Buisness

Hvaða endemis rugl er þetta. Auðvitað skilur maður að þær séu svekktar enda búnar að vera hluti af atriðinu frá upphafi. En þeir sem stjórna þessu þeir telja að atriðið eigi meiri möguleika með bakraddir frekar en dansara og þá hljóta þeir að ráða því - og standa auðvitað og falla með því.

Auðvitað má deila um það hvernig þeim er tilkynnt þetta og svo framvegis en ég sé ekki alveg tilganginn í því að kvarta og kvarta, eins og þær ætla greinilega að gera því þessi Sigrún Birna segir að málinu sé ekki lokið af þeirra hálfu.

Hvað á hún við með því ? Ætlar hún að sýna mótmæladans fyrir framan hús Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti ?

Eins og ég sé þetta þá var einfaldlega ákveðið að breyta atriðinu. Menn sem stjórna ákváðu þetta og það er bara ekkert sem þær geta gert í því. Ef þær voru ekki með neinn samning um að þær yrðu dansarar áfram þá geta þær ekkert gert í þessu. Tja, nema auðvitað hætt að væla...


mbl.is Dönsurum Euro-bandsins sparkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

ehhh... 1.apríl?

Andri Ólafsson, 1.4.2008 kl. 16:55

2 identicon

Setjum þetta aðeins öðruvísi upp fyrir þig.

Ég sé að þú ert kennari. Gefum okkur nú smotterís forsendur. Þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað. Tilboð um að gera eitthvað sem þú hefur virkilega ánægju af - og ekki skaðar að þú færð greitt fyrir. Þú tekur tilboðinu, vitandi það að þú þarft að fórna einhverju - getur ekki tekið að þér jafn mikla kennslu og þú hefðir viljað þennan veturinn. Þú ert margoft spurður hvort þú ætlir ekki að vera með og þú segir jújú, aldeilis. Þú færð dagskrá um hvernig verkefninu okkar litla verður hagað og gefur upp ýmsar upplýsingar til að staðfesta þátttöku.

Svo er bakkað út. Einhver maður segir að þú hentir bara alls ekki í bransann og þú situr eftir með sárt ennið - búinn að missa kennsluna þína og það eina sem þú færð er 'sorry - bransinn maður.'

Hvernig líður þér?

Andrés (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað yrði maður svekktur og ég skil alveg að þær séu svekktar. En það þýðir ekkert að ætla að væla endalaust, það lítur ekkert betur út...

Smári Jökull Jónsson, 1.4.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Reyndar gæti ég alltaf fengið kennslu þar sem það vantar menntaða kennara í flesta grunnskóla

Smári Jökull Jónsson, 1.4.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband