Búið og ekki aftur snúið

Þá held ég að það sé öruggt. Titillinn verður því miður geymdur eitt ár í viðbót í Manchesterborg. Samt svolítið leiðinlegt fyrir Man Utd að það var fyrrum Liverpool maður sem endanlega tryggði þetta. Þeim finnst það örugglega ekkert sérstaklega skemmtilegt...

En þetta verður eini titill þeirra United manna þetta árið. Ef vonbrigðin verða ekki gegn Barcelona, eins og ég er tilbúinn að veðja uppá, þá verða þau gegn Liverpool í Moskvu þann 21.maí !


mbl.is Wigan jafnaði í uppbótartíma á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Sjáumst í Moskvu! Þá verður þetta útkljáð í eitt skipti fyrir öll.

Pétur Orri Gíslason, 14.4.2008 kl. 23:51

2 identicon

Það er ekkert örruggt í þessu, en óneitanlega þægilegt að geta farið á Brúnna og mega tapa þannig séð af því gefnu að United vinni um næstu helgi. Fyrir utan að  þurfa spila við Barcelona sitthvoru meginn við Chelsea leikinn:)

En er reyndar ekki sammála með því að hann sé geymdur þarna... hann á heima á OLD Trafford;)

En viljið þið Púllarar ekki hugsa um undanúrslitin áður en þið hugsið um úrslitaleikinn. Held að Chelsea verðið ykkur erfiðir, þó ég spái Liverpool áfram.

En tvö varnarsinnuð lið að keppa í undanúrslitum... held ég taki þetta kvöld frá þegar fyrri leikurinn verður  í að þurka af heima hjá mér. Og þegar seinnileikurinn er ætla ég að bjóðast til að bóna gólfið hjá nágrönnunum. Býst ekki við skemmtilegri viðureign:S

Hjálmar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:36

3 identicon

Þessi staða hefði aldrei komið upp ef Chelsea hefði ekki:

1. Þurft að skipta um þjálfara í byrjun tímabils.

2. Misst 7 af sínum bestu leikmönnum í meiðsli og Afríkukeppni lungað úr tímabilinu.

Ég fullyrði að ekkert annað lið hefði gert atlögu að Englansmeistaratitlinum eftir slík áföll. Ég get ekki séð að ManUtd hefði verið í hópi top 5 ef þeir hefðu misst út, Ronaldo, Rooney,Ferdinand,Van Der sar,Vidic,Carrick,og Evra.

Miðað við þessi áföll er þetta ótrúlegur árangur hjá Chelsea.

Þráinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:28

4 identicon

1. Ég er sammála því þetta var auðvitað mikið áfall fyrir Chelsea... hins vegar eru þetta ekki neinir byrjendur þarna innaborðs þannig að spurning um hvort þetta hafi eða eigi að hafa einhver svaka áhrif. Kom reyndar á versta tíma, vikunni fyrir leikinn gegn United á OT! (ekkert lið er sterkara en veikasti hlekkurinn, finnst þetta passas ágætlega við)

2. Þeir hafa vitað í 4 ár að þessi afríkukeppni yrði á þessum tíma. Spurning um að haga kaupum á leikmönnum eftir því eða sleppa því. Þeir hafa nú annan eins mannskap á bakvið sig til að fylla stöðurnar, en á móti kemur að til að ná stöðugleika þá þarf að vera með sterkann 11-13 manna kjarna en þeir geta auðvitað sjálfum sér um kennt.

Held að Ferguson myndi ekki byggja upp lið sem hann myndi vita að færu í mánaðar frí á miðju tímabili, kannski munur á gæðum og klókindum, eða munur á hver ræður hvaða leikmenn eru keyptir eða hverjir spila?

Hins vegar get ég fullyrt að ef Ambrovich hefði ekki keypt Chelsea þá væru þeir ekki einu sinni á topp 20, efast um topp 40 í Englandi því að á þeim tíma var Chelsea gjaldþrota!!

Það hefði auðvitað verið leiðinlegt, sérstaklega þar sem að Chelsea var mitt lið nr 2 fyrir tíma Ambrovich. Einnig færði Ambrovich okkur Morinhio sem er/var einn skemmtilegasti karakterinn á eftir Ferguson að mínu mati:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:59

5 identicon

Síðan spurning hvað menn ætla að fara langt í þessum "ef-um". Getum auðvitað sagt að ef Arsenal væri með breiðari hóp þá væru þeir á toppnum, ef þeir hefðu fengið réttmæta víti og fengið rangmæta víti á sig í leikjunum á móti Liverpool þá væru þeir áfram. Einnig ef United hefði unnið báða City leikina sem þeir eru vanir þá væru þeir löngu búnir að stinga af o.s.v.fr.

Hjálmar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:02

6 identicon

Bara að það sé á hreinu, þá var það ekki Afríkukeppnin sem fór ílla með Chelsea.Að vísu misstum við Drogba Essien og Kalou, þann tíma, en á sama tíma voru Petr Cech,Cudicini,Ballack,Lampard,Terry,Joe Cole,Shevchenko og Carvalho meira eða minna meiddir á þessum tíma. En aðalmálið er auðvitað þjálfaraskiptin sem komu á versta tíma í byrjun tímabils,ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í sögunni að lið sem skiptir um þjálfara á tímabilinu sé í lok móts að berjast um Englandmeistaratitil.

Það er ekki ætlunin að afsaka neitt,heldur finnst mér að menn séu ekki að koma auga á þennan góða árangur, hjá liði sem hefur gengið í gegnum miklar hremmingar á þessu tímabili.

Góðar stundir.

Þráinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:23

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sammála því Þráinn, góður árangur hjá Chelsea þrátt fyrir allt. Varðandi rangmætar og réttmætar vítaspyrnur þá vorum við nú búnir að komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi líklega ekki meira niður á einu liði en öðru - þannig að það skýtur þá svolítið skökku við að nefna allt í einu bara Liverpool í því tilliti. Þú um það.

En ég hef aldrei minnst á að undanúrslitin verði auðveld fyrir Liverpool. Hef samt trú á að þeir komist áfram. Svo sérð þú bara til með hvað þú gerir þegar markahæsta lið meistaradeildarinnar spilar við Chelsea. Ég ætla allavega að horfa og satt best að segja orðinn svolítið þreyttur á umræðunni um varnarlið og þess háttar - þreytt umræða !

Smári Jökull Jónsson, 15.4.2008 kl. 13:38

8 identicon

Tók ekki þátt í þessari vítaspyrnuumræðu enda sammála þér að þetta kemur fyrir í nánast hverjum leik.

En Hjálmar: Chelsea var EKKI gjaldþrota þegar Abromovich tók við.

Svo segir þú: "Einnig færði Ambrovich okkur Morinhio sem er/var einn skemmtilegasti karakterinn á eftir Ferguson að mínu mati:)"

HALLÓ!!!  Áttu enga vini?? Eru foreldrar þínir búnir til úr hráskinku????

Hvað í and.....um er skemmtilegt við Ferguson?? Get ómögulega séð að hann sé eitthvað eiturhress. Hann og Avram Grant gætu vel verið systur.

Þráinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hey ég vil ekki hafa svona orðbragð á mínu bloggi ! Þannig að vinsamlegast vertu annars staðar ef þú hefur ekkert annað til málanna að leggja en leiðinda ummæli um aðra sem koma hér inn !

Auðvitað er Ferguson litríkur karakter. Hann segir það sem honum finnst og það gerði Mourinho líka. Ólíkir karakterar en skemmtilegir á sinn hátt.

Smári Jökull Jónsson, 15.4.2008 kl. 15:52

10 identicon

Ég var einfaldlega að taka sem dæmi ef "ef" væri tekið með inn í myndina, ekkert að setja út á dómanna (þótt ég sé ekki sammála þeim, en þetta er búið og gert). Sammála að þetta kemur nokkurn veginn jafnt út að mínu mati. Þótt þetta sé auðvitað ekki mælanlegt svo mark er á takandi.

Varðandi varnarsinnaðann fótbolta hjá Liverpool þá ætla ég ekki að ræða það neitt. Þetta er staðreynd eins og þú sagðir í blogginu hérna áður en þetta er líka tölfræði eins og ég svaraði í því bloggi. En tek samt ekkert frá Liverpool í þeim efnum, góð nýting fellur líka undir styrkleika!!

En takk fyrir "málefnalegt" svar Þráinn. Ætla að svara þér í tveim hlutum, fyrir og eftir skítkast.

Fyrir skítkast:

Mig minnir samt að allir þessir leikmenn hafi ekki allir meiðst eða hafi verið meiddir á sama tíma, getur samt vel verið. Nenni ekki að fletta því upp. En þú kannski gleymir því að Chelsea er með 24-26 manna hóp sem getur fyllt upp í tvö topplið og margir leikmenn sem eru lykilmenn í sínum landsliðum! Þótt það væri mikið áfall þegar þeir skiptu um stjóra þá ætti þessi árangur ekki að koma mjög svo mikið á óvart, ekkert frekar en að árangur Arsenal á tímabilinu kemur mér ekkert á óvart eftir að Henry fór. Þetta einfaldlega létti af þeim pressunni og hafa þeir spilað betur en Arsenal hefur nokkur tíma gert (allavega nokkuð nálægt því). En þrátt fyrir það frábær árangur hjá Chelsea og eru þeir verðugir keppinautur um titilinn!

Og Þráinn, Chelsea var nánasta gjaldrota þegar Ambrovich keypti liðið, hefði hann ekki komið til sögunnar þá hefðu þeir orðið gjaldþrota.

Eftir skítkast:

Ferguson er fyrst og fremst litríkur karakter eins og Smári sagði, maður getur ekki annað en haft gaman að þeim. Alveg eins og Morinho (veit ekki um neinn annan stjóra sem kemur inn í nýja deild og segir í byrjun tímabils vera "The special one" og vinna deildina það tímabil, staðfesta svo ári seinna hversu góður stjóri hann er með því að vinna hana aftur!!) Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir slíkum mönnum.

Sama með Ferguson, ég hef aðallega gaman af honum hversu mikill sigurvegari þetta er. Oftast stendur hann uppi sem sigurvergari sama hver reynir að vinna hann! Öll sálfræðistríðinn, þegar hann fagnar öllum mörkum eins og lítill strákur og náttla þessi ástríða fyrir að vinna og leiknum sjálfum!! Þessi maður hefur sett nýja standarda í 10-15 ár og er en að því.

Þrátt fyrir að ég beri viðringu fyrir Benitez þá finnst mér vanta allt þetta í hann. Að fagna....og kannski brosa einstöku sinnum:) En menn eru auðvitað misjafnir og hann fagna auðvitað á sinn hátt, en kannski ekki jafn skemmtilegt fyrir áhangendurnar...

Hjálmar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:11

11 identicon

Já fínt, já sæll, já fínt....

k (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:46

12 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Að skrifa undir nafni eru vinsamleg tilmæli

Smári Jökull Jónsson, 15.4.2008 kl. 23:15

13 identicon

ekkert sjálfsagðara - en manst þú hverju þú lofaðir ðaddna? (þori ekki að segja meira)

Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og kennari, amma, mjög góð móðir, frábær útvarpsmaður, mikil áhugamanneskja um hverskyns boltaíþróttir og stærðfræði, helstu áhugamál: lestur góðra bóka og að vera með vinum sínum.

kristín einarsdóttir jóhannessonar guðmundssonar (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:55

14 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Varst þetta þú mín kæra

Ég skal lofa að blogga um eitthvað "viturlegra" núna fljótlega...

Smári Jökull Jónsson, 16.4.2008 kl. 12:52

15 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Annars finnst mér skoðanakönnunin á síðunni mjööööög þjóðfræðileg !

Smári Jökull Jónsson, 16.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband