Hanna Birna ?

Birtist frétt í gær eða í morgun á www.visir.is um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna og forseti borgarstjórnar, þætti líkleg til að komast í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Þetta var frétt sem skrifuð var samkvæmt pælingum Morgunblaðsins en það að Mogginn skuli skrifa eitthvað í þessum dúr hlýtur að vera hrós fyrir Hönnu Birnu, því Morgunblaðið er jú og hefur verið í langan tíma ansi hallt undir íhaldið, vægast sagt.

Þar sem ég er nú ekki Sjálfstæðismaður þá veit ég ekki alveg hvað þeim finnst um þessa konu sem hefur klifið metorðastiga flokksins nokkuð hratt og var til að mynda sigurvegari síðasta prófkjörs í borginni, ásamt Vilhjálmi, þar sem hún endaði í 2.sæti á undan t.d. Gísla Marteini sem sóttist eftir 1.sætinu.

Er það í alvörunni eitthvað sem hinn almenni Sjálfstæðismaður vill, að hún komist hærra innan Sjálfstæðisflokksins en hún hefur nú þegar ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

...Hjalli?

Andri Ólafsson, 7.2.2008 kl. 09:29

2 identicon

Bíddu ég hvað, ertu að meina mig??

 Ég er nú ekki neinn sérstakur Sjálfstæðismaður þannig að mér er alveg sama:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Andri Ólafsson

ó, mig minnti það... jæja Sindri Ólafs? Eða Trausti Hjalta?

ú! eða Elliði Bæjó?

Andri Ólafsson, 7.2.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband