Bandaríkin og byssueign

Nú kemur eflaust enn ein umræðan um byssueign Bandaríkjamanna. Þegar hver sem er, meira að segja menn sem varla teljast heilir á geði, geta nálgast byssur jafnauðveldlega og að kaupa nærbuxur þá held ég að menn þurfi að endurskoða reglur um byssur og byssueign.

Það getur ekki talist eðlilegt að hræðilegir atburðir eins og þessi gerist með reglulegu millibili í sæmilega siðmenntuðu landi. Þá er eitthvað sem er ekki að ganga upp. Það er bara þannig.


mbl.is Níu létust í skotárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist vandinn fremur liggja í því að þeir eiga ekki nógu margar byssur: sjá, enginn skaut á móti.  Merkilegt ekki satt?  Ef það væru í alvöru svona margar byssur í USA eins og af er látið, þá væru ekki svona mörg fjöldamorð þar.  Það væri einfaldlega ekki hægt.

 En, það eru bara svo fáir þarna með vopn, að það er opið fyrir möguleika á smá spree-i.  Enginn skýtur á móti.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 01:17

2 identicon

mikið er ég sammáa þér með þetta, byssulöggjöfin í sumum ríkjum í bandaríkjunum er bara brandari, í mörgum ríkjum bandraríkjanna er ekki takmark á hversu margar byssur þú mátt eiga, heldur nær takmarkið yfir hversu margar byssur þú mátt kaupa í einu, t.d í allavega einu ríkinu (að mér vitandi, gæti verið fleiri) er byssulöggjöfin þannig að þú mátt "aðeins kaupa eina byssu í mánuði" (ekkert tekið fram hversu margar byssur þú mátt eiga í heildina, bara hversu langt þarf að líða á milli kaupanna), þar á ofan er það innan marka að eiga hálfsjálfvirka vélbyssu til til verndar heimilisins.

ég er ekki maður til að dæma þegar að kemur að vopnaeign, en þegar heimilisfaðir stendur á veröndinni með 38 skota byssu til að "vernda hemilið", þá er annaðhvort eitthvað virkilega mikið að löggæslunni eða þá að menn eru farnir að fá aðeins of frjáslar hendur þegar kemur að vopnaeign.

kv. heimilisfaðir sem stendur út á svölum með teygjubyssu að vopni

muggur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 02:23

3 identicon

Ímyndið ykkur ef að yfirvöld í Bandaríkjunum ætluðu að koma á einræði... Fyrsta skrefið væri að banna skotvopn. Bandaríkjamenn einfaldlega búa í öðruvísi samfélagi en við, hafa meðal annars upplifað borgarastyrjöld. Það er mjög skiljanlegt að vopnaeign sé leyfð af stjórnarskránni, það er visst öryggi í því þó að það séu líka neikvæðar hliðar. Hvernig gengur annars fíkniefnastríðið hjá þeim? Myndi ganga betur að taka byssur af fólki? Nú þegar er stór svartur markaður í Bna og það yrði ekkert mál að margfalda hann. 

Og þó að sumir haldi að það sé bara klisja að þá er mikill sannleikur í því að fólkið skiptir mestu máli en ekki hvaða tól eru þeim aðgengileg. Margar þjóðir hafa skotvopn mjög aðgengileg án þess að lenda í sama vanda og Bandaríkjamenn. Hnífstungur eru líka yfir meðaltali í Bna þó að hnífar séu mjög aðgengilegir í nánast öllum löndum. Bandaríkjamenn myndu ná betri árangri með því að breyta dómskerfinu sínu, leggja niður fíkniefnastríðið og minnka átök milli hópa/kynþátta. Allavega nokkur þúsund morð (á ári) tengjast eingöngu fíkniefnaheiminum og aðgerðum yfirvalda og því er þetta "zero tolerence" og hart dómskerf ekki að virka. T.d. er algengt að ræningjar drepi vegna þess að þeim finnst þeir ekki hafa neinu að tapa, ef það er náð þeim þá geta þeir fengið lífstíðardóm.

Geiri (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 05:37

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað er byssulöggjöfin ekki eina ástæðan fyrir þessum skelfilegu atburðum sem gerast þar alltof reglulega. Það hlýtur eitthvað fleira að spila inn í og eflaust spilar þar stóra rullu þeir hlutir sem þú minnist á Geiri.

En ég er algjörlega ósammála því sem fyrsti skrifari segir að vandamálið sé að ekki séu nægilega margar byssur á götunum. Væri það virkilega einhver lausn að maður sem tæki byssu og ætlaði sér að drepa fólk, væri skotinn sjálfur. Ef menn eru sáttir við þá "lausn" þá held ég að menn séu að horfa framhjá rót vandans, og sú "lausn" að gera byssueign frjálsari væri svipað og að setja plástur yfir stórt skotsár.

Smári Jökull Jónsson, 6.12.2007 kl. 11:58

5 identicon

Það hefur verið gerð úttekt á vopnaeign í USA með hliðsjón af fjölda glæpa, þar kemur fram að það er neikvætt samband milli fjölda ofbeldisglæpa og fjölda skotvopna í umferð úti á götu.  - Á sama tíma er jákvætt samband milli fjölda vopna og bílþjófnaða og skemmdarverka.

Tökum bara þau lönd í evrópu þar sem mest er af vopnum úti á götu - Sviss.  Þar gerist aldrei neitt.  Berum það saman við Bretland, þar sem ólympíu-skotliðið má varla æfa innan landsteinanna.  Þar er ofbeldisbrotum smám saman að fjölga.

Auðvitað er þetta aðeins flóknara en bara byssurnar einar og sér, en það að taka þær í burt getur aðeins gert hlutina verri.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:55

6 identicon

Chris Rock kom með lausnina fyrir nokkrum árum síðan: "Við leyfum byssur EN seljum byssukúlur fyrir c.a. 50.000 til 150.000 kall stykkið." "Ég myndi skjóta þig! En þetta er 70.000 króna byssukúla!!"

Andri (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:51

7 identicon

Andri: Haha þetta er nú bara snilld. Auðvitað yrði það hvetjandi til þess að nota vopnin eingöngu í neyð/sjálfsvörn.

En því auðvitað myndi svarti markaðurinn redda ódýrum skotfærum, örugglega auðveldara en að selja byssur.

Geiri (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband