Burt með Davíð og Þorgerður hvað !

Menn keppast við að hrósa Þorgerði hér í færslum. Þó það nú væri að hún segi seðlabankastjóra til syndanna vegna hegðunar hans undanfarið. Ekki þorir Geir því þannig að einhver verður að segja honum að seðlabankastjóri á að stjórna seðlabankanum og engu öðru. Menn verða að hafa smá bein í nefinu og það er allavega margsannað að það hefur forsætisráðherra ekki.

Annars er auðvitað djók hvernig er búið að hugsa þetta embætti seðlabankastjóra undanfarin ár. Það hefur verið bitlingur fyrir stjórnmálamenn sem eru að hægja ferðina og auðvitað finnst þeim ennþá að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja. Fyrrum seðlabankastjórar hafa látið sér nægja að hafa þessar pólitísku hugmyndir hjá sjálfum sér, eða það hefur allavega verið raunin í flestum tilfellum. En Davíð á engan sinn líka, sem eflaust er ágætt. Starf seðlabankastjóra á auðvitað bara að auglýsa og ráða þar hæfasta einstaklinginn.

Ummæli Davíðs undanfarna daga dæma sig auðvitað sjálf. Hann ætti að hafa vita á því að halda munninum sínum lokuðum og því næst segja upp sem seðlabankastjóri þar sem hann er gjörsamlega vanhæfur í því starfi. Seðlabankastjóri á að vinna samkvæmt peningastefnu ríkisstjórnar en ekki gera tilraunir til að stjórna ríkisstjórninni. Þegar seðlabankastjóri gerir slíkar tilraunir og forsætisráðherran er gjörsamlega meðvitundarlaus í sínu starfi þá getur það ekki endað nema illa.

Svo er náttúrulega spurning af hverju í ósköpunum það lítur þannig út að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn í ríkisstjórn þegar þetta Glitnismál varðar. Samfylkingin hefur verið gjörsamlega ósýnileg í þessu máli, fyrir utan einstaka komment frá þingmönnum, og það er auðvitað mjög sérstakt.


mbl.is Seðlabankastjóri þekki sinn stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband