Það skyldi þó aldrei vera...

...að einn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir sé að hugsa sér til hreyfings. Það er allavega ljóst að eitthvað er að brjótast um í kollinum á honum í þá áttina. Annars myndi hann staðfesta það að hann yrði um kyrrt.

Mínir menn í Barca mega alveg bjóða í hann, tja eða mínir menn í Juventus sem verða mættir í Meistaradeildina á næsta tímabili eftir nokkra fjarveru. Efast um að Man Utd tæki í mál að aðalliðið mitt myndi reyna að fá hann Grin


mbl.is Ronaldo lofar engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að hann sé búinn að staðfesta að hann verði áfram. Kemur allavega fram á opinberri heimasíðu United, Gill segir einnig að hann verði áfram í röðum United. Einnig sagði Ferguson mér að ég gæti veðjað hárri upphæð á að hann verði áfram;)

Að öðru leyti hef ég litlar áhyggjur af þessu, ef hann fer þá kemur alltaf maður í manns stað á Old Trafford!

 

En annars hrikalega pirrandi að þessi lið eins og Real Madrid skuli sífellt koma fram og “stela” góðum leikmönnum frá þessum og hinum liðum (sbr þegar Real kom í fjölmiðla og sögðu Fabregas að biðja um sölu), það á bara að kæra þetta lið og þagga niður í þeim. Eina sem ég hef að segja um þetta, alið upp ykkar eigin stjörnur au****** (afsakaðu orðbragðið )

 

En ef hann færi í þitt aðallið þá væri það þónokkur skref niður á við, algerlega burt séð frá því hvort United tæki það í mál eða ekki

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er nú ekki eins og United ali upp alla sína leikmenn, frekar en flest þessara liða sem eru að berjast við toppana í deildum heimsins þannig að... United eiga jú Giggs, Scholes, Brown og e-a minni spámenn en það er nú kannski svipað og önnur lið...

En ég er alveg sammála þér að sú framkoma sem Real sýndi varðandi að að biðja ákveðna leikmenn um að fara fram á sölu það er auðvitað ótrúlegur dónaskapur gagnvart liðinu sem þeir spila með.

Annars er ég búinn að lesa að eftir leikinn í gær sagðist Ronaldo ekkert ætla að fara, en svo las ég annars staðar að hann væri ekki búinn að ákveða framtíðina - bæði átti að hafa verið sagt eftir leikinn í gær...

Smári Jökull Jónsson, 22.5.2008 kl. 22:01

3 identicon

Nei það er alveg rétt að United og mörg ef ekki flest þessi lið ala ekki upp þessa stráka sem eru í þessum liðum í dag allavega. Enda held ég að reglur í Englandi (held það sé ekki annarsstaðar) að leikmenn undir einhverjum ákveðnum aldri þurfa að búa/eiga lögheimili í innan við 90 mínútna akstri frá liðinu sem þeir spila fyrir eða er með samning við. Þetta auðvitað minnkar fjölda ungra leikmanna sem koma upp í þessum stóru liðum en dreifist meira á öll liðin.

Það eru auðvitað rök með og á móti þessu, en allavega þá fá þessir ungu leikmenn ekki góða og mikilvæga leiðsögn manna eins og Ferguson og Wenger en á móti kemur að þessi minni lið halda í ungu og efnilegu leikmennina sína lengur. Dæmi eins og Beckham og fleirri úr þessum fræga árgangi United (90-93 árgangnum) þá hefðu þeir jafnvel ekki orðið það sem þeir eru í dag, en þeir fengu tækifæri til að alast upp og þroskast undir leiðsögn Ferguson!

Spurning hvar West Ham væru í dag á töflunni ef þessi regla hefði verið sett fyrr á:)

En hvað United varðar þá má segja að menn eins og Ronaldo, Nani og Anderson séu uppaldir hjá félaginu strangt til getið (Ronaldo kemur 18 ára, Nani 19/20 og Anderson 19 ára) og Ferguson hefur mótar þá á mikilvægasta punktinum á ferlinum! Nani og Anderson eiga auðvitað eftir að sanna sig, en þeir líta vel út eins og er:)

Já ég hef lesið þetta með Ronaldo líka, en ef Gill segir að hann verði, er á opinberu síðu United og Ferguson segir að það sé nánast örrugt þá held ég að maður geti nú treyst því að hann verði... en maður veit aldrei. Sem betur fer verður England ekki á EM í sumar svo það komi ekki upp tilvik eins og á HM fyrir tveim árum

Hinsvegar skil ekki afhverju leikmaður sem spilar í besta félagsliði heims sem stútfullt af ungum og hæfileikaríkum einstaklingum og spilar þar stóra rullu ætti að vilja fara frá því og í lið sem.. tja veit ekki hvað maður á að segja En þetta er víst draumur þessarra pilta frá þeir munu eftir sér þannig að lítið við því að segja svo sem...

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já ég er nú svosem sammála að það kæmi mjöööög á óvart ef hann færi eitthvað annað...

Smári Jökull Jónsson, 23.5.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband