Marsibil flott !

Marsibil var heldur betur flott í Ísland í dag nú fyrr í kvöld. Svanhildur Hólm saumaði vel að henni, en Marsibil kom sínum sjónarmiðum vel á framfæri og svaraði vel fyrir sig. Útskýrði hún ástæðuna fyrir því að hún telur sig ekki getað starfað með meirihlutanum nýja og eru þær ástæður allar góðar og gildar.

Ljóst er að allar upphrópanir fólks um tækifærismennsku og dramastæla eiga varla við rök að styðjast. Marsibil útskýrði mjög vel að hún ætlaði sér ekki að sprengja meirihlutann ef Óskar forfallast, hún teldi það engum til góðs. Það er nú varla hægt að skilgreina það sem mikla tækifærismennsku eða dramahegðun.

Þáttastjórendur létu samt sem áður eins og ekkert væri búið að gerast síðan flokkarnir gerðu meirihlutasamninginn í upphafi kjörtímabilsins. Marsibil kom þeim hins vegar í skilning um að svo væri nú ekki, hún treysti einfaldlega ekki borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins í samstarfi og sagði svo í kjölfarið að hún væri viss um að Sjálfstæðismenn hefðu vitað að meirihluti með Ólafi F myndi ekki halda. Það eru staðhæfingar í lagi.

Marsibil er trú sinni sannfæringu, og er ekki tilbúin að selja hana í skiptum fyrir völd - svo mikið er víst.


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigursveinn

Skondið hvað varamenn framsóknarmanna eru nú oft á öndverðum meiði við aðalmann sinn.  Varstu sömu skoðunar þegar Ásta neitaði að fylgja Andrési að máli hér í Eyjum á síðasta kjörtímabili? Alla vega voru margir þínir félagar afskaplega hissa á hennar afstöðu...

Sigursveinn , 18.8.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Framsóknarflokkurinn getur nú ekki haldið utan um sitt eigið fólk, hvað þá sótt sér nýja kjósendur. Þegar Ásta neitaði að fylgja Andrési þá var staðan ekki sú sama. Þá var ekki verið að fara aftur í sama meirihluta og var í gangi og þá var forsagan allt önnur - enda um tvö mismunandi mál að ræða. Þannig að fólk getur nú vel haft mismunandi skoðanir á þessum málum.

Ásta hefur sjálfsagt haft góðar og gildar ástæður fyrir sinni ákvörðun, enda kom á daginn að Andrés var varla sammvinnuhæfur. Ég man hreinlega ekki hvaða ástæður Ásta gaf fyrir sinni ákvörðun, þannig að ég get nú ekki alveg svarað fyrir það mál...

Smári Jökull Jónsson, 18.8.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Sigursveinn

Það er rétt hjá þér, framsóknarmenn hafa verið í ógurlegum vandræðum undanfarin ár að halda "hjörðinni innan girðingar" Nei, man svo sem ekki hvaða ástæður hún gaf en Marsibil var nú ekki varamaður í gamla meirihlutanum, þá var Óskar í því hlutverki.  Hins vegar hefur hún væntanlega unnið með sjálfstæðisfólkinu í nefndum og ráðum. Kannski er ástæðan viðkynning þeirra þar? 

Hins vegar verður þetta alltaf svolítið erfitt enda voru það kjósendur framsóknar sem komu henni í þá stöðu sem hún er í nú.  Hún á að sjálfsögðu að fylgja sinni sannfæringu en hefði ekki verið nær af henni að bíða alla vega þangað til málefnin yrðu kynnt, því þar hlýtur jú sannfæring hennar að liggja en ekki í persónulegu mati hennar á samstarfsaðilunum. Segjum að öll helstu baráttumál framsóknar nái fram að ganga, er hún þá ekki að svíkja sína kjósendur?

Skondið að þetta er nánast sama vangaveltan og var fyrir rúmum 200 dögum, þá var Margrét Sverris í stöðu Marsibil.  Málefni skiptu hana engu máli.

kveðja úr Eyjum

Svenni 

Sigursveinn , 18.8.2008 kl. 22:27

4 identicon

Mér fannst þetta hálf vandræðalegt þarna í byrjun svo ég skipti um skoðun :-S

Gaman að hún hafi staðið sig vel :) 

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Held að einmitt þessi punktur, að sama fáránlega staðan hafi verið uppi fyrir 200 dögum, lýsi því ágætlega hversu lélegt ástandið er orðið í borgarstjórninni. Það er búið að mynda fjóra meirihluta og tveir þeirra hafa hangið á bláþræði frá upphafi vegna mótmæla varmanna í borgarstjórninni.

En fyrst Marsibil er svona ákveðin í því að yfirgefa þennan meirihluta, meira að segja áður en helstu málefni hans eru kynnt, þá lítur einfaldlega út fyrir að hún hafi akkúrat engan áhuga á að vinna að einu einasta máli með Íhaldinu og þeirra fólki. Það greinilega vegur ansi þungt hjá henni...

Smári Jökull Jónsson, 19.8.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband