Bloggeddí blogg

Nenni ekki að blogga mikið þessa dagana, eins og kannski sést !

Var að horfa á frábæran leik Þjóðverja og Portúgala, sérdeilis prýðileg skemmtun. Annars átti Hrafnkell Kristjánsson lýsari ansi góða setningu. Þeir voru eitthvað að tala um það þegar Cristiano Ronaldo og Jens Lehman voru að munnhöggvast að þetta væru nú engin kurteisisorð frá Ronado. Guðmundur sagði þá að hann væri allavega ekki að bjóða honum í afmælið sitt. Þá sagði Hrafnkell :

,,Ætli það sé nokkur sem bjóði Lehman í afmælið sitt" - Lýsir held ég karakternum ágætlega...

 Fyrir ykkur hin sem skoðið bloggið af annarri ástæðu en til að "heyra" mig blaðra um fótbolta þá gengur alles gut, Sigrún hress og ég veit ekki hvað og hvað, og já það koma bráðum bumbumyndir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið, EM 08 á fullu og ekkert blogg:)

En já Þjóðverjar verðskuldað áfram. Portúgalar voru ekki að skapa sér neitt og gerðu 3 mistök í vörninni sem öll kostuðu mörk!

Man eftir þessarri setningu:D

Hjálmar (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Lið sem gerir svona klaufaleg mistök í vörninni, og það í þrígang, það á bara ekki skilið að fara lengra. Svo einfaldlega sýndi tilvonandi leikmaður Real Madrid ekki nóg, liðið þarf á honum að halda í betra formi en hann sýndi í leiknum.

Svo vona ég bara að mínir menn sýni sitt rétta andlit í kvöld og taki Rússana í bakaríið. Annars kæmi mér ekki á óvart þó Hollendingar klúðruðu þessu í kvöld, það væri líkt þeim.  Ég spái Ítalía-Þýskaland í úrslitum...

Smári Jökull Jónsson, 21.6.2008 kl. 15:31

3 identicon

Já, sammála þér því, Portúgalar voru einfaldlega ekki nógu góðir!

 En hvaða tilvonandi leikmann Real ertu að tala um;) Mig grunar einn, mín vegna má hann fara!

En Hollendingar voru frekar andlausir í kvöld.... einfaldlega slappir. En veit ekki með úrslitaleikinn, ekkert ólíklegt en mig grunar að tími Guus Hiddings sé að renna upp.

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Víva Espanía

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.6.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband