fyrir landsliðið í síðustu leikjum og hélt m.a.s. Lampard úti, þó svo að Barry hafi reyndar ekki spilað vel gegn Króatíu.

En það er margt í þessu...

Smári Jökull Jónsson, 28.11.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband