Sveitarfélögin og löggæsla

Nú er Kópavogur að fara nýja leið í löggæslumálum. Bæjaryfirvöld þar telja löggæslu ekki næga eftir sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ætlar sér að fara þá leið að bæta við eftirlitsmönnum í hverjum til að standa þar vaktir. Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta og telja slíka gæslu veita falskt öryggi og sitt sýnist hverjum. Meðal annars hefur fulltrúi minnihlutans stigið fram og sagt að Kópavogsbær ætti að greiða fyrir auka stöðugildi lögreglumanns sem myndi þá væntanlega sinna Kópavogi.

Þá kemur að punktinum sem mig langar að minnast á. Hörður Jóhannesson, sem er aðstoðar lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið þurfi ekki að þigga ölmusu frá Kópavogi til að sinna löggæslu. Þá segir hann að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að greiða fyrir löggæslu. Jahá ! Nú skulum við aðeins skoða málið í stærra samhengi. Jafnvel í því samhengi að bæta löggæslu á stórum hátíðum inni málið.

Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum koma margir gestir. Þar hefur ÍBV þurft að greiða sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum fyrir aukna löggæslu sem embættið hefur sinnt á hátíðinni. Af hverju í ósköpunum á ÍBV að borga fyrir þessa löggæslu ? Af hverju borga aðstandendur Menningarnætur þá ekki kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu við þann viðburð ?

Hróplega ósanngjarnt ! Ríkið á að sjá um að greiða þann löggæslukostnað miðað við mannskap sem þarf hverju sinni. Ef þeir eru sniðugir og sjá fram í tímann (t.d. með því að átta sig á því að það þarf aukinn mannskap á Þjóðhátíð og Menningarnótt) þá er lítið mál að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

Og hana nú - sagði hænan og lagðist á bakið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband