Spútnikliðið

Enginn vafi á því að mínir menn í New Orleans Hornets eru spútniklið ársins í NBA körfunni. Byron Scott, hinn gamalkunni leikamaður LA Lakers, er nú verandi þjálfari og var kjörinn þjálfari ársins nú fyrir skömmu. Chris Paul hefur verið að spila frábærlega í vetur, sérstaklega nú í úrslitakeppninni og hver veit nema hann leiði liðið til frekari metorða. Þeir allavega tóku Spurs létt í nótt og eru til alls líklegir.

New Orleans Hornets (áður Charlotte Hornets) hafa verið mitt lið síðan Larry Johnson, Alonzo Mourning og Mugsy Bogues voru aðalmenn liðsins. Þar sem þeir voru sjaldan í baráttu á toppnum þá átti maður svona lið til vara en nú er engin þörf á því. New Orleans Hornets eru komnir til að vera !


mbl.is NBA: Meistararnir steinlágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

Smá fróðleikur um Hornets í boði Coke-light: "New Orleans Hornets spiluðu sinn fyrsta leik 2002 við Utah Jazz en Jazz liðið yfirgaf einmitt New Orleans 25 árum áður. Þess má einnig geta Charlotte Hornets spiluðu í austurdeild en New Orleans Hornets spila nú í vesturdeild."

Ég þakka fyrir mig, sjáumst í næsta þætti af Óþarfa fróðleikur um NBA

Andri Ólafsson, 5.5.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband