Back from Paris

Jæja þá erum við komin aftur frá París eftir ánægjulega ferð, þrátt fyrir að Evran hafi sett heimsmet í hástökki á meðan við vorum úti. Hótelið okkar hækkaði um 20 þúsund síðan við pöntuðum það, þar af um 10 þúsund vikuna sem við vorum úti - takk fyrir það !

Ferðin var fín í alla staði. París er mjög skemmtileg borg og ótrúlega margt að skoða þar. Hótelið okkar var frábærlega staðsett og við vorum í Latínuhverfinu sem iðaði af lífi á hverju kvöldi. Svo fórum við auðvitað og skoðuðum þetta helsta. Eiffelturninn, Sigurbogann, Louvre safnið og Sacre Céur kirkjuna (held það sé skrifað svona) og margt fleira. Fórum líka í siglingu á Signu og það var mjög fínt. Borðuðum svo góðan mat og ég drakk gott vín og góða Mojito kokteila (Sigrún var pínu öfundsjúk að geta ekki notið þess með mér Smile ).

Annars vakti það einna helst athygli mína hversu París er dýr. Ég vissi það svosem áður en ég fór en samt kom þetta svona pínu á óvart. Á venjulegu kaffihúsi í okkar hverfi kostaði bjór 8-10 evrur, sem er bara um og yfir 1000 krónur. Reyndar var á nær öllum stöðum hægt að fá ódýrari bjór á ákveðnum tímum dagsins, auk þess sem þú gast rambað inn á kaffihús þar sem hægt var að fá ódýrari drykki. Maturinn var reyndar ekkert sérstaklega dýr en það var líka svolítið happa glappa hvort þú rambaðir inn á gott veitingahús eða ekki.

En svona í heildina séð var þetta virkilega góð ferð og maður þarf eiginlega að fara aftur til að klára að skoða allt það sem við náðum ekki að skoða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný og Reynir

Frábært hvað þið skemmtuð ykkur vel - páskakveðjur frá Atlanta

Guðný og Reynir, 24.3.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband