22.5.2008 | 11:41
Man Utd - Chelsea
Svakalegur leikur sem liðin buðu uppá í gær og stóðu United menn uppi sem sigurvegarar, líklega sanngjarnt ef þú horfir á tímabilið í heild sinni en miðað við frammistöðuna í gær þá voru Chelsea sterkari - voru betri 65-70% af leiknum en náðu einfaldlega ekki að skapa sér nógu mikið, miðað við t.d. yfirburði þeirra í seinni hálfleik þar sem Man Utd voru einfaldlega slakir.
Svo var það auðvitað þáttur Drogba sem vóg þungt. Ekki mikið vit í kollinum á þeim manni. Annars er það óheyrilega ósanngjarnt að Terry skuli vera annar þeirra sem klúðrar víti fyrir Chelsea og veldur því að Chelsea tapar, svipað ósanngjarnt og það hefði verið ef Ronaldo hefði verið aðilinn sem hefði valdið tapi Man U - eins og það leit út fyrir að raunin yrði.
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegur leikur sem bauð upp á allt, a.m.k nánast allt!
Að mínu mati er ekki neinn sérstakur sjarmi yfir vítaspyrnukeppnum fyrir utan rosalegrar spennu þar sem að allir geta verið hetjur og allir skúrkar, sama hversu góður leikmaður þú ert!
Undir stjórn Sir Alex Ferguson hefur United aldrei unnið í vítaspyrnukeppni fyrir leikinn í gærkvöldi. Þetta lenti okkar megin í gær:)
Ég er ekki sammála þér með nokkur atriði. Þú segir að Chelsea hafi verið betri 65-70% af leiknum, staðreyndin er hinsvegar sú að United var með boltann 58% af leiktímanum sem boltinn var í leik en Chelsea 42% og fengu 1-2 góð færi (m.a annað sem var eftir brot á Rio en hitt skoruðu þeir úr) en United 4-5 dauðafæri (m.a eitt sem var bjargað á línu).
Hvernig er þá hægt að vera betri 65-70% af leiknum ef þú ert einu sinni ekki með boltann nema 42% af honum og skapar sér minna af færum en anstæðingurinn? Framlengingin var jöfn og áttu bæði lið sín “moment” þó aðallega Drogba!
Þótt tölfræði segir aðeins hálfa söguna, ef hún nær því, þá átti United 12 skot á markið og fóru 6 á ramman, Chelsea áttu 24 skot samkvæmt Sky (sumstaðar er það 18 skot) en 3 á ramman (af þeim fóru 2 í tréverkið). Það þýðir ekkert að skjóta bara og skjóta og aldrei ógna markinu! Frekar kýs ég færri skot sem ógna meira. Pointið er: Minna magn meiri gæði!
En sanngirni og ekki sanngirni, hrikalega leiðinlegt fyrir Terry. Kannski sárast af þessu öllu fyrir hann að þetta var lokaspyrnan (á þeim tímapunkti) sem hefði tryggt þeim sinn fyrsta CL titil. En held að Ronaldo hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að vítspyrnur væru að stórum hluta heppni, og í vítaspyrnukeppnum sem ráða úrslitum er það alltaf einhver sem klúðrar... spurningin er hver það verður. Terry var óheppinn að renna í spyrnunni eins og Van Der Saar var óheppinn að renna þegar Lampard skoraði!
Niðurstaða:
Tvö gríðarlega sterk lið sem eru svipuð að styrkleika, eins og þessi leikur sannaði og baráttan um England fyrir 10 dögum síðan. Chelsea hafa verið verðugir keppinautar á báðum vígstöðum í vetur og vor og hefðu þeir alveg eins getað landað CL titlinum í gær en þetta lenti "réttilega" United megin í gær.
Eins og einhver sagði í gærkvöldi: Þetta var skrifað í stjörnurnar...
Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:37
Það er allavega mín skoðun að mér fannst Chelsea betri í gær, burt séð frá því hverjir voru meira með boltann. Mér fannst einfaldlega vera meira í gangi hjá þeim stóran hluta leiksins, þó svo að United hafi verið sterkari í fyrri hálfleik þar sem þeir fengu sín bestu færi.
En ég er alls ekki að draga úr því að United á þennan titil alveg skilinn, eru búnir að spila vel í þessari keppni...
Smári Jökull Jónsson, 22.5.2008 kl. 22:45
Ég er alveg sammála því að þeir voru betri í seinni hálfleik, en voru ekki að skapa sér neitt ef maður hugsar þetta eftirá. Hinsvegar var maður auðvitað alltaf hræddur á meðan leiknum stóð, það þarf nú einusinni bara eina sendingu eða skot til að skapa einhvern usla sbr. skotið hjá Drogba sem endaði í stönginni og kom það skot upp úr engu í rauninni!
En skil þig alveg, upplifunin getur og er auðvitað ekki sú sama
Ps. United fór í gegnum CL þetta árið taplausir og einungis 3 jafntefli. Gegn Barcelona (fyrri leikur undanúrslitanna), Chelsea (úrslitaleikurinn) og man ekki þriðja leikinn
Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.