Slöpp blaðamennska, mjög slöpp !

Það er ástæða fyrir því að sumir fjölmiðlar hafa minni trúverðugleika en aðrir. Minn trúverðugleiki á blaðinu 24 stundir féll til dæmis um mörg stig þegar ég las blað dagsins, eða allavega þeirra sem skrifa íþróttir.

Þar var frétt um að búið var að draga í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í sumar. Mér fannst þetta nú svolítið skrýtið því riðlakeppnin kláraðist bara á laugardaginn. Þegar ég fór að skoða hinu ætluðu riðla þá sá ég að þetta voru alls ekki riðlarnir, heldur voru þetta þeir fjórir fjögurra liða styrkleikaflokkar sem búið er að skipta liðunum í - en eitt lið í hverjum styrkleikaflokki fer svo saman í riðla og því verða til fjórir fjögurra liða riðlar.

Þannig að textinn í fréttinni -  sem fjallaði m.a. um hveru óspennandi riðlarnir væru, hvaða lið væru líklegust til að komast áfram úr riðlunum og svo framvegis - hann var í besta falli mjög vandræðalegur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband