20.5.2008 | 13:37
Svona fór það...
Skrambans ! Mínir menn duttu út í nótt eftir að hafa fengið kjörið tækifæri til að slá núverandi meistara út, og það á heimavelli í oddaleik. Tækifærið gerist varla betra en það.
Þar með er öskubuskuævintýrið á enda en Byron Scott, Chris Paul og félagar mega vel við una eftir gott tímabil. Svo er bara að stíga skrefinu lengra næsta vetur.
Get trúað að Atli Yo félagi minn sé sáttur með sína menn núna !
Spurs lagði New Orleans á útivelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þokkalega sáttur með þetta, en þetta var tæpt þrátt fyrir að Spurs hafi haft mest 17 stiga forskot:)
Allavega var ég vel spenntur að horfa á þetta í gærkvöldi...
kv atliyo
atliyo (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:58
já svona fór um sjóferð þá... En nú eru Spurs svo sannarlega á meðal gömlu risanna. Lakers, Pistons, Celtics... það verður gaman að fylgjast með hverjir mætast í úrslitum.
Andri Ólafsson, 20.5.2008 kl. 14:07
Ég var einmitt að fylgjast aðeins með á netinu, Spurs virtust alltaf vera í forystunni. En þetta eru náttúrlega draumaundanúrslit - gömlu risarnir og svo Spurs sem hefur verið sigursælasta liðið síðustu ár. Vantar bara Bulls...
Smári Jökull Jónsson, 20.5.2008 kl. 15:33
Lakers taka þetta 4-2 á móti Spurs.
Kobe og Gasol eru óstöðvandi og þó Spurs séu ótrúlega sterkir þá getur ekkert stöðvað Lakers maskínuna.
Draumurinn er Celtics vs. Lakers í Finals, þar tekur Lakers þetta 4-1 en það væri líka gaman ef Detroit kæmist í úrslitin á móti Lakers. Kobe á harma að hefna síðan 2004!
Þráinn Árni Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 16:58
Ég spái 4-3 fyrir Lakers gegn Spurs, þar sem bæði lið stela einum leik á útivelli í seríunni. Boston vinnur Detroit svo frekar létt 4-2.
Það verða því draumaúrslit ef okkar spádómur rætist Þrási og þar spái ég að þeir grænu hafi þetta og Einar Bollason mun gráta af gleði
Smári Jökull Jónsson, 20.5.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.