Já takk

Ég er með fasta fjóra tíma í yfirvinnu á viku sem þýðir að ég er í meira en 100% stöðu. Oft tek ég síðan fleiri yfirvinnutíma til að reyna að rífa launin upp. Álag í vinnu er mikið og oft þarf ég að taka vinnu með mér heim, tja eða vera lengur en hefðbundinn vinnutímarammi segir til um.

Samt fæ ég frekar sjaldan útborguð laun yfir 200.000. Þegar það gerist þá rétt slefa ég yfir. Finnst ykkur það sanngjarnt ? Ég er með þriggja ára háskólanám að baki eins og t.d. viðskiptafræðingar. Ég held að allir menntaðir viðskiptafræðingar séu með hærri laun en ég á öðru starfsári sínu.

Mér finnst það ekki sanngjarnt að ég sé með svona lág laun. Þess vegna stend ég fast á þessari kröfu sem kemur fram í þessari launakönnun sem KÍ lét gera. Ég og mínir kollegar eigum skilið að fá verulega hækkun !


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Heyr, heyr!!

Janus, 9.4.2008 kl. 23:35

2 identicon

Sammála. En skilningur margra er ansi lítill. Þar er verk að vinna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Bragi

Hvað væru sanngjörn laun í þínum huga? Myndi þér finnast það sanngjarnt ef þú fengir nákvæmlega jafn há laun og útskrifaður viðskiptafræðingur?

Bragi, 10.4.2008 kl. 00:26

4 identicon

já - mér þætti það sanngjarnt. Ég væri til í laun þeirra - meðallaun

Bára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Andri Ólafsson

Ég er sammála þér Smári! Grunnskólakennsla er fáránlega vanmetið starf... og jafn fáránlega illa borgað. Ég veit ekki hvort fólk átti sig á ábyrgðinni sem grunnskólakennarar bera, þeir bera ábyrð á framtíð landsins...  og eins og pabbi minn segir alltaf "Meiri ábyrgð = meiri monný maður!"

Andri Ólafsson, 10.4.2008 kl. 09:57

6 identicon

Ég hef svo sem ekki áhuga á að blanda mér í eða skipta mér af hvað aðrir eigi eða ættu að vera með í laun.

En mér finnst auðvitað mikilvægt að kennarar fá góð laun, bæði til að auka eftirspurn eftir góðum kennurum og vekja áhuga!

 Hins vegar finnst mér sanngjarnt að spurja afhverju kennarar ættu að fá hærri laun m.t.t þess að í skólum eru vetrarfrí sitthvoru meginn við jólin, það eru rífleg jóla og páskafrí ásamt afar veglegu sumarfríi!

Að mínu mati þarft að taka þetta af og auka "veru" barna í skólum, finnst þessi frí afar óþægileg fyrir foreldra!

Hjálmar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:12

7 identicon

Sæll

Þetta með vetrarfríin. Hver skóli á að ráða því sjálfur hvort að hann fari í vetrafrí eða ekki. Þú sem foreldri getur komið þeim skoðunum á framfæri við skóla barna þinna. Það eru mjög skiptar skoðanir um vetrafrí - bæði meðal kennara og foreldra.

En ef vetrarfrí er tekið styttist sumarfrí nemenda sem um það nemur. Frídaga  fljöldi nemenda eru lögboðnir.

kv. kennari 

Bára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:13

8 identicon

Já þetta er auðvitað bundið í kjarasamningum og menn fara eftir því.

En það er mín skoðun að þessu þarf að breyta og auðvitað tengist þetta launum og sem foreldri (er reyndar ekki foreldri) myndi maður hafa skoðun á því:)

Alveg eins og kennarar vilja og krefjast að launin þeirra fylgi launaþróun í landinu og samkvæmt ábyrgð þeirra (ábyrgð þeirra er að sjálfsögðu heilmikil að mínu mati, eru miklir þáttakendur í lífi barna þar sem þeirra mótun er mest) þá fannst mér mikilvægt að nefna þetta og að kennarar fylgi þessarri hefðbundna starfsmunstri hvað varðar frí og annað eins og aðrar starfsstéttir. Að mínu mati eðlileg krafa frá foreldrum þ.e.a.s aðallega!

Hjálmar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:49

9 identicon

Ég veit ekki hvaða svakalegu laun þú heldur að t.d. ég sé með.

Sá sem þarf að fá yfir 200 þús útborgað þarf að vera með hvað... 350 þús eða hærra í heildarlaun ?

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:45

10 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég fæ btw 200 þúsund útborgað með mína 16+ tíma í yfirvinnu á mánuði. Varðandi vetrarfríin þá fá foreldrar og kennarar í Kópavogi að segja til um það hvenær vetrarfrí eru - þar er s.s. sendur póstur til foreldra og kennara um að velja hvenær vetrarfrí og starfsdagar eru og t.d. í ár þá var ákveðið að kennarar hefðu starfsdag daginn eftir sumardaginn fyrsta til að sú helgi nýttist betur fyrir foreldra og börn - þ.e. að það væri s.s. bæði frí í skóla á fimmtudegi og föstudegi (kennarar vinna á föstudeginum).

Það er lögbundið, ekki bara í kjarasamningi, hversu margir skóladagar eiga að vera á ákveðnu tímabili (að mig minnir frá 20.ágúst-10.júní) þannig að kennarar ráða því nú ekki.

Og Hjalli, varðandi vegleg jóla- og páskafrí þá vinna kennarar í 100% vinnu tæplega 43 stundir á viku, sem er u.þ.b. 3 stundum meira en á almennum vinnumarkaði og það skapar rými fyrir lengra jóla- og páskafríi. Annars  vísa ég í blogg fyrir ca. 2 vikum varðandi vinnutíma kennara - svo er líka hægt að fara á heimasíðu FG (Félags grunnskólakennara) og þar er hægt að skoða bækling sem útskýrir vinnutíma kennara mjög vel.

Smári Jökull Jónsson, 10.4.2008 kl. 23:44

11 identicon

Mér sýnist þú nú ekki vera með verri laun en aðrir sem ég veit um, þ.e sem eru viðskiptafr. munar kannski eitthvað +/- hjá öllum myndi ég halda.

En varðandi þessi vetrarfrí og jólafrí ásamt hinum "fríunum" þá er ég aðallega að meina að að mínu mati eiga börnin að vera í skólanum lengur en að vera senda börnin heim um miðjan des og koma síðan aftur í skólann þegar vika er liðinn af árinu sem dæmi.

 Þetta er bara eitthvað sem maður þekkir síðan maður var sjálfur í skóla auk þess að það er búið að bæta við þetta eins og vetrarfríin. Þar sem að foreldrar og kennarar fá að hafa eitthvað með í ráðum þá er erfitt myndi ég halda að koma með eina lausn sem hentar öllum. Það á að leggja þetta af, skil ekki afhverju það þarf að vera eitthvað viku vetrarfrí sitthvoru meginn við jólin!

Varðandi starfsdaginn þá geta kennarar tekið sinn starfsdag um helgi eins og með mörg önnur fyrirtæki.

En auðvitað er þetta ekki kennurum að "kenna", er ekki að setja út á þá! Einfaldlega að benda á að þetta er úrelt kerfi og illa ígrundað þar sem að í dag eru flest öllum tilfellum báðir foreldrar úti á vinnumarkaði og þegar það er verið að taka löng frí á almennum vinnudögum og frí þar inn á milli þá er þetta óþægindi fyrir foreldra, dýrt fyrir fyrirtækin og tap fyrir þjóðarbúið!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:39

12 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Er her a lyklabordi med enga islenska stafi ! Ef tad a ad hafa starfsdaga um helgar tha tharf sveitarfelagid ad borga heilan dag i yfirvinnu - efast um ad teir seu til i tad.

Svo til ad hafa tad a hreinu ta eru bornin ekki send heim um midjan desember, skola lauk t.d 20.desember sidast og eg lofa ter tvi ad foreldrar hefdu ekki verid sattir med ef krakkarnir vaeru lengur. Flestir skolar hefja svo storf aftur i kringum 4.januar...

Smári Jökull Jónsson, 11.4.2008 kl. 12:56

13 identicon

Sátt við það? Annaðhvort eru sveitafélögin með fólk í vinnu eða ekki! Eiga fyrirtækin að borga út af því að sveitafélögin tíma ekki að greiða starfsfólkinu sínu laun? En annars eflaust hægt að semja um hlutina öðruvísi en að borga bara yfirvinnu, t.d auka frí dag eð eitthvað slíkt.

 En varðandi hitt þá var 20 á fimmtudegi því kannski ekki mikill skaði, 1 dagur. Er auðvitað misjafnt frá ári til árs. Venju.legt fólk vinnur alveg fram að þorláksmessu jafnvel á þorláksmessu líka, milli jóla og nýárs og er mætt í vinnu strax 2 jan. Sama með páskanna og fær fólk líka 5-6 vikna sumarfrí.

Ef ég væri foreldri þá myndi ég vilja hafa börnin mín í skólanum frá milli 8-9 þangað til að ég er búinn í vinnu til klukkann 16-17 nánast ef ekki alla daga sem venjulegt fólk er í vinnu. Frekar en að þurfa að vera taka frí eða skipta við konuna mína til að dekka þessa daga sem kennsla fer ekki fram. Finnst þetta eðlileg krafa af hálfu foreldra til skólayfirvalda  og kennarra að þeir vinni sína vinnu og kenni á þessum dögum!

Held að fólk væri almennt ekki sátt við ef banki, bifreiðaverkstæði eða hvaða fyrirtæki sem er væri lokað 4-6 dögum fyrir jól, milli jóla og nýárs opnar svo aftur 4,5 eða 6 mars. Sama með páskanna, lokar 4 dögum fyrir páska og opnar 1,2,3 dögum eftir þá. Sama má segja með sumarið að fyrirtækið sé bara lokað frá 10 júní til 20 ágúst (engin þjónusta) og til að bæta gráu ofan á svart þá er lokað í viku tvisvar á ári... afhverju og til hvers?

Það þarf að færa þetta kerfi í nútímann!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:59

14 identicon

Ræddi þetta við þig í gær með 43 stundirnar :)

 Ég næ þeim ekki.

 Dæmið mitt:

mér er skylt að vinna 9-17 (ég btw vinn ALLTAF e-ð lengur og oft mikið lengur) Ég fæ ekki greitt aukalega fyrir yfirvinnu. Viðskiptafræðingar í banka eru í 90% tilfella búnir að semja um heildarlaun, þ.e. ekki greitt aukalega fyrir yfirvinnu.

Kennari sem ég þekki: vinnur max 8.30-16 á daginn. (strax kominn hálftíma styttri á dag þarna) Klárar fyrr á föstudögum og mætir ekki fyrr en 10 á mánudagsmorgnum því krakkarnir eru í leikfimi/heimilisfræði eða e-u slíku.

Þess vegna sé ég ekki hvernig kennarar vinni lengri vinnudag, eða fleiri stundir á viku? Flestir þeir sem eru að þjálfa íþróttir eru kennarar, því þeir vinna styttra á daginn og getað byrjað fyrr að þjálfa.

Minni aftur á að ég vil alveg á að þið fáið hærri laun en mér finnst að dæmin og rökstuðningur þurfi að vera í lagi :)

 P.s. ég fer líka í nám/endurmenntun á vegum vinnunar sem á víst að koma á móts við lengra sumarfríið ykkar :)

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:00

15 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

http://www.fgk.is/upload/989-360b72e0fb8c2f64cc731d6e40e70c55.JPG 

Ég allavega fylli mínar 43 stundir samkvæmt samningi, get lofað þér því. Held að flestir kennarar geri það. Ef þú vinnur meira en hefðbundinn vinnutíma en færð ekki borgað fyrir yfirvinnu þá hlýtur það að vera eitthvað sem þú semur sjálf um ?

Hjalli, Banki, skóli, bifreiðaverkstæði - þetta eru ekki sömu stofnanirnar, þær eru með allt allt öðruvísi strúktúr og þar fyrir utan eru skólar reknir af hinu opinbera - það er ekki við kennara að sakast í þessu eins og þú reyndar tókst fram. Svo er vetrarfrí hjá kennurum 4 dagar á skólaári, þó það sé kannski lengra hjá krökkunum því oft eru starfsdagar í kringum vetarfrí. Kennarar eru ekki í fríi á starfsdögum - það er bundið í kjarasamningi að kennarar fái starfsdaga á skólaárinu og þeir eru nauðsynlegir fyrir okkur kennara.

Held þú ættir að prófa að kenna í 1 ár Hjalli. Þá sérðu að þetta er ekki eins einfalt og þú greinilega heldur. Það er ekki bara hægt að ákveða hitt og ákveða þetta eins og ekkert sé. Hlutirnir eru svona að einhverri ástæðu.

Smári Jökull Jónsson, 11.4.2008 kl. 15:56

16 identicon

"Ef þú vinnur meira en hefðbundinn vinnutíma en færð ekki borgað fyrir yfirvinnu þá hlýtur það að vera eitthvað sem þú semur sjálf um ?"

 Rétt. Og er að benda á að þú sért ekki að miða við sama hlutinn. Að fá aukalega greitt fyrir yfirvinnu vs. ekki.

Ef viðskiptafræðingur fengi aukalega greitt fyrir yfirvinnu væru grunnlaunin mun lægri.

You see ??

Hjördis Yo (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:01

17 Smámynd: Helga Sigrún Þórsdóttir

Helga Sigrún Þórsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:10

18 Smámynd: Helga Sigrún Þórsdóttir

Góðar umræður í gangi hér um laun kennara en svei mér að ég hélt að yngra fólkið væri orðið meira sammála okkur í dag um að þessi laun væru algjörlega óásættanleg. Hélt að þessi umræða um vinnutímann okkar og "öll" þessi frí væri búin en svo er greinilega ekki!! Hvað þá að ætlast til að skólinn sé notaður sem pössun fyrir börnin sín af því að foreldrarnir þurfa að vinna. Ég efast um að þú hafir kennt einhvern tímann Hjálmar en ég með reynslu get lofað þér því að þú bíður ekki t.d sex ára barni að sitja og læra í skólanum frá klukkan átta á morgnana til fjögur/fimm á daginn. Þetta er bara ekki svo einfalt. Við viljum nú líka leyfa börnum að vera börnum þar sem þau fá jú að leika sér. Ekki varst þú sjálfur í skólanum sem krakki þennan langa tíma.....og skólaárið var jú mun styttra þá!!!Minn vinnutími er þannig alla vikuna að ég byrja að kenna 08.10 alla morgna og er til 16. Inn í þessum vinnutíma undirbý ég alla mína kennslu fyrir mín 24 umsjónarbörn, sinni foreldrasamskiptum sem eru HEILMIKIL, sit fundi með samkennurum, sit deildarfundi með deildinni minni og svo sit ég fundi með fagaðilum eins og t.d. iðjuþjálfa, sálfræðingi og fl. Til að fylla upp í mín 100% þá kenni ég öðrum bekkjum á meðan minn umsjónarbekkur er í öllum sérgreinatímum. Ég hef alltaf verið með mína vinnu þannig, þ.e.a.s að ég er ekki í "eyðu" þó mínir nem. séu t.d. í sundi. Ég kenni!með von um meiri stuðning í baráttu okkar...kvHelga Sigrún  

Helga Sigrún Þórsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:12

19 identicon

Nei það er rétt hjá ykkur, Smári og Helga, að ég hef aldrei kennt! Hins vegar tel ég mig ekki þurfa að taka 1, 2 eða 3 ár í kennslu til að hafa skoðun á þessum hlutum... alveg eins og flest allir aðrir. Ég vinn á stað þar sem eru fólk sem eiga börn á mismunandi aldri, þó flest í grunnskóla. Það auðvitað bitnar óbeint á mér ef foreldrið þarf að vera heima vegna þess að það er ekki kennsla í skólanum á venjulegum vinnudegi!

En ég vil ítreka aftur að ég er ekki að setja út á kennara, þeir eru auðvitað að sinna sinni vinnu mjög vel og eru að fara eftir kjarasamningum og lögum eins og Smári kom inn á.

Varðandi að skóli vs. bifreiðaverkst. banki eða eitthvað annað þá er ég sammála því að þetta er auðvitað/augljóslega ekki það sama, hins vegar í grunnin er þetta það sama! Börnin/foreldrar eru viðskiptavinir skólans og borga foreldrar fyrir þessa þjónustu. Því hlýtur það að vera eðlilegt að krafann sé um að henni sé haldið úti á venjulegum vinnudögum. Þó að skólinn sé rekinn af hinu opinbera þá á það ekki að skipta máli. Á móti kemur að þú ert væntanlega ekki sammála því Smári að þar sem að þetta er opinber stofnun þá eru einfaldlega greidd lægri laun en tíðkast í einkageiranum alveg eins og í öðrum opinberum stöðum? Held þetta hafi alltaf tíðkast þannig, "léleg" laun hjá hinu opinbera. (Að mínu mati á það ekki að skipta máli, ríkið á að vera samkeppnishæft á vinnumarkaði hvað laun varðar a.m.k). 

En já það hlítur að vera einhver ástæða og ég er ekki að tala um að það þurfi að breyta þessu einn tveir og þrír eins og ekkert sé. En afhverju þarf að vera eins og þú segir 4 daga vetrarfrí fyrir hvora önn?

En já ég er sammála því að börn þurfa að vera börn Helga, ekki hægt að ætlast til að 6 ára barn sé í skólanum að læra frá 8-16 5 daga vikunnar án hreyfingar o.s.v.fr. Þá er kannski spurning um að samhæfa skóla og leikskóla/dagheimili (getur svo sem verið að það sé þannig) og foreldrar séu ekki að greiða aukalega fyrir það að senda barnið sitt á leikskóla/dagheimili eftir hádegi. En það eru ekki bara 6 ára börn í leikskólum. Þetta eru börn/unglingar upp í hvað 15/16 ára aldurs. Ég hef heyrt frá foreldrum í minni vinnu að 10 eða 11 ára barn/börn hafi ekki mjög gaman af því að fara á dagheimil og bíði allann daginn eftir því að vera búin/n. Væri ekki nær að halda krökkunum t.d á þessum aldri lengur í skólanum og kenna þeim meira en sögu/stæ eða ensku? Einnig hef ég heyrt það að þegar komið er heim seinnipartinn milli 17:30-18:30 kannski að þá á eftir að borða og síðan milli kl:19:30-20:00 þarf að sinna heimalærdómnum með öllum þeim pirringi sem því fylgir hjá barninu dauðuppgefnu (rámar í þetta þegar ég var yngri, einbeitninginn ekki að gera góða hluti ) Væri ekki nær að halda krökkunum í skólanum og hjálpa þeim við þetta og sleppa heimalærdómnum?

En varðandi þessa fundi Helga, þá finnst mér þeir frekar margir Væri ekki hægt að fækka þeim eitthvað

Annars er þetta kannski komið svolítið langt frá umræðunni um laun kennarra. En grunnurinn og "pointið" hjá mér að mér finnst verið að vinna eftir gömlu og úreltu kerfi og ekki verið að samhæfa vinnu foreldra og tíma barna í skólanum nóg! Þetta á að snúast að sjálfsögðu um börnin og það sem er þeim fyrir bestu!

En hvað varðar laun kennarra þá miðað við tölurnar hér að ofan þá skeikar kannski ekki svo miklu og að halda að yfirvinna sé eitthvað einsdæmi í kennarastéttinni miðað við aðrar stéttir er vitleysa. Þú Smári getur allavega farið heim til þín og tekið "yfirvinnuna" með heim en við hin þurfum að klára okkar vinnu á vinnustaðnum

En er sammála Hjördísi að það er tvennt ólíkt að bera saman föst laun eða laun plús greidda yfirvinnu.

Takk fyrir mig, er farinn að læra. Þarf víst að sinna heimalærdómnum þar sem að kennarinn hætti að kenna kl:13 samkæmt kjarasamningi

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:40

20 identicon

Fín umræða. Mig langar að bæta smá við, algerlega burtséð frá launamálum. Ég skil alveg hvað þú meinar, Hjalli, þó ég sé nú ekki sammála þér :) Mér finnst svolítið oft gleymast í þessari umræðu að börn eru bara börn, þau þurfa tíma til að leika sér og HVÍLAST. Sjálf kenni ég 1. bekk og þegar þeirra skóladegi lýkur klukkan hálftvö þá er öll þeirra orka og þolinmæði til lærdóms hreinlega búin. Mér finnst ekki eðlilegt að ætla börnum að stunda jafnlangan vinnudag og fullorðnir. Hins vegar er auðvitað hægt að nýta sér heilsdagsskóla til loka vinnudagsins enda er boðið upp á það í öllum skólum sem ég þekki til (þegar það fæst fólk til starfa að minnsta kosti, en þau mál eru efni í aðra umræðu :) ). Ég er reyndar alveg sammála því að sú þjónusta mætti vera ókeypis. Þú virðist líka vera að gleyma þeirri nauðsynlegu vinnu sem fer fram eftir að kennslu lýkur, undirbúningi fyrir kennslu, samstarfs- og deildafundum, fundum með sérfræðingum, samskiptum við foreldra og svo framvegis. Ef það á að kenna börnun allan daginn þá vinnst þessi vinna hreinlega ekki...svo hugmyndin um að kenna börnum allan daginn er mjög óraunhæf. 

Varðandi fríin þá er það mín reynsla að þau eru börnunum nauðsynleg. Þau verða hreinlega dauðþreytt á því að vera í skólanum alla daga, allan daginn ..það er mikið álag fyrir þau, sérstaklega ung börn. Þegar það líður á veturinn fá þau oft mikinn leiða og eru hreinlega orðin þreytt. Eftir t.d. jóla- eða páskafrí eru þau yfirleitt endurnærð og tilbúin til að byrja aftur. Ég lít þess vegna á þessi frí sem gríðarlega mikilvæga hvíld fyrir þau, ekki síður en okkur kennarana :) Ég veit að þetta getur verið óþægilegt fyrir foreldra en það er mín skoðun að ef fólk telur sig hafa tíma til að eiga barn yfir höfuð, þá eigi nú að vera hægt að bjarga nokkrum dögum yfir vetrartímann og leyfa börnunum að vera heima hjá sér, hjá ömmu og afa eða eitthvað álíka. Það má reyndar benda á að amk í mínum skóla er yfirleitt boðið upp á þjónustu í heilsdagskólanum, fyrir þá sem þurfa, virka vinnudaga í fríum, t.d. í jólafríi, vetrarfríum o.s.frv. Veit ekki hvernig það er annars staðar.

Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:04

21 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það eru ekki 4 dagar í vetrarfrí á hvorri önn, það eru tveir fyrir áramót og tveir eftir áramót - bara svo það sé á hreinu. Og t.d. í skólanum þar sem Sigrún kennir þá var bara vetrarfrí í 2 daga fyrir áramót - ekkert eftir áramót.

Mér finnst þessi samanburður þinn með skóla og fyrirtæki frekar skrýtin Hjalli, svo ekki sé meira sagt. Ég hefði einmitt haldið að framtíðarsýnin væri sú að vinnumarkaðurinn yrði fjölskylduvænni ? Ekki þannig að börnin væru lengur frá foreldrum sínum og væru í skólanum frá 8-17 eins og þú talar um.  Þú talar líka um að samhæfa kerfið, þ.e. vinnu foreldra og tíma barnanna í skólanum. Ef það á að gera, þá finnst mér að það sé vinnumarkaðurinn sem þarf að aðlaga sig að skólanum !

Hver á svo að sjá um kennsluna eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur - þ.e. á skóladagheimilum og annað ? Það fæst ekki einu sinni fólk til að vinna í dægradvöl í skólanum ! Ekki geta kennarar sinnt þessu, þeir eru í öðrum verkefnum og því þurfa aðrir aðilar að koma þar að. Varðandi heimavinnuna þá finnst mér að það megi alveg skoða það fyrirkomulag. Í mörgum skólum er reyndar boðið upp á heimanámsaðstoð sem krakkarnir geta farið í. Sú skoðun hefur nú reyndar komið fram undanfarið að krakkarnir eigi ekki að taka með sér vinnu heim - ekki frekar en fullorðið fólk ætti að gera á vinnumarkaði. Það er hugmynd sem mér finnst að megi alveg ræða opinskátt.

Varðandi það sem þú segir svo að þú þurfir ekki að hafa kennt í 1, 2 eða 3 ár til að hafa skoðun á þessu máli þá er það auðvitað hárrétt. Allir eiga að hafa skoðun og svona umræða er bara af hinu góða. Við sem erum hinsvegar að kenna og höfum verið að skrifa hér t.d. Helga Sigrún, Sigrún Þöll og svo ég - við höfum auðvitað kannski meiri þekkingu á innra starfinu, hvernig þetta virkar allt og svoleiðis. Það hlýtur að skipta einhverju ? Ekki ætla ég mér að segja ykkur í bankanum hvernig best sé að hafa fyrirkomulagið þar. "Vandamálið", sem er auðvitað ekki vandamál, er það að allir hafa verið í skóla og allir telja sig því vita best hvernig á að haga málum þar. Svo er aftur spurning hversu mikið vit er í öllum þessum hugmyndum  

Og ég er alls ekki að segja að það sem þú ert að koma með hér sé einhver argasta vitleysa, t.d. er ég alveg sammála þér í því að foreldrar ættu ekki að þurfa að borga fyrir heilsdags þjónustu þ.e. að börnin fái að vera í dægradvöl eða þessháttar eftir að skóladegi lýkur. Það hins vegar kemur kennarastarfinu akkúrat ekkert við !

Ég sé ekki alveg fyrir mér að mínir krakkar í 7.bekk endist mikið lengur í skólanum en þau gera. Krakkar hafa ekki eins mikið úthald og fullorðið fólk og það er hreinlega ekki hægt að ætlast til að þau vinni eins mikið. Tíminn hjá okkur kennurum eftir kennslu er nauðsynlegur til alls samstarfs, nauðsynlegra funda, undirbúnings og fleira. Foreldrasamstarf er til dæmis tímafrekara en flestir halda.

Smári Jökull Jónsson, 12.4.2008 kl. 19:30

22 identicon

Verð bara aðeins að fá að tjá mig um þetta hér.

Nú ólst ég  upp á ,,kennaraheimili", mamma og pabbi bæði kennarar og síðar systir mín líka. Mínir foreldrar voru og eru alltaf farnir út úr dyrunum 7.45 á morgnana og eru að skila sér heim svona milli 16 og 17 flesta daga og þá yfirleitt með einhverja vinnu með sér sem þau klára heima. Einnig vann mamma yfirleitt alltaf annað hvort laugardag eða sunnudag til þess að klára sig af þeirri vinnu sem henni var ætlað.

Og öll þessi frí sem kennarar fá eru ekki eins og fólk er að básúnast yfir. Grunnskólum i dag lýkur í kringum 10.júní og kennarar eru komnir aftur til vinnu í kringum 10.ágúst, þannig að ætli þeir fái kannski ekki 2 vikum lengra frí en aðrir og er það virkilega eitthvað sem fólk nennir að hengja sig á og réttlæta þeirra lélegu laun með? Ég ætla rétt að vona að fólk sé nú víðsýnna og sanngjarnara en það. Vetrarfríin eru eins og bent hefur verið á hér að ofan, eitthvað sem ekki allir eru sammála um og margir kennarar eru ekkert endilega hlynntir þessum fríum þó stjórnendur þeirra skóla ákveði að hafa þau.

Nú er ég líka foreldri, á eina 9.ára stelpu sem er í skólanum frá 8.30 til 14.30 og almáttugur minn hvað ég er fegin að hennar skóladagur er ekki lengri. Hún er gersamlega búin að fá nóg eftir þennann tíma og myndi hreinlega ekki þola við mikið lengur. Frístundarheimili eru í boði fyrir foreldra ef þeir þurfa að vinna lengur en skóli barna þeirra er og get ég ekki betur séð að það sé bara ágætis gæsla og afþreying sem fer þar fram. Annars hef ég nú líka verið grunnskólabarn og ég lék mér nú bara við vini mína þegar að skóla lauk og naut þess bara í botn. Skóli er ekki gæslustaður barna okkar, hann er menntastofnun og við skulum því líta á hann sem slíkan en ekki sem stað sem við hendum börnunum okkar á þegar við þurfum að vinna.

Heimalærdómur er eitthvað sem alltaf fylgir námi og ég sé ekki eftir þeim tíma sem fer í að aðstoða stelpuna mína við það hér heima. Að mínu mati er bara gott að börn læri heima og mér finnst ekki að þau eigi að klára allt í skólanum ef það kostar að þau séu þar lengur á daginn. Ég er foreldri minna barna og ber ábyrgð á þeim og þeirra námi, vil sjá hvað þau eru að fást við og taka þátt í því-Heimanámið gerir mér það kleift.

Tek undir með Helgu Sigrúnu þegar ég segi, sýnum kennurum stuðning í baráttu þeirra fyrir betri kjörum

Bestu kveðjur

Lóa

Lóa Bald, leikskólakennari og kennarabarn (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 10:20

23 identicon

Þetta er komið langt út fyrir upphaflegt blogg þannig að ég læt þetta vera mín síðustu orð, vona að ég geti svarað sem flestu:)

En ég hef kannski farið eitthvað fram úr mér varðandi að hafa börnin allann daginn í skólanum og að skólar/kennarar eigi að vera einhverjar barnapíur. Eftir skóla er þetta auðvitað ekki mál kennarar og kemur þeim auðvitað ekki við. Enda langt fyrir utan þeirra starfsvið og þeirra menntun! Hins vegar er munur á hvort við erum að tala um 6 ára börn og 10,11 eða 13 ára börn. Aldurinn þar fyrir ofan tel ég að geti komið heim án þess að foreldri sé eða þurfi að vera til staðar ef þið skiljið hvað ég meina.

Varðandi mismun á bifr.verkstæði, banka og þeirri samlíkingu þá er þetta frá sjónarhorni viðskiptafræðings ekki svo galið. Þetta er þjónusta eins og í venjulegu fyrirtæki. Sem dæmi þá er starfsagur okkar á mínum vinustað um helgi. Þú sem v.v vinur banka og ert að ganga frá kaupum á íbúð t.d værir kannski ekki ánægður með að það væri lokað á föstudegi út af því það væri starfsdagur bankans? (veit reyndar að þú værir ekki að stressa þig á þessu með þitt umburðarlyndi;) en ég segi svona almennt) Einhverjar raddir myndu setja út á það og spyrja afhverju er þetta ekki um helgi...

En varðandi að það er bara fyrirtækjanna að koma á móts við fjölskyldur að búa til barnvænt umhverfi þá er það nú bara þannig að það er alltaf tvær hliðar á peningnum. Fyrirtæki hafa t.d komið á móts við þetta með því að hafa sinn eiginn leiksóla og pressan er alltaf að minnka vinnustundir í viku allavega hafa þærekki fleirri en 40 tímar. En þetta er auðvitað mál skólayfirvalda líka, en mig minnir að fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæar hafi gert mjög vel í þeim efnum að koma á móts við barnafjölskyldur! 

Hvað varðar þetta feitletraða hjá þér Smári "nauðsynlega fundi" þá var þetta einungis grín og ekkert meint með því, tel þá ekkert minni fundi eða minna mikilvægari en aðrir fundir í öðrum stéttum!:)

 En það sem þú segir Sigrún varðandi að það er önnur vinna sem þarf að vinna fyrir utan kennslu þá hef ég kannski ekki verið setja mikið út á það held ég. Og veit vel að málið er ekki bara að mæta á staðinn og kenna í 8 tíma með kaffipásum inn á milli...

4 eða 2 dagar eða engir (ættu að vera engir að mína mati) í vetrarfrí þá er það mitt mat að þetta er algerlega tilgangslaust og óþarft (og er mismunandi eftir skólum eins og hefur komið fram. Hélt reyndar að þetta væri bara regla). Og varðandi hin fríin þá er það alveg rétt að það að vera í skóla er ekki það sérstaklega gaman á þessum aldri (misjafnt eftir því hvað maður verður eldri) og börnin verða þreytt til lengdar en er þetta ekki líka spurning um hugarfar eins og hjá okkur fullorðna fólkinu? Meina ef það væri skóli fram að þorláksmessu t.d og byrjað fljótlega eftir áramót 2 jan eins og vinnan hjá flestum þá væru krakkarnir samt búnir að fá einhverja viku til 10 daga í frí, mismunur frá ári til árs auðvitað.

En Lóa kemur með góða punkta inn í umræðuna líka og þetta er auðvitað mismunandi eftir fólki og fjölskyldum. Ég sem er ekki foreldri tala frá sjónarhorni hvað ég heyri á mínum vinnustað. Þar er fólk ekki alveg ánægt með þessi frí og hvað það skapar mikil óþægindi þegar það þarf að dekka þessa daga sem er ekki kennt, sem eru kannski 10-15 dagar í ári í þeirra tilfelli. En á móti kemur getur önnur fjölskylda auðvitað leyft sér að annar aðilinn vinnur hálfann dag eða ekki neitt og taka á móti börnunum kl 14 og finnst það frábært!

En það víkkkar auðvitað skilning og skoðun manns eftir því hvað kennarar og foreldrar tjá skoðun sína á þessu, og treysti auðvitað kennurum, skólayfirvöldum og foreldrum að finna lausn á vandamálunum þegar og ef þau eru til staðar!

En styð auðvitað kjarabaráttu kennarra eins og annarra starfstétta ef hún er sanngjön, málefnaleg og raunsæ:)

Gangi ykkur vel;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:14

24 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Að lokum, varðandi launin sem var nú upphaflega umræðuefnið. Launin mín, útborguð í kringum 200.000 á mánuði eru laun með yfirvinnu. Ef ég væri bara í 100% stöðu þá væri ég nú að fá talsvert minna útborgað. Þannig að ef við berum saman mín laun án yfirvinnu og laun hjá þér Hjördís án yfirvinnu - þá er ég nú töluvert lægri, þar sem þín laun jafna mín þegar yfirvinnan mín er tekin inn...

Smári Jökull Jónsson, 13.4.2008 kl. 14:09

25 identicon

Mér finnst ég verða að taka það fram að ég vil að allir fái sanngjörn laun og styð alveg launabaráttu kennara upp að einhverju marki.

 Mér finnst hins vegar afskaplega pirrandi þegar verið er að bera saman tvo ólíka hluti :) Ég ætla ekki að byrja að telja upp alla þá fundi og námskeið sem ég sit utan vinnutíma launalaust. Væri kannski fróðlegt að taka saman tímakaup einn mánuðinn.

Það sem ég hef auðvitað framyfir er að ég á mun meiri möguleika á því að launin mín hækki o.s.frv og þau hækka ört þegar fólk er að standa sig. En rétt skal vera rétt og ég ákvað að tjá mig um þetta þar sem Smári tók viðskiptafræðinga sem dæmi í sínum svörum!

Ég á marga kennaravini sem ég bara óska alls hins besta í kjaraviðræðum!

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband