1.8.2008 | 02:03
Samt vantar mig !
Já met í aðsókn á hina frábæru Þjóðhátíð, en samt verður enginn Smári Jökull á svæðinu og það er einungis í annað skipti sem það gerist frá fæðingu. Verður bara enn betra á næsta ári, það er víst !
Mér finnst alltaf frekar fyndið þegar fólk fussar og sveiar yfir Þjóðhátíð. Hvað fólk vilji með þessa fjandans fylleríssamkomu og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta fólk þekkir greinilega ekki Þjóðhátíð nógu vel.
Þrátt fyrir að hafa verið mest sótta hátíðin í fjölda ára þá hafa ekki komið upp mörg alvarleg mál þar síðustu hátíðir, en auðvitað er eitt slíkt mál einu máli of mikið. Gæslan á Þjóðhátíð er, og hefur verið til mikillar fyrirmyndar og í Þjóðhátíðarnefnd eru menn sem stjórna og vita algjörlega hvað þeir eru að gera. Auk þess hefur reynslan verið sú að þegar haldnar hafa verið hátíðir eins og Eldborg, Uxinn o.s.frv. þá fer "sukk-liðið" þangað en rjóminn kemur til Eyja - til að skemmta sér og öðrum.
Vissulega er mikið af áfengi á ferðinni og einhverjir sem alltaf setja svartan blett á aðra, en ég fullyrði að hvergi annars staðar á Íslandi væri hægt að halda sambærilega hátíð og Þjóðhátíð, jafn vel og gert er heima í Eyjum. Reyndar er engin sambærileg hátíð og Þjóðhátíð, en anyways...
Ég er allavega óskaddaður þrátt fyrir að hafa sótt alls 23 hátíðir, með öllu sem þeim tilheyrir. Það hlýtur að segja eitthvað !
Stefnir í metaðsókn í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.