Dónar á netinu

Til eru margir sem eru dónalegir. Sumir eru það einfaldlega að eðlisfari, aðrir missa sig í skamma stund en eru svo ljúfir sem lamb þess á milli og svo eru sumir internet dónar. Internet dónar eru því miður of algengir nú til dags. Margir þeirra fela sig á bakvið tölvuskjáinn og skrifa hluti við fólk sem þeir þurfa aldrei að mæta augliti til auglits. Sérstaklega fer í taugarnar á þeim ef fólk er ekki sammála þeirra skoðunum, þá fer allt fjandans til. Þegar dónaskapurinn er svo hættur að beinast að viðfangsefninu heldur að persónunni sem gagnrýndi þá er nú fokið í flest skjól finnst mér.

Þegar hroki bætist svo við þá er ekki von á góðu. Að líta niður til annarrar manneskju, haldandi að maður sé mikið mun merkilegri er löstur sem fer einna mest í taugarnar á mér í fari fólks.

Endilega smellið hér, skoðið kommentin við bloggfærsluna og endilega kommentið hvort þetta sé dæmi um týpískan internet-dónaskap ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það Smári að ég er svo hjartanlega sammála þér. Get ekki séð neitt við þitt comment sem ætti að kalla á þessi viðbrögð. Ótrúlegt þegar fólk missir sig svona.

Þórhildur (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sumir eiga einfaldlega bágt Smári og það þýðir ekkert að reyna að rökræða við slíka aðila.

Aðalsteinn Baldursson, 23.8.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ja hérna. Siggi er þó ekki hræddur við að tjá sig undir nafni, sem er meira en margir. Blessaður láttu þetta ekki á þig fá!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.8.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nei, ég læt þetta nú ekki mikið á mig fá. Þó svo að ég velti því nú fyrir mér hvað kalli á þessi "skemmtilegu" viðbrögð hans. Ég væri alveg til í að fá hans svar við því...

Smári Jökull Jónsson, 23.8.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Hefur verið skrifað í, eigum við að segja snarhasti! Vill ekki dæma það að maðurinn sé drukkin við að skrifa á netið... en hvað veit maður!!!

Knús... og mundu að það sem aðrir segja um mann segir ekkert um mann sjálfan en segir andskotanum meira um þann sem sagði það! ;)

Sigþóra Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:47

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Maðurinn þorir allavega ekki að svara mér hérna á mínu eigin bloggi, þó að hann sé búinn að koma í heimsókn. Vonandi heldur hann samt áfram að koma í heimsókn.

En þið getið lesið "svar" hans á hans eigin síðu. Þó svo að hann sé nú ekki búinn að segja skilið við dónaskapinn þá er hann greinilega eitthvað að leita að bakkgírnum, því hann er að reyna að vera fyndinn - án árangurs !

Smári Jökull Jónsson, 24.8.2008 kl. 01:44

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Blessaður félagi, þetta er nú meira ruglið. Siggi hefur greinilega farið röngu megin framúr rúminu einhverntíman í vikunni og á erfitt með að hrista það af sér. Það er nefninlega ekki sérlega gáfulegt að uppnefna menn og gera lítið úr öðrum hér á blogginu. Siggi datt í þá gryfju strax og hann reyndi að færa þig á kúk og piss stigið. Hann áttaði sig greinilega ekki á því að með því steig hann sjálfur í þann fúla pytt. Svo áttar hann sig smá stund, en eitthvað leið honum vel í pyttinum því hann hreinlega baðar sig upp úr honum í síðustu færslunni.

Ég tek það fram að Sigga þekki ég ágætleg og hef þekkt hann í mörg ár, hann var m.a. eitt sinn þjálfari mfl. ka í Breiðabliki og þjálfaði þar yngri flokka í mörg ár. Siggi er í grunninn ákaflega vandaður og góður piltur en eins og ég segi, virðist hann hafa farið röngu megin framúr og ég held að við verðum öll að fyrirgefa honum það. Svo þarf hann að fyrirgefa sjálfum sér þegar bráir af honum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.8.2008 kl. 12:44

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Langbest að hafa rúmið þannig að maður geti bara farið fram úr á einum stað, spurning hvort Siggi þurfi ekki bara að færa sitt rúm þannig að það sé þannig ?

Smári Jökull Jónsson, 24.8.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.8.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband