Fyllerí á þriðjudagsmorgni

Hlustaði á Zúúber á FM957 á leið minni í vinnu, eins og ég geri nú nær alltaf. Þar hringdi kona inn sem var svona agalega hress. Hún sagðist vera búin að hella rauðvíni í glas og var svona líka sátt með það. Stjórnendur Zúúber ræddu við hana og þegar leið á símtalið kom í ljós að hún þyrfti ekki að mæta í vinnu fyrr en seinnipartinn og svo kom í ljós að hún var í raun á flösku númer tvö.

Greinilegt var á stjórnendum þáttarins og þeim þótti þetta ekki alveg eðlilegt og spurðu hlustandann margoft hvort henni þætti í lagi að drekka áfengi á þriðjudagsmorgni og hvort þetta væri vandamál. Þvertók konan fyrir það, sagði þetta í góðu lagi og var hin hressasta. Bætti hún því við að þetta væri nú öðruvísi í Eyjum !!

Ekki man ég eftir að hafa verið sötrandi rauðvín á þriðjudagsmorgnum heima í Eyjum ! Reyndar hefur maður verið að drekka áfengi á mánudagsmorgni einu sinni á ári, en það takmarkast við verslunarmannahelgi og einungis ef maður er ekki farinn heim úr Dalnum.

Endaði samtalið þannig að þau létu hana "fade-a" út svona smátt og smátt. Spurning hvort konan hafi verið að grínast eða hvort hún var í alvöru drukkin á þriðjudagsmorgni klukkan 8. Vonandi að þetta sé ekki orðið vaninn heima í Eyjum. Anyone...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

Ekki var það rauðvín á þriðjudagsmorgni... en við félagarnir áttum það til að hittast eldsnemma morguns með kampavín og vodka að fagna komu Miðvikudagsins. Verst var það hvað maður var orðinn þreyttur í hádeginu

Andri Ólafsson, 1.4.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Ég þekki ansi marga úr Eyjum...

Þráinn Árni Baldvinsson, 1.4.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Alla vega hef ég misst af þessu hingað til!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

hehe... þú ættir að hlusta á alveg blá restina af þættinum

þar er hringir þessi sama kona inn aftur og ákveður einsog hún segir að fara verða sjálfskynhneigð, og fer að leika við sjálfa sig í beinni.

http://vefmidlar.visir.is/vefUtvarp/?channelID=FM957 frá og með 2:50 ca.

Árni Sigurður Pétursson, 1.4.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Andri Ólafsson

ooookey, þetta er klikkað... þorir einhver að giska á hver þetta er?

Andri Ólafsson, 2.4.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ég er reyndar búin að heyra hver þetta er.

Árni Sigurður Pétursson, 2.4.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Æiii ekki gera mig svona forvitinn, mig langar ógeðslega mikið að vita hver þetta var !

Smári Jökull Jónsson, 2.4.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband