Af hverju...

...þarf bara stundum að auglýsa störf ? Samkvæmt reglum borgarinnar á að auglýsa öll störf sem er ráðið í til 1 árs eða meira. Þetta er þannig starf. Samt er ekki auglýst. Ekki nóg með það, heldur fær viðkomandi aðili mun hærri laun en tíðkast í sambærilegum störfum innan borgarinnar.

Einnig er ansi skrýtið að sami maður sé bæði formaður hverfaráðs miðborgar og einnig verkefnastjóri miðborgarmála ? Sumir sem hafa bloggað um þessa frétt hafa spurt hvort þessi ráðning sé ekki sambærileg við ráðningu Guðmunds Steingrímssonar sem aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar þegar hann var borgarstjóri. Svo er auðvitað ekki þar sem nýr borgarstjóri, Ólafur F Magnússon, hefur þegar ráðið sér aðstoðarmann og Jakob Frímann hefur ekki starfsheitið aðstoðarmaður borgarstjóra - þó svo að hann virðist eiga að sinna einhverjum "aðstoðarmanna-störfum" fyrir borgarstjóra.

Þetta er allavega skítafnykur af þessu máli. Það er allavega vert að taka til í málefnum miðborgarinnar en ekki veit ég nú hvort Jakob Frímann sé rétti maðurinn í það, eða jafnvel hvort þessi meirihluti sé sá rétti til að gera það. ´

Ég leyfi mér að efast...


mbl.is Óánægja vegna launakjara Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

Já. Ég er svipuð laun og JFR... EN verst hvað það er dýrt að tryggja BMW jeppa!

...og að hreinsa sundlaugina! come on! Það kostar allt of mikið!

Andri Ólafsson, 8.5.2008 kl. 13:59

2 identicon

Er þetta starf ekki í tæpt ár og hefði því ekki þurft að auglýsa, finnst eins ég hafi heyrt það einhversstaðar. Einnig finnst mér eins og ég hafi heyrt að þetta hafi reyndar verið auglýst og um 20 hafi sótt um en öllum hafnað....

En það er nú kannski allt í lagi að hann Jakob sé formaður hverfaráðs og einnig verkefnastjóri miðborgarmála eins og hann hefur verið ráðinn til, þótt ég sé ekki nógu vel inn í hvað þessi störf fela í sér. Hins vegar finnst mér þessi ráðning og þessi laun bara rugl!

Las að Borgarstjóri er með 1,1 m í laun á mánuði, aðstoðarmaður borgarstjóra er með einhver 700 þ í laun og síðan kemur Jakob með u.þ.b 800 þ í laun og verða þetta og eru að mér skylst nánir samstarfsmenn borgarstjóra, þetta eru orðnar ansi háar launagreiðslur til "aðal" samstarsmanna borgarstjóra:S

Veit svo sem ekki hvort þessum mönnum sé treystandi að leysa þessu umtöluðu miðborgarvandamál. En svo sem í lagi að leyfa þeim að reyna... Ekki gat R-listinn svo sem leyst þau!

Hjálmar (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Var ástandið í miðbænum svona þegar R-listinn var við völd ?

En störfin voru ekki auglýst, það var annað verkefnastjórastarf sem var auglýst í vor og þetta er ekki það starf. Varðandi að vera formaður hverfaráðs miðborgar og verkefnastjóri miðborgarmála þá skarast þau störf að einhverju leyti. T.d. á formaður hverfaráðsins að eiga náið samband við embættismenn og fylgjast með og hafa eftirlit með þeim verkefnum sem þar eru unnin t.d. skipulagsmál og annað - s.s. Jakob Frímann á að hafa eftirlit með sjálfum sér !

Eðlilegt ?

Smári Jökull Jónsson, 9.5.2008 kl. 10:35

4 identicon

Skipulagsmál Reykjavíkurborgar hafa alltaf veið í rugli, hver svo sem hefur verið við völd. Umferðateppur á hverju horni o.s.v.fr. Er ekkert að setja út á einn né neinn.

Nei þetta er auðvitað ekki eðlilegt, eins og ég sagði ég er ekki nógu mikið inn í hvað þessi störf ná til.

En þetta er auðvitað bara rugl. Það á bara að reka alla þessa pólitíkusa og ráða menn sem kunna að reka fyrirtæki. Allt þetta fólk er bara í ruglinu að mínu mati...

Hjálmar (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband