Stöðugleiki

Einhvers staðar sagði Geir að hann teldi kosningar skapa óstöðugleika. Hefur stöðugleikinn verið mikill undanfarið ?

Ég held að þegar búið er að ganga í gegnum mestu erfiðleikana, sé nauðsynlegt að kjósa upp á nýtt svo það sé alveg á hreinu að þeir menn sem stjórna hafi fullt traust ot trúverðugleika. Fólkið getur þó valið og hafnað !

Menn geta svo deilt um hvort það hafi verið rétti tíminn hjá nokkrum þingmönnum Samfylkingar í dag að lýsa yfir vilja sínum til kosninga. Menn komast sjálfsagt ekki að sameiginlegri niðurstöðu um það.


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi nú halda að það boði nú ekki gott stjórnarinnar vegna að samfylkingarfólk sé að ætlast til kosninga núna. Sérstaklega þar sem að samfylkingin er í stjórn, greinilegt að þau eru að vona að með kosningum þá losna þau við sjálfstæðisflokkin sem maður skilur ósköp vel þar sem að samfylkingin er búin að vera í algjöru aukahlutverki í þessu ölduróti síðustu tæpa tvo mánuði og virðast ekki ráða neinu. Samfylkingin er svo sem ekki þekkt fyrir að vilja taka erfiðar ákvarðanir...

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Burt séð frá því hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki enda í ríkisstjórn ef kosið yrði að nýju, þá held ég að það sé alveg nauðsynlegt. Þá gefst tækifæri fyrir alla að byrja með hreint borð, eða svona hér um bil.

Smári Jökull Jónsson, 21.11.2008 kl. 13:42

3 identicon

Nei ég segi svona ég er alveg sammála því að það þarf að klára þessi stóru mál og kjósa upp á nýtt.

Ég hef reyndar tekið þá ákvörðun að treysta því fólki sem er við stjórn að klára þessi mál sem eru ofarlega á dagskrá í dag og er síðan sammála því að kjósa upp á nýtt þegar það er afstaðið eftir ár eða tæplega það...

Hef svo sem ekki hugmynd hvað maður myndi kjósa en það þarf að taka VEL til á öllum stöðum til að fá eitthvað traust og trúverðuleika... O & O:)

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nákvæmlega !

Ég held að VG og Framsókn, miðað við hvaða fólk eru þingmenn hjá þeim núna, væru ekkert betur til þess fallin að klára stóru málin sem þarf að klára núna.

Smári Jökull Jónsson, 22.11.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já svo varðandi það sem þú segir með Samfylkingu, að hún taki ekki erfiðar ákvarðanir og ráði litlu. Ég er svosem sammála því að í þessu bankahrunsmáli öllu hefur Sjálfstæðisflokkuinn verið í aðalhlutverki. En í gær var t.d. tekin ákvörðun um lækkun launa hjá þingmönnum og fleiri embættismönnum auk þess sem tilkynnt var um að eftirlaunalögunum umdeildu yrði breytt.

Þetta hefði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei gert nema af því að Samfylkingin er með þeim í ríkisstjórn. Þetta er algjörlega gert vegna pressu frá Samfylkingunni (allavega eftirlaunamálið) og það er m.a. útaf þessu sem ég kaus S í síðustu kosningum.

Við eigum reyndar eftir að sjá hvernig þetta nýja eftirlaunafrumvarp kemur út, en ég held við getum gefið okkur það að það færi þingmenn nær því sem eðlilegt getur talist.

Smári Jökull Jónsson, 22.11.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband