5.5.2008 | 08:46
Farinn
Farinn í Reykjaskóla, verð þar í viku ásamt yndislegu börnunum mínum úr Smáraskóla.
Annars er nú varla hægt að yfirgefa bloggheiminn án þess að minnast á lýsingu aldarinnar sem Adolf Ingi Erlingsson og félagi hans Ólafur Björn Lárusson áttu í gær þegar þeir lýstu leik Ciudad Real og Kiel í úrslitum meistaradeildarinnar í handknattleik.
Þá töluðu þeir í sí og æ um leikmann í liði Ciudad sem þeir töldu fyrir víst að hefði verið inná í upphafi leiks. Undruðu þeir sig mikið á því af hverju hann væri ekki lengur inni á vellinum því hann væri nú markahæsti leikmaður liðsins á tímabilnu og næði einstaklega vel saman við Ólaf Stefánsson. Þessi leikmaður fór frá Ciudad fyrir tímabilið og hefur því ekki leikið með þeim í vetur, var því ekki á vellinum í upphafi leiks hvað þá að hann sé markahæsti leikmaður liðsins í vetur.
Einnig minntust þeir á annan leikmann Ciudad sem þeir vonuðust til að sjá fljótlega inná þar sem hann væri lykilmaður liðsins og væri búinn að spila mjög vel í vetur. Þessi leikmaður er einmitt búinn að vera meiddur núna í lengri tíma. Auk þess þekktu þeir ekki einn af frægari leikmönnum liðsins.
Á ekki að vera hægt að gera þá kröfu að menn sem hafa það að atvinnu að lýsa svona leikjum, að þeir undirbúi sig fyrir leiki - allavega pínulítið ?
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kom í heimsókn ásamt Dagbjörtu í Smsk á mánudaginn, rétt eftir að þið fóruð, bömmer!
Sjáumst síðar, hressir og kátir :)
Bið að heilsa öllum í 7.bekk.
Þráinn Árni Baldvinsson, 6.5.2008 kl. 21:14
Hafðu það sem best Eyjamaður. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 06:09
Týpískt Þráinn ! En ég skila kveðjunni og við sjáumst nú vonandi fljótlega !
Takk fyrir kveðjuna Keli, nú fer að hefjast boltinn hjá okkar mönnum og vonandi koma þeir sé nú upp í efstu deild á nýjan leik
Smári Jökull Jónsson, 7.5.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.