7.10.2008 | 13:06
Ábyrgðin
Á sínum tíma, þegar einhver vogaði sér að gagnrýna tugmilljóna mánaðarlaun yfirmanna bankanna, þá var bent á hversu mikla ábyrgð þeir hefðu í sínum störfum sem rökstuðning fyrir þeim launum.
Hver er þá ábyrgðin núna ? Fellur hún bara úr gildi eins og hendi sé veifað ?
Auðvitað eru brýnari verkefni akkúrat núna og næstu vikurnar heldur en að finna sökudólga. En þegar jafnvægi verður komið aftur á hlutina þá hlýtur að koma að því að einhverjir verða dregnir til ábyrgðar, hvort sem það eru stjórnendur banka, seðlabanka eða forkólfar núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna.
Það er allavega nokkuð ljóst að þáttur þeirra er stærri en hins almenna borgara sem hefur lifað sínu hefðbundna lífi, ferðast á einkabíl í stað þyrlu og flogið á venjulegu farrými í stað einkaþotu.
Hundruð milljarða vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já t.d. var DO mikið gagnrýndur fyrir að mótmæla á sinn persónulega og prívat hátt þegar hann tók út krónurnar sínar í Kaupþingi forðum daga. Hann var með táknrænum hætti að mótmæla ofurlaununum....... mikið var DO nú gagnrýndur fyrir það.
En ég er alveg sammála þér með ábyrgðina, auðvitað eiga þeir að bera ábyrgð sem bera til þess titil. Og ég er viss um að það verður gengið í það verk um leið og storminn lægir.
GlingGló
Eygló (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:22
Ekki var heldur talað fallega um Ögmund þegar hann talaði fyrir því að betra væri e.t.v. að bankarnir færu erlendis með höfuðstöðvar sínar er varðaði erlendar fjárfestingar.
Nú er hinsvegar staðan eins og hún er og það sem gildir er að byggja upp nýtt samfélag á rústum þess gamla. Auka verður félagslega aðstoð við þá sem fara verst út úr þessum hremmingum og til að mæta því verður að draga verður úr einkaneyslu. Það hefur verið norræna leiðin út úr slíkum kreppum hingað til og verður að vera okkar leið.
Vel má vera að við endum með betra samfélag þegar uppi er staðið. Samfélag þar sem auði og völdum verða ekki misskipt jafn herfilega og verið hefur.
Héðinn Björnsson, 7.10.2008 kl. 13:31
Það skulum við vona. Þó svo að DO hafi gagnrýnt ofurlaunin á sínum tíma eins og þú segir frá hér, þá er ábyrgðin hans líka í þessu máli - það var jú í hans tíð sem bankarnir voru einkavæddir án nokkurra skilyrða þar að lútandi.
Sjáum nú hvert það hefur skilað þeim...
Smári Jökull Jónsson, 7.10.2008 kl. 13:31
Vel mælt Héðinn !
Smári Jökull Jónsson, 7.10.2008 kl. 13:32
Eitt af stóru atriðunum hérna var vantraust og Dabbi skvetti olíu á eldinn með yfirtöku Glitnis. Allir bankar geta lent í miklum erfiðleikum ef fólk missir trúna á þeim og allir hlaupa til og taka út peninginn sem það á í þeim.
Mofi, 7.10.2008 kl. 13:32
Davíð var ekki gagnrýndur fyrir að taka peningana sína út úr Kaupþingi. Það var honum frjálst að gera. Hann var gagnrýndur fyrir að sem sitjandi forsætisráðherra reynda hann að búa til innlánaáhlaup á stærstu bankastofnun landsins. Hann mætti með sjónvarpsvélarnar og gerði þetta í beinni útsendingu.
Hann var einnig gagnrýndur fyrir að setja út á laun einkafyrirtækis en fara síðan með eftirlaunapakka, sérsniðinn að sjálfum sér, í gegnum þingið tæpum mánuði seinna. Í þeim pakka tók hann sér tugi eða hundruði milljóna af almannafé.
Hann gerir sér aldrei grein fyrir því hvenær hann á að tala og hvenær á að þegja. Hann hefur síðan haldið þessu áfram í Seðlabankanum, með þeim afleiðingum að trúverðugleiki Seðlabankans er enginn. Einnig grefur hann undan trúverðugleika núverandi ríkisstjórnar, því menn hafa á tilfinningunni að Davíð stjórni öllu bak við tjöldin.
Hann á bara að halda kjafti og vinna sína vinnu. Ef hann vill halda áfram í pólitíkinni á hann að segja af sér í Seðlabankanum og bjóða sig aftur fram til þings.
Maelstrom, 7.10.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.