2.4.2008 | 23:53
Fín úrslit hjá mínum mönnum
Já held að maður geti alveg sætt sig við þetta. 1-1 á útivelli gegn Arsenal. Var nú búinn að tala um það fyrir leikinn að það væri óraunhæft að halda Arsenal í núllinu á þeirra heimavelli, þannig að halda þeim í einu marki er vel ásættanlegt - að ég tala nú ekki um að skora síðan sjálfir.
Vonandi bara að næstu tveir leikir fari vel líka, en þeir eru einmitt líka gegn Arsenal. Úr þessu skiptir þó leikurinn á þriðjudaginn meira máli, allavega hjá Liverpool en Arsenal menn eru auðvitað í baráttu í deildinni líka og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum á laugardag.
Einhverjum sem finnst þetta eflaust ósanngjörn úrslit í kvöld en ég meina Liverpool varðist vel og gaf ekki mörg færi á sér. Og ef færin komu þá voru það Arsenal menn sjálfir sem sáu um að verjast þeim, Bendtner sérstaklega öflugur í því. Reyndar hefði Arsenal líklega átt að fá víti en dómarinn ákvað að dæma ekki sem kom sér auðvitað vel fyrir mína menn - því ég er ekkert svo viss um að þeir hefðu náð að halda Arsenal í tveimur mörkum ef þeir hefðu skorað úr víti á þessum tímapunkti.
En 1-1 er vel ásættanlegt. Nú er bara vonandi að Liverpool tryggi sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í þriðja skipti á fjórum árum. Ekki amalegur árangur það - allavega betri en hjá sumum enskum liðum...
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta voru ekki slæm úrslit fyrir Liverpool! En hins vegar ekkert voða slæm fyrir Arsenal þar sem að það er líklegt að Arsenal skori (skora yfirleitt alltaf). En það er hætt við því að Liverpool setji 11 í vörn á Anfield eins og í gærkvöldi og þá verður þetta erfitt fyrir Arsenal, sérstaklega þar sem að þeir þurfa alltaf að spila inn í markið:S
En já gaman að heyra ú púllurum þessa daganna. talandi um dómaraskandalla fram og aftur en ef við lítum á síðustu þrjár viðureignir þeirra í CL þá fá þeir alla dóma með sér. Inter tvö illskiljanleg rauð spjöld (spiluðu einum fleirri í 100 mín af 180 mínútum) og svo vítið í gær!! Svo ekki sé talað um mútugr. til Bendtner;) En hann var óheppinn, efast um að hann hafi ætlað að verja á línu hjá anstæðingunum:)
En talandi um Ronaldo og dívur.... Torres fer að fara taka titilinn aðal dímari í PL og CL.... spurning um að hætta þessu væli og spila fótbolta. En kannski erfitt fyrir hann þar sem að hann er einn frammi og afgangurinn í vörn í flestum leikjum;)
Hjálmar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:12
Er nú ekki bara eðlilegt að leggjast í vörn í 35 mínútur þegar þú ert með 1-1 stöðu á útivelli gegn Arsenal í Evrópukeppni ? Liðin skoruðu jafn mörg mörk í gær og það telur. Rétt hjá þér að líklegt sé að Arsenal skori, ennþá líklegra samt að Liverpool skori því þeir fara ekki í gegnum marga heimaleiki án þess að skora
Svo er nú svolítið sérstakt að alhæfa eftir leikinn í gær að liðið sé með 10 í vörn í flestum leikjum. Hefur það verið raunin hjá Liverpool síðustu mánuði ? Ef þú segir já þá er greinilegt að þú hefur ekki horft á marga þeirra...
Varðandi dómaraskandala þá er vel hægt að réttlæta spjaldið hjá Inter í fyrri leiknum, þó svo að það sé líka hægt að telja það ódýrt. Hitt spjaldið hef ég ekki séð og get því ekki kommentað á það. Varðandi vítið í gær þá er ég búinn að segja mína skoðun á því. Eins og við höfum nú talað um áður þá held ég að þetta komi nú ekkert meira þeim til góða en t.d. Man Utd - þínir menn fá nú undantekningalaust flesta vafadóma með sér á heimavelli...
Með Torres og Ronaldo þá á sá fyrrnefndi langt í land með að ná þínum manni í dívunum. Mjög langt meira að segja. Ronaldo er m.a.s. orðinn það sjóaður í þessu að tilþrifin þegar hann fellur og svo viðbrögðin þegar dómarinn dæmir ekkert eru orðin mjög trúverðug...
Smári Jökull Jónsson, 3.4.2008 kl. 13:25
...með að taka dýfur (díva er söng-gyðja með stæla) þá held ég að sólin grilli heilann á þessum gæjum. Hverjir taka flestu dýfurnar: Ítalir, Argentínumenn, Spánverjar, Portúgalir o.s.frv. Maður sér afar sjaldan Skota, Norðmann, Íslending eða Grænlending taka dýfu.
Auðvitað eru nokkrar undantekningar hérna á Íslandi, en hér er það ekki sólin sem grillar menn í hausnum heldur er það óhófleg áfengisdrykkja frá unga aldri.
Andri Ólafsson, 3.4.2008 kl. 15:15
Jú það er eðlilegt svo sem að menn spili ekki dúndrandi sóknarbolta á útvelli í CL en þeir ætluðu sé ekkert meira en að skora 1 mark og halda því. Þeir gerðu það og er það vel að verki staðið hjá þeim. Hins vegar voru þeir ansi heppnir að mínu mati eins og í leikjunum tveim á undan. En krefst þess svo sem ekki að þú sért sammála mér, bara mín skoðun;)
En það að Liverpool skori er rétt á móti kemur að Anfield hefur ekki verið eins sterkt vígi í vetur eins og maður myndi ætla. Lengst af voru þeir búnir að tapa fleirri stigum á heimavelli en á útivelli, veit ekki hvernig það er í dag.
Ég hef nú horft á þó nokkra leiki með Liverpool á þessarri leiktíð og leiktíðirnar þar á undann og hefur Liverpool ekki verið skemmtilegasta liðið á vellinum. Ég held þú sért sammála mér með það að það hefur verið lögð meiri áhersla á að halda jöfnu og verjast heldur en að spila sóknarbolta? En inn á milli hafa komið ágætir leikir (t.d í byrjun leiktíðar, u.þ.b 3 leikir ásamt síðustu leikjum að United leiknum undanskildu) en að Liverpool spili skemmtilegan bolta get ég sammþykkt. Hef skemmt mér meira yfir leikjum með City og Villa t.d en Liverpool leikjum. Hefur þú gaman að því að horfa á Liverpool í flestum leikjum óháð því að vera stuðningmaður?
Varðandi þessi spjöld og ummdeildu dóma þá voru báðir dómarnir sem Inter fékk á sig ósanngjarnir. Sammála með eitt gult en rautt í báðum leikjum er rugl! Ég hef sagt það áður og segi það aftur United fær dóma með sér og á móti sbr. Portsmout í bikarnum. Alveg eins og Liverpool fær þetta með sér (nefndi 3-4 vítaspyrnur fyrr í vetur sem tryggði þeim sigur) og þeir fá á móti sér.
Að mínu mati eru stuðningsmenn farnir að gera dómara óþarflega mikið hluta af leiknum. Það kenna allir dómaranum um ef hann dæmir eitthvað "vitlaust" en enginn leikmönnum fyrir að brenna af dauða færi þrátt fyrir að þeir spili fótbolta marga klukkutíma í viku!!
Varðandi dívurnar (dýfurnar Andri:) ) þá get ég allavega viðurkennt það að Ronaldo lætur sig detta oft frekar auðveldlega og ég þoli ekki þegar hann situr í grasinu og sveiflar höndum!!(Ég get þó allavega tekið af mér glerugun og viðkennt það, getur þú viðurkennt að Torres er með brauðlappirÐÐ :S) Einfaldlega vegna þess að hann er svo mörgum sinnum betri en margir (ef ekki allir) þessir leikmenn sem eru að stoppa hann og á hann að taka Rooney sér til fyrirmyndar hvað barátta varðar (hins vegar var Rooney refsað fyrir að standa af sér tæklingu Carrager í Liverpool leiknum). En þetta eru leikmenn sem eru því miður aldir upp við þetta, Torres og Ronaldo ásamt fleirrum og það virðist afar erfitt að venja þá af þessu!! En hins vegar skilum maður vel að þeir láti sig falla í staðinn fyrir að standa í fæturnar miðað við hvað Eduardo lenti í!
En held að þetta sé orðið svo langt að þú nennir örrugglega ekki að lesa þetta comment:) Og því orðið hálf tilgangslaust:D En mér sýnist við vera nokkurn veginn sammála;)
Ps. Er sammála Andra í einu og öllu:)
Hjálmar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:58
Jú jú ok Torres mætti stundum alveg reyna betur að standa í lappirnar, en mér finnst þó oftar sem Ronaldo hendir sér niður þegar engin snerting er - þú skilur. En anyways...
Varðandi skemmtanagildi Liverpool þá er ég ekki alveg sammála þér, og það er auðvitað í lagi. Mér finnst Liverpool hafa spilað miklu mun skemmtilegri bolta núna í vetur en t.d. í fyrra, get ekki fallist á að þeir leggi meiri áherslu á að verjast og halda jöfnu.
Þú segir 3-4 vítaspyrnur fyrr í vetur, ég man ekki alveg eftir þeim og þegar við ræddum þetta fyrr í vetur þá minnir mig að ég hafi getað samþykkt eitt atvik af þessum fjórum sem þú nefndir. Varðandi Inter dæmið, eins og ég segi þá voru þetta kannski frekar ódýr spjöld en mér finnst samt sem áður hægt að réttlæta þau. Í fyrri leiknum var það peysutog sem er samkvæmt reglum gult spjald, og svo minnir mig að það hafi verið tækling. Spjaldið í seinna leiknum get ég ekki kommentað á því ég hef ekki séð það...
Varðandi seinni leikinn í Meistaradeildinni þá finnst mér einhvern veginn líklegt að bæði liðin eigi eftir að skora í þeim leik. Arsenal vörnin var klárlega veikari með Toure í bakverði og Senderos í miðverði og vonandi ná þeir ekki að laga það. Spurning aftur á móti hvort liðið skorar fleiri mörk og hvort leikurinn fer jafnvel í framlengingu...?
Smári Jökull Jónsson, 3.4.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.