9.3.2008 | 17:53
Árshátíð og Liverpool
Skelltum okkur á árshátíð Kópavogsbæjar í gær. Heppnaðist virkilega vel og gamanið í hámarki. Björk Jakobsdóttir var frábær með sitt uppistand og fékk alla til að hlæja. Annað en Karl Ágúst Úlfsson sem var veislustjóri, mér fannst hann allavega með frekar slaka brandara. Svo voru Ljótu hálfvitarnir flottir og auðvitað Buff sem héldu uppi stuðinu á dansgólfinu. Maður hefði bara viljað hlusta á þá lengur.
Svo eru mínir menn í Liverpool á flugi þessa dagana. Vonandi að þetta skrið þeirra haldi áfram og tryggi þeim sæti í Meistaradeildinni en þá þurfa þeir að enda tímabilið í einu af fjórum efstu sætunum. Svo eiga þeir auðvitað seinni leikinn gegn Inter nú á þriðjudaginn og væri ekki leiðinlegt ef þeir myndu tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já og efast maður um að aðrir en poolarar tali mikð um knattspyrnu eftir helgina
Kristleifur Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 20:55
Takk fyrir síðast Smári minn, þetta var stuð!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.3.2008 kl. 07:39
Takk fyrir sömuleiðis Áslaug !
Það er vonandi að við Poolarar brosum jafn mikið annað kvöld !
Smári Jökull Jónsson, 10.3.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.