Síðustu mínúturnar

Liverpool virðist ætla að nýta sér lokamínútur leikjanna vel á þessu tímabili. Í enn eitt skiptið jafna þeir að komast yfir á síðustu 10 mínútunum, að þessu sinni með marki á 95.mínútu úr vítaspyrnu sem fyrirliðinn sótti og skoraði úr.

Ég hefði nú sjálfur líklega ekki dæmt víti, fannst Gerrard fara frekar auðveldlega niður en það var þó snerting - sem er meira en í þeim tilfellum þegar Ronaldo sækir sér aukaspyrnu eða víti. Samt sem áður leiðinlegt að horfa á.

En gott stig úr því sem komið var og í næsta leik Liverpool verð ég mættur á pallana ! Smile


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rétt skal vera rétt, þeir skoruðu á 95. mín eins og þú segir, en ekki 89. eins og segir í fréttinni. Stór munur þar á

gunnarp (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:40

2 identicon

Já hvað skal segja.... greinilega kominn nóvember í Liverpool borg!

 Hræsnari heimsins býður upp á leiksýningu á Anfield, kemur askvaðandi í 50/50 bolta með bæði hnéin á undann sér og liggur killiflatur og nota bene þótt hann hefði staðið í lappirnar og sýnt smá vott af karlmennsku þá hefði hann hvort sem er aldrei náð boltanum við endalínu!!

En það þýðir ekki að tala um það, A. Madrid áttu að fá tvö víti í leiknum, Liverpool eitt og fengu eitt gefins sem dómarinn nánast þurfti að borga með því fyrir að dæma það. En eins og ég sagði nóvember er genginn í garð og eina sem getur hjálpað Liverpool að ná stigum í mánuðinum er dómarinn sjálfur, a.m.k það sem er liðið af honum

En bara svo það sé á hreinu að þá er fótbolti leikur snertinga og þótt að menn séu snertir inn í teig þá er það ekki = víti! En það er hinsvegar víti ef menn snerta boltann með hendinni inn í teig eins og Liverpool menn gerðu tvisvar og reyndar A. Madrid menn líka, en þó bara einu sinni.

 Pointið: Léleg dómgæsla þar sem að A. Madrid gerðu ekkert nema hanga í vörn og leystu það vel ásamt því að Liverpool voru arfaslakir!! 

Hjálmar (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Í stuttu máli frá mér : Sá ekki leikinn, þetta var ekki víti, Liverpool átti að fá eitt víti, A.Madrid átti a.m.k. að fá eitt víti (hef ekki séð hitt atriðið) og dómarar hafa ekkert verið hliðhollari Liverpool en öðrum liðum. Getur verið að þér finnist það þar sem Liverpool er núna komið ansi ofarlega í deildinni ? Er þetta hætt að jafnast allt út að lokum eins og við höfum nú verið sammála um oftast...?

Annars held ég að Liverpool menn eigi nú alveg eftir að hala inn nokkur stig í mánuðinum, kæmi mér ekki á óvart þó þeir væru fyrir ofan þína menn og jafnvel efstir í lok hans.

Smári Jökull Jónsson, 5.11.2008 kl. 18:19

4 identicon

Er nú ekki að setja út á hvort dómarar hafa verið hliðhollir Liverpool þetta tímabil eða ekki, bara þennan leik, og var það á báða bóga. En þó sluppu Liverpool í þetta skiptið þar sem að A. Madrid átti að fá 2 víti en Liverpool 1 og þeir fengu annað gefins... en jú við erum sammála því að heilt yfir jafnast þetta út yfir tímabilið, getum a.m.k ekki gert ráð fyrir örðu, you win some you lose some....

 En það er nú ekki gömul saga né ný að Liverpool sé á toppnum núna á þessum tímapunkti á tímabilinu eða þá að þeir hafa í rauninni dottið út úr baráttunni um titilinn. Það skiptir mig svo sem ekki máli hvort þeir verði á toppnum í lok nóv eða ekki, titillinn vinnst eftir síðustu umferðina í maí og það skiptir máli að vera á toppnum þá þegar flautað verður til leiksloka!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er nú reyndar ansi langt síðan Liverpool byrjaði jafn vel og þeir hafa gert núna í ár, og það án þess að spila vel ! En auðvitað skiptir það engu máli hvernig staðan er í nóvember, en auðvitað hjálpar til að vera ennþá með í baráttunni í stað þess að þurfa að treysta á strax í nóvember að fleiri fleiri lið misstígi sig.

Smári Jökull Jónsson, 5.11.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband