Hverjir vilja...

hafa fólk sem veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga sem stjórnendur í málefnum borgarinnar ?

Þó svo að kannanir líkt og þessi segi aldrei alla söguna þá hljóta þær að hafa eitthvað á bakvið sig. Og hafa ber í huga að þessi könnun er gerð fyrir um mánuði síðan (samkvæmt því sem ég heyrði) og þá voru málefni Jakobs Frímanns og mál varðandi Fríkirkjuveg 11 ekki í hámæli.

Það er allavega nokkuð ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér eitthvað í kosningunum eftir tæp tvö ár þá þurfa þeir eitthvað að stokka upp í sínum röðum. Ef þeir gera það ekki þá er ljóst að fleiri skrýtin mál eiga eftir að líta dagsins ljós. Sem er auðvitað slæmt fyrir borgina en gæti komið sér vel ef Sjálfstæðisflokkurinn nær svo ekki góðu kjöri í næstu kosningum.

Hvað varðar málefni Jakobs Frímanns þá er það mál auðvitað hreint ótrúlegt. Ég hef að minnsta kosti ekki vitað til þess að óbreyttur starfsmaður miðborgarmála komi fram í fjölmiðlum og drulli yfir forystumanns minnihlutans. Það hlýtur að vera einsdæmi.

Nú segja eflaust einhverjir eitthvað þar sem þessi maður var jú í Samfylkingunni en staðreyndin er einfaldlega sú að ég hef aldrei hlaðið þennan mann einhverju lofi. Mér hefur alltaf fundist eins og hann sé einn á báti þegar pólitík er annars vegar. Sitt eigið eyland. Og nú hefur hann Ólaf F sér við hlið til halds og trausts.

Aldeils teymi það...


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahérna, það er aldeilis, bara pólitísk sprengja hér á þessu fræga boltabloggi - þín besta vinkona Stína

kristín einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sprengjum varpað í gríð og erg Stína mín - ég skal blogga fljótlega um fótbolta svo þér leiðist nú ekki

Smári Jökull Jónsson, 16.5.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband