Ódýrt

Félagi minn Kjartan Vídó skrifar grein inn á eyjar.net í dag þar sem hin alvarlega staða í samgöngumálum Vestmannaeyja er rædd. Þar spyr hann núverandi samgönguráðherra Kristján Möller hvort hann sé virkilega stoltur af stöðunni eins og hún er núna.

Það efast ég um. Mér finnst þetta jafnframt ódýrt að koma vandamálinu yfir á Kristján því hann hefur nú eingöngu verið í ráðherrastólnum í 6 mánuði - en Sjálfstæðismenn voru í þessu ráðuneyti 16 ár þar á undan. Væri því ekki nær að spyrja þá hvort þeir séu sáttir við þessa stöðu mála ?

Eflaust hefði Kristján eitthvað getað gert meira á þessum 6 mánuðum en því fer fjarri að staða samgöngumála Vestmannaeyja sé hans sök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi var Kjartan eingöngu að vísa til þess að Kristján sagðist vera stoltur yfir því hvað væri að gerast í samgöngumálum Eyjamanna í dag. Sturla Böðvarsson var ekkert betri í samgönguráðherrastól, hann hafði þó vit á því að segjast ekki vera stoltur yfir stöðu samgöngumála til Eyja , þegar hún er vægast sagt HRÆÐILEG og til skammar.

Og Sturla lofaði ekki að klára rannsóknir til jarðgangna, það gerðu þó allir þingmenn samfylkingarinnar í suðurkjördæmi sem nú fara með samgönguráðuneytið. Hvað var gert strax eftir kosningar? Kristján samgönguráðherra hinn stolti sveik það um leið.

Kristján og sleikjan Róbert Marshall toppuðu þó alla vitleysuna þegar þeir lýstu yfir fyrir einhverjum mánuðum síðan að það væri "tæknilega ekki hlutverk ríkisins að sinna samgöngum til Vestmannaeyja" (man ekki alveg orðalagið en það var eitthvað á þessa leið.

Á algjörlega óflokkspólitískum línum: Eru þessir menn hálfvitar eða? 

Einar Hlö (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þá hef ég greinilega misskilið inntakið í grein Kjartans, auðvitað eru samgöngurnar til skammar eins og staðan er núna og enginn maður sem hefur eitthvað með þær að segja ætti að vera stoltur yfir stöðunni.

Varðandi hitt málið þá eru mennirnir auðvitað ekki hálfvitar. Við skulum bíða og sjá hvað verður um loforðin áður en við fellum sleggjudóma, menn eiga auðvitað ekki að lofa upp í ermina á sér og þeir eru ekkert einir um það...

Smári Jökull Jónsson, 7.12.2007 kl. 10:02

3 identicon

Ég veit svo sem ekki yfir hverju menn eiga vera stoltir?? En hitt er svo annað mál að það er búið að taka ákvörðun sem er jákvætt skref. Held að menn ættu nú að fara verða aðeins jákvæðari og líta björtum augum framávið.

 En hinsvegar þegar prófkjörin stóðu sem hæst hjá stjórnmálaflokkunum fyrir síðustu kosningar voru nú sumir sem hristu hausinn yfir að ég skildi ekki skrá mig í Samfylkinguna og kjósa Róbert svo hann kæmist nú á þing, m.a þú Smári! Ekki það að ég sé eitthvað á móti Róberti eða hafi ekki trú á honum. Hins vega virðist það ekki skipta máli hvort það sé Vestmannaeyingur eða einhver annar, þegar á þing er komið þá er Vestmannaeyjar og þeirra samgöngumál allt í einu ekki efst á forgangslistanum ef þær eru á annaðborð á listanum:S

En það er alltaf ódýrt að vera vísa á hvern annan þegar miður fer, og held ég að allir flokkar hafi verið að standa sig illa í samgöngumálum Vestmannaeyja.  

Hjálmar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband