26.10.2008 | 15:04
Taugarnar þandar
Óhætt að segja að taugarnar séu þandar á meðan maður horfir á leikinn. Mark á 10.mínútu hjá mínum mönnum og vel skipulagður varnarleikur eftir það, Chelsea er nú varla að fá færi þó svo að þeir hafi boltann.
Liverpool allavega búið að komast næst því að skora þegar Alonso skaut í stöngina úr aukaspyrnu, þar sem Cech leit vægast sagt illa út í markinu.
Annars þarf að fara að ræða aðeins við Javier Mascherano. Maðurinn vinnur eins og skepna inni á vellinum, hleypur og hleypur en gáfurnar eru því miður af skornum skammti. Menn muna eflaust eftir því þegar hann var rekinn af velli gegn Man Utd í fyrra fyrir að fá tvö gul spjöld vegna kjafts. Maður hefði nú haldið hann myndi læra af því, en nei nei, fær maðurinn ekki spjald áðan fyrir að biðja um spjald á Ashley Cole - og hélt svo í þokkabót áfram að tuða í dómaranum ! Svona menn þarf að taka og flengja...
Chelsea - Liverpool, bein lýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála með Mascherano. Hann þarf að skilja þetta. Kostaði það að Cole var ekki rekinn útaf, sannfærður um það.
Páll Geir Bjarnason, 26.10.2008 kl. 17:59
Flottur sigur hjá þínum mönnum!! Loksins tapa Chelsea menn á brúnni....
Hissa á hvað Chelsea voru slappir og þegar 10 mín voru eftir voru þeir farnir að skjóta úr vonlausum stöðum:S En Liverpool voru heppnir að koma inn einu marki snemma og eftir það pökkuðu þeir og lokuðu gjörsamlega öllu!!
Mascherano var heppinn að hanga inn á, samkvæmt því sem var gefið út fyrir leiktíðinna!!
En til hamingju aftur ætla að enda þetta á einu ógeðslega fyndnu: http://www.skysports.com/video/clips/0,23791,12606_4401213,00.html
Skál
Hjálmar (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:02
Já, gæti verið rétt hjá þér Páll - en samt fannst mér brotið hjá Cole ekki verðskulda gult spjald.
Svo klikkar Carragher aldrei Rétt hjá þér með Chelsea, þeir virtust orðnir ansi vonlausir þegar þeir voru að skjóta úr vonlausum stöðum og svona. Liverpool lokaði öllum svæðum og fengu hættulegar sóknir inn á milli og áttu í raun fleiri hættulegri færi en Chelsea. Færið hjá A.Cole var eina almennilega færið þeirra...
Smári Jökull Jónsson, 27.10.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.